Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 15
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 6. febrúar 2013 | 3. tölublað | 9. árgangur Sigur Ravens bendir til lítillar ávöxtunar hlutabréfa á árinu Einn stærsti íþrótta- og sjónvarpsviðburður ársins fór fram á sunnudagskvöld þegar leikurinn um Ofur skálina, úrslitaleikur NFL-deildarinnar, fór fram í New Orleans. Í leiknum mætast á hverju ári sigurvegarar þeirra tveggja deilda sem NFL skipt- ist í, AFC- og NFC-deildanna. Að þessu sinni voru það Baltimore Ravens og San Francisco 49ers sem mættust og varð Ravens hlutskarpara eftir kafla- skiptan leik. Við fyrstu sýn virðast þessi tíðindi ekki hafa mikið með fjármálamarkaði að gera. Það kann því að koma á óvart að mikil fylgni hefur sögulega verið til staðar milli úrslita Ofurskálar- innar og ávöxtunar á bandaríska hlutabréfamark- aðnum. Á árum þegar lið úr NFC-deildinni hafa sigrað hefur markaðurinn nefnilega átt það til að hækka duglega en sigrum liða úr AFC-deildinni hafa yfirleitt fylgt vonbrigðaár á markaði. Þar sem sigurliðið að þessu sinni er úr AFC-deildinni bend- ir þessi fylgni til þess að lítil gróðavon sé í banda- rískum hlutabréfum á árinu. Það má þó taka fram að þessi þekkta fylgni er í tölfræðikennslubókum oft nefnd sem dæmi um svokallaða dellufylgni. - mþl Svansmerkt prentverk! Nánari upplýsingar má finna á www.advania.is/tilbod, í síma 440 9010 eða í tölvupósti á sala@advania.is T ilb oð ið g ild ir á m eð an b ir gð ir e n da st . V er ð m eð v sk . Magnað á Dell tölvum tilboðsverð Endingargóð fyrir kröfuharða Dell Latitude E6430 fartölva er með styrkta umgjörð og hágæða 9 cellu ralöðu. Verð áður: 319.990 kr. Verð nú: 204.990 kr. Öflugur vinnuhestur á góðu verði Dell Latitude E5430 fartölva er með styrkta umgjörð og hentar því vel fólki á ferðinni. Verð áður: 266.090 kr. Verð nú: 169.990 kr. Hagkvæm og áreiðanleg Dell Optiplex 3010 borðtölva er vinnustöð fyrir hvaða skrifstofu sem er. Verð áður: 179.090 kr. Verð nú: 109.990 kr. ➜ Umfjöllun um áhrif gjald- eyrishaftanna á alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi ➜ Viðtöl við Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar, Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, og Sigstein P. Grétars- son, aðstoðarforstjóra Marels ➜ Daglegur rekstur félaganna í föstum skorðum en fl est annað erfi ðleikum háð GJALDEYRISHÖFT SKAPA GERVIVERÖLD Hagnaður Marels dróst saman á fjórða ársfjórðungi 2012 Marel hagnaðist um 7,1 milljón evra, jafngildi ríf- lega 1.220 milljóna króna, á fjórða ársfjórðungi 2012. Á sama fjórðungi 2011 nam hagnaður 15 milljónum evra. Marel birti í gær ársuppgjör sitt fyrir árið 2012. Samanlagður hagnaður Marels á árinu 2012 var 35,6 milljónir evra, eða ríflega 6 milljarðar króna, og jókst lítillega milli ára. Tekjur ársins námu 714 milljónum evra og jukust um 6,8% milli ára. Í tilkynningu er haft eftir Theo Hoen, forstjóra Marels, að 6,8% tekjuvöxtur sé afrek við krefjandi markaðsaðstæður. „Á síðasta ári var mikill vöxtur í fiskiðnaði hjá okkur og við sáum batamerki í kjöt- iðnaði á síðasta ársfjórðungi. Við höldum stöðu okkar sem markaðsleiðtogi í frekari vinnslu. Kjúk- lingamarkaðurinn er áfram meginstoðin í tekju- öflun Marels og afkoman þar er umfram vænting- ar,“ segir Hoen og bætir við að hann geri ráð fyrir hóflegum vexti á fyrri helmingi ársins 2013. - mþl

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.