Fréttablaðið - 17.01.2013, Page 36

Fréttablaðið - 17.01.2013, Page 36
Nýir bílar8 SÖLUMET HJÁ ROLLS ROYCE Þrátt fyrir efnahagskreppu í Evrópu og Bandaríkjunum selst lúxusbíllinn Rolls-Royce vel og sló öll sölumet á síðasta ári. Reyndar hafa verið slegin sölumet á hverju ári síðastliðin þrjú ár. Aldrei í 108 ára sögu fram- leiðandans hefur Rollsinn selst betur. Á síðasta ári voru seldir 3.575 bílar víða um heim. Stærstu markaðirnir eru í Kína og í Banda- ríkjunum. Í Þýskalandi voru seldir 15% fleiri Rollsar á síðasta ári en árið 2011. Ekki er nóg með það því það er lúxustegundin Phantom sem er mest seld og 95% kaupenda óska þar að auki eftir dýrum aukahlutum. Rolls-Royce Phantom selst vel. KULDINN EYKUR BENSÍNEYÐSLU Töluverður munur er á því hve miklu bensíni bílar eyða í heitu veðri og í miklum kulda. Getur munurinn á eyðslunni verið allt að tuttugu prósentum. Á vef Félags íslenskra bifreiða- eigenda www.fib.is er greint frá ástæðum þessa en einnig hvernig minnka megi elds- neytisnotkun á köldum dögum. Þar segir meðal annars að ekki aðeins vél og gangverk bílsins sé þyngra á sér í kuldanum heldur taki raftæki bílsins, til dæmis rúðu-, spegla- og sætis- hitarar, til sín mikið rafmagn. Það þyngi mjög álagið á vélina að snúa rafalnum. Bílar eyða mestu fyrstu mínúturnar eftir að þeir eru gangsettir og enn meir eftir því sem kuldinn er meiri. Mikill hluti orkunnar í eldsneytinu fer í að hita vélina upp í vinnsluhita en á köldum dögum og á stuttum vegalengdum nær bíll ekki að hitna til fulls. Oft er drepið á honum áður en hann nær að hitna almennilega og hann síðan ræstur aftur eftir að hafa kólnað niður. Við þetta slitnar vél og gangverk hraðar og bensíneyðslan verður afar mikil. Á vef FÍB er mælt með að setja vélarhitara í bílinn. Ef hann er ekki til staðar má reyna þetta: 1. Notaðu sem minnst aftur- rúðu-, sæta- og speglahitarana. 2. Sjáðu til þess að loft- þrýstingurinn í dekkjunum sé minnst sá sem hann á að vera samkvæmt handbók bílsins. 3. Keyrðu vélina á sem lægstum snúningi og láttu hana ekki erfiða. 4. Smá snattferðir á bílnum kosta mikið. Sparaðu slíkan akstur. Heimild: www.fib.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4800Landsbankinn Grænir bílar eru skilgreindir sem bílar með minnsta mögu legan útblástur, sem eru flokkar A, B eða C og losa 0-120 g af koltvísýringi á hvern ekinn kílómetra. Stefna Landsbankans um samfélagslega ábyrgð hefur sett bankanum þau mark- mið að tengja starfshætti sína við efnahags-, sam- félags- og umhverfismál. Landsbankinn kynnir græna bílafjármögnun Skilmála og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækja ármögnun Landsbankans í Sigtúni 42. Landsbankinn býður betri kjör á fjármögnun grænna bíla – 9,65% breytilegir óverðtryggðir vextir og ekkert lántökugjald. *9,40% fyrir Vörðufélaga. 9,65%* vextir Ekkertlántökugjald

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.