Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 52
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 Tónlistarmaðurinn Jón Þór, fyrr- verandi söngvari og gítarleikari Lödu Sport og Dynamo Fog, held- ur upp á útgáfu sinnar fyrstu sóló- plötu, Sérðu mig í lit?, á Faktorý á föstudaginn. Platan, sem kom út seint á síð- asta ári, er kraftmikil en jafn- framt persónuleg og sérstæð blanda af íslensku rokki og indí- poppi. Lögin Tímavél og titil lagið Sérðu mig í lit? hafa fengið þó nokkra spilun á öldum ljósvakans. Brimrokkbandið Gang Related hitar upp. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og er miðaverð 1.000 krónur. Jón Þór fagnar nýrri sólóplötu ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Jón Þór heldur útgáfutónleika á föstudag. Margt tónlistarfólk hefur brugð- ist illa við þeim fréttum að breska tónlistarverslanakeðjan His Master‘s Voice (HMV) hafi verið slett í slitameðferð. Greint var frá grafalvarlegri fjárhags- stöðu fyrir tækisins á þriðjudag og er Graham Coxon, gítarleik- ari hljómsveitarinnar Blur, meðal þeirra sem hafa viðrað áhyggjur sínar af stöðu tónlistarinnar á samskiptavefnum Twitter. „Einn daginn gætu þeir fundið leið til að troða öllu inn í tölvu … eggjum … körfum … staf- rænt er svindl,“ er meðal þess sem Coxon lét hafa eftir sér um málið. Aðrir sem hafa tjáð sig um uppgang stafræns niðurhals á tónlist á samskiptamiðlum eru Professor Green, Ellie Goulding og hljómsveitin The Cribs. Vonsvikinn vegna HMV ÁHYGGJUFULLUR Gítarleikaranum Graham Coxon lýst illa á uppgang staf- ræns niðurhals á tónlist. Breski leikarinn Damian Lewis viðurkennir að það taki á að dvelja langdvölum frá fjölskyldu sinni sökum starfs síns. Lewis hefur slegið í gegn með leik sínum í sjón- varpsþáttunum Homeland. Lewis er giftur leikkonunni Helen McCrory og eiga þau saman börnin Manon og Gulliver sem eru sex og fimm ára gömul. „Ég var að tala við Gully um eitthvað og skyndilega, án þess svo mikið sem að líta á mig, segir hann: „Veistu, pabbi? Þegar þú ert í burtu horfi ég stundum út um gluggann minn og kalla á þig og græt.“ Ég á erfitt með þetta. Börn vilja hafa foreldra sína nálægt. Ég held að það sé enginn sem geti komið í staðinn fyrir mann. Enginn er fullkominn, en það að vera til staðar er góð byrjun,“ sagði leikar- inn í viðtali við Vogue. Vill ekki yfi rgefa börnin fyrir vinnuna Damian Lewis þarf að dvelja fj arri fj ölskyldu sinni. Á ERFITT Damian Lewis á erfitt með að yfirgefa fjölskyldu sína fyrir vinnuna. NORDICPHOTOS/GETTY Courteney Cox og David Arquette standa í skilnaði um þessar mund- ir en það þýðir ekki að þeim sé ekki vel til vina. Cox mærði fyrr- verandi eiginmann sinn í viðtals- þætti Ellen DeGeneres fyrir skemmstu og Arquette dásamaði Cox í nýlegu viðtali við People. „Hún er einstök. Ég elska hana og hún er dásamleg og falleg manneskja. Samband okkar er gott því við komum hvort fram við annað af virðingu og hreinskilni,“ sagði leikarinn. Hann og Cox eiga saman dóttur ina Coco sem er átta ára gömul. Hreinskilinn við Cox HREINSKILINN Fyrrverandi hjónin David Arquette og Courteney Cox eru góðir vinir. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.