Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 19
DÝRUSTU BORGIRNAR Economist hefur birt lista yfir dýrustu og ódýrustu stórborgirnar. Dýrast er að vera ferðamaður í Tókýó í Japan, þá Osaka þar í landi og í þriðja sæti er Sydney í Ástralíu. Ódýrasta stórborgin er Karachi í Pakistan. Sjá nánar á turisti.is. Við ætlum að finna gott gil, fullt af snjó, og gera þar alls konar snjóhúsatilraunir; athuga hvort manni verði kalt eða heitt inni í snjó- húsi og ímynda okkur hvort hægt sé að sofa í því,“ upplýsir leiðsögumaðurinn Brynhildur Ólafsdóttir, sem ætlar í snjó- húsaferð og ljósagöngu með Ferðafélagi barnanna á föstudaginn kemur. Ferðafélag barnanna er deild innan Ferðafélags Íslands og er ferðin hluti af Vetrarhátíðinni Magnað myrkur. Hún tekur um þrjár til fjórar klukkustundir. „Tilgangur Ferðafélags barnanna er að stuðla að skemmtilegri útivist og að fjölskyldan eigi gefandi stundir saman. Ferðirnar eru gríðarlega skemmtilegar og ætíð skapast mikil og góð stemning meðal barna og fjölskyldna þeirra,“ út- skýrir Brynhildur um ferðirnar sem eru mislangar og aldrei erfiðar. „Við höfum farið í villibað í Reykja- dal, ratleik sem endaði á Nesja völlum, gengið inn í Búrfellsgjá þar sem allir prófuðu klifur í línu, hellaferðir, grasa- ferðir, fuglaferðir og fleira. Í hverri ferð hægjum við á göngunni til að gera eitthvað skemmtilegt saman og fáum iðulega fræðslu frá grasalækni, fugla- fræðingi, formanni Hellarannsókna- félagsins eða öðrum sem veitt geta fræðslu í samræmi við þema ferðanna,“ segir Brynhildur. Ferðafélag barnanna fer einnig í lengri ferðir og mýmargt áhugavert er fram undan á nýja árinu. „Í sumar ætlum við meðal annars í fjölskyldugöngu yfir Laugaveg og aftur yfir gamla Kjalveg, sem er sannkölluð ævintýraferð. Þá er siglt á Hvítárvatni, gengið á milli þriggja skála og endað á Hveravöllum,“ útskýrir Brynhildur BARNAGULL Í SNJÓ SNJÓHÚSAFERÐ OG LJÓSAGANGA Á föstudaginn ætlar Ferðafélag barnanna í rannsóknarleiðangur með skóflur og ljós í ægifagurt vetrarríkið við Bláfjöll. FARARSTJÓRINN Brynhildur Ólafsdóttir. ÍSLENSKT FÖNN Flestir krakkar hafa gaman af því að leika sér í snjó eins og sjá má á snjóugri og ofsakátri Láru Róbertsdóttur í einni af vetrarferðum Ferðafélags barnanna. MYND/FERÐAFÉLAG ÍSLANDS KOMDU MEÐ! Farið verður á einkabílum frá skrifstofum Ferða- félags Íslands í Mörkinni 6 á föstudaginn klukkan 15. Allir mæta með skóflur og ljós. Þátt- taka er ókeypis og allir velkomnir. Sjá nánar á www.ferda- felagbarnanna.is Af hverju D Lux 1000? Eins og náttúran hafði í hyggju Áríðandi tilkynning! D vítamín birgðir Íslendinga eru í lágmarki nú í skammdeginu DLUX1000 er byltingarkennt D-vítamín í munnúðaformi Tryggir hámarksnýtingu ! D vítamín til daglegra nota Hentar öllum aldri Náttúrulegt piparmyntubragð 3 mánaða skammtur magnaða sólarvíta- mínið DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Í meira en hálfa öld hafa milljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK® sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: Arisona. St. 35 – 48. Verð: 12.885,-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.