Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 16
 | 2 6. febrúar 2013 | miðvikudagur Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins Föstudagur 8. febrúar ➜ Efnahagslegar skammtímatölur | í febrúar 2013 ➜ Útboð ríkisbréfa ➜ Útmessan | Ráðstefna og sýning Þriðjudagur 12. febrúar ➜ Fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum ➜ Mannfjöldinn | 1. janúar 2013 Miðvikudagur 13. febrúar ➜ Útboð Ríkisvíxla Fimmtudagur 14. febrúar ➜ Fræðslufundur um Steve Jobs og Apple Föstudagur 15. febrúar ➜ Fiskafli í janúar 2013 Þriðjudagur 19. febrúar ➜ Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu ➜ Fæddir 2012 Miðvikudagur 20. febrúar ➜ Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis ➜ Vísitala byggingarkostnaðar | Fyrir mars 2013 dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Eftirfarandi myndir sýna samleitni nokkurra ríkja sem taka þátt í evr- usamstarfinu. Myndirnar sýna tvo af fimm mælikvörðun Maastricht- sáttmálans sem aðildarríki ESB þurfa að uppfylla til að taka upp evru. Hin þrjú skilyrðin sem ekki eru myndgerð hér snúa að a) hámarkshalla á ríkisssjóði (3% af fjárlögum), b) hámarksþjóðarskuld (séu mest 60% af vergri lands- framleiðslu eða að hlutfallið fari lækkandi) og c) minnst tveggja ára þátttöku í svokölluðu ERM II samstarfi. Samleitið evrusvæði? Langtímavextir Samkvæmt Maastricht-sátt- málanum mega vextir á 10 ára ríkisskuldabréfum ekki vera hærri en 2 prósent miðað við meðaltal í þeim þremur ríkjum ESB sem lægstu verðbólgu hafa. Eftirfarandi mynd sýnir 12 mánaða hlaupandi meðaltal á umræddra langtímavaxta í þremur ríkjum evrusvæðisins, Þýskalandi, Írlandi og Grikk- landi, ásamt meðaltali evrusvæðisins alls. Verðbólga Samkvæmt verðbólgu- skilyrðum Maastricht sáttmálans má verð- bólga ekki nema meiru en 1,5% af meðaltali þeirra þriggja ESB-ríkja sem hafa lægstu verð- bólgu hafa. Eftirfarandi mynd sýnir 12-mánaða verðbólgu í Þýskalandi, Írlandi, Grikklandi og evrusvæðinu öllu. Fróðleiksmolinn ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 6 26 88 0 2 /2 01 3 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 24 20 16 12 8 4 0 http://data.is/XTnv9b EVRAN VERÐUR TIL EVRAN KEMUR ÚT Á SEÐLAFORMI Heimild: Eurostat. ■ EVRUSVÆÐIÐ ■ ÞÝSKALAND ■ GRIKKLAND ■ ÍRLAND % http://data.is/XTnrpRHeimild: Eurostat. 8 6 4 2 0 -2 -4 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 ■ EVRUSVÆÐIÐ ■ ÞÝSKALAND ■ GRIKKLAND ■ ÍRLAND % Kröfuhafar Kaupþings og LBI, gamla Landsbankans, hafa engar athugasemdir gert við launa- kostnað hjá slitastjórnum bank- anna. Gerð hefur verið ítar leg grein fyrir launakostnaði slit- astjórnanna á kröfuhafafundum bankanna. Þetta kemur fram í svörum fulltrúa þrotabúanna við fyrir- spurn Markaðarins um málið. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að fimm lífeyris sjóðir í hópi kröfuhafa Glitnis teldu að Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson, sem sitja í slitastjórn bankans, hefðu oftekið sér ríflega 400 milljónir króna í laun fyrir störf sín og sinna fyrirtækja fyrir þrotabú bankans. Hafa lífeyrissjóðirnir farið fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur sjái til þess að þrota- búin fái endurgreitt meintan of- tekinn launakostnað. Í viðtali við Vísi á laugardag sagði Steinunn hins vegar að það væri alrangt hjá sjóðunum að launakostnaður hefði verið óeðlilega hár. Þá sagði hún tímagjald hjá slita stjórninni mjög sambæri- legt við tímagjald hjá öðrum slita stjórnum landsins. Krafa sjóðanna var sett fram eftir að tveir þeirra, Lífeyris- sjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður, fengu sundurlið- un á launakostnaði Glitnis af- henta í haust eftir nokkuð þóf. Kom þar fram að samanlagt námu greiðslur til Steinunnar og Páls, að viðbættum greiðslum vegna útseldrar vinnu fulltrúa á þeirra vegum, 842 milljónum króna frá því að slitastjórnin var skipuð í maí 2009 og fram á mitt ár 2012. Loks kom fram í svörum við fyrirspurn Markaðarins að samið hefði verið um langflest- ar kröfur lífeyrissjóða á hend- ur Kaupþingi og LBI án aðkomu dómstóla. Lífeyrissjóðir bara á eftir slitastjórn Glitnis Lífeyrissjóðir í hópi kröfuhafa gömlu bankanna hafa ekki gert at- hugasemdir við launakostnað hjá slitastjórnum Kaupþings og LBI. Fimm sjóðir telja að laun hafi verið ofgreidd hjá slitastjórn Glitnis. SLITASTJÓRN GLITNIS Fimm lífeyrissjóðir hafa farið fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson endurgreiði meintan ofgreiddan launakostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA YFIRSTJÓRN LBI FENGIÐ 1,7 MILLJARÐA KRÓNA Fram kom í sundurliðun um kostnað vegna slitastjórnar Glitnis að samanlagt námu greiðslur til Steinunnar Guðbjartsdóttir og Páls Eiríks- sonar, að viðbættum greiðslum vegna útseldrar vinnu fulltrúa á þeirra vegum, 842 milljónum króna frá því að slitastjórnin var skipuð í maí 2009 og fram á mitt ár 2012. Ekki liggur fyrir hver launakostnaður hefur verið hjá slitastjórnum hinna bankanna en taka má fram að starfsmönnum hjá stjórnunum er greitt sem verktökum. Í fyrirspurn Markaðarins til Kaupþings og LBI var falast eftir sundur- liðuðum upplýsingum um rekstrarkostnað slitastjórnanna. Í svari Kaup- þings kom fram að ítarlega væri gerð grein fyrir rekstrarkostnaði á kröfu- hafafundum auk þess sem finna mætti efni af slíkum fundum á vefsvæði slitastjórnarinnar. Í svari LBI var vísað á vefsíðu þrotabúsins. Þar kemur fram í fyrsta lagi að áætlaðar heimtur úr þrotabúinu hafi verið 1.496 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðinn og aukist um 392 milljarða frá því í apríl 2009. Þá segir þar að heildarkostnaður við slitameðferðina jafn- gildi 6,8% af breytingunni sem orðið hafi á áætluðum heimtum. Nemur heildarkostnaður af slitameðferð LBI frá 2009 fram á mitt ár 2012 því 26,7 milljörðum. Þar af nam kostnaður við yfirstjórn LBI, það er slitastjórn og skilanefnd bankans meðan hún starfaði, 1,7 milljörðum króna á sama tímabili auk þess sem kostnaður við aðkeypta sérfræðiþjónustu nam 13,3 milljörðum. SLITASTJÓRNMÁL Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.