Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 28
6. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR8 ● Vetrarhátíð
Víkingar verða á vappi um Land-
námssýninguna í Aðalstræti 16 á
Safnanótt milli klukkan 19 og 23.
Þá verður einnig hægt að kynn-
ast hinni fornu iðn járnsmiða
þar sem eldsmiðir verða að störf-
um í Fógeta garði og hamra járn-
ið meðan það er heitt, milli klukk-
an 20 og 23.
Þórunn Erlu- Valdimars dóttir,
sagnfræðingur og rithöfundur,
mun fjalla um Skúla Magnússon
og Innréttingarnar á Landnáms-
sýningunni klukkan 20. Þar munu
meðal annars ný götuheiti koma
til sögunnar, en Skúlatún fékk ný-
lega heitið Þórunnartún og því
þykir það vel við hæfi að Þórunn
fjalli um Skúla.
Smástundarsafnið mun síðan
skjóta upp kollinum á Landnáms-
sýningunni en í því geta allir tekið
þátt. Koma má með sýnishorn
úr eigin safni svo sem frímerki,
skopparabolta eða hvað sem er,
allt er leyfilegt. Segja skal frá því
af hverju safnað er en frásagnir
og ljósmyndir af hlutunum verða
svo sett inn á heimasíðu Smá-
stundarsafnsins að viðburðinum
loknum.
Í Árbæjarsafni verður einnig
fjölbreytt dagskrá á Safnanótt.
Ljóðskáld frá Ljóðahópi Gjábakka
ræða um bragarhætti og myndmál
og ástæður þess að fólk semur
ljóð. Útijóga verður stundað í safn-
inu klukkan 21 og þá býður dúett-
inn Hringanóri upp á blandaða
dagskrá, meðal annars útsett þjóð-
lög fyrir söng og selló. Tónleikar
Hringanóra hefjast klukkan 22 í
Lækjargötusal.
Klukkan 23 hefst svo rökkur-
leiðsögn um Árbæjarsafn þar
sem sagðar verða sögur sem vekja
bæði óhug og hrylling.
Sjá nánar á www.vetrarhatid.is.
Eldsmíði og víkingar
á vappi á Safnanótt
Eldsmiðir að störfum en þeir munu hamra járn í Fógetagarðinum á Safnanótt.
MYND/MINJASAFN REYKJAVÍKUR
● ÆVINTÝRAGJARNIR
verða ekki sviknir á Safnanótt í
Sjóminjasafninu. Boðið verður
upp á sjóræningjaföndur fyrir
yngstu kynslóðina þar sem hægt
verður að búa til sjóræningja-
skip, sjóræningjahatt og lepp. Á
safninu verður sjóræningjaþema
allsráðandi og hægt að fara í fjár-
sjóðsleit um safnið og jafnvel
rekast á sjóræningja.
Þá flytur Stjörnuskoðunar-
félag Seltjarnarness fyrirlesturinn
„Stjörnuskoðun að vori“ og
býður upp á stjörnuskoðun af
pallinum ef veður leyfir.
Í mögnuðu myrkri Sjóminja-
safnsins verður Kór Akraneskirkju
með draugalega kvöldvöku þar
sem þekktar þjóðsögur verða
sviðsettar í formi ljósmynda og
málverka og kórinn syngur lög
sem tengjast hverri sögu.
Víkin Sjóminjasafn er í
Grandagarði 8. Dagskrá á
Safnanótt 8. febrúar stendur frá
19 til miðnættis.
Draugar og
sjóræningjar
„Heimsdagur barna er helsta stolt
Gerðubergs, mikill hátíðisdagur og
gleðin alltumvefjandi og allsráð-
andi,“ segir Hólmfríður Ólafsdótt-
ir verkefnastjóri um barna hátíðina
vinsælu sem um árabil hefur verið
fjölsóttasti viðburður Menningar-
miðstöðvarinnar Gerðubergs í
Efra-Breiðholti.
Í takt við Magnað myrkur, sem
er þema Vetrarhátíðar í ár, verða
nornir og seiðkarlar á sveimi í
Gerðubergi.
„Gestir Heimsdags barna fá að-
gang að spennandi smiðjum þar
sem hægt er að búa til seiðkarla-
og nornabúninga fyrir öskudaginn,
ásamt því að sauma öskupoka og
búa til bolluvendi,“ upplýsir Hólm-
fríður um brot af heillandi við-
fangsefnum Heimsdagsins.
Í Gerðubergi verður einnig
origami-smiðja, hljóðfærasmiðja,
vísindasmiðja og danssmiðja þar
sem ungmenni úr Dans, dans, dans-
þáttunum kenna hipphoppdans.
„Á Nornakaffihúsi í Miðbergi
verður hægt að gæða sér á norna-
seyði og gómsætum grænum
vöfflum og grilla brauð á opnum
eldi úti á torginu. Þar þarf þó að
fara með gát því í ógurlegu kattar-
bæli lúrir andstyggilegur köttur
nornarinnar sem skýtur viðstödd-
um örugglega skelk í bringu með
skelfilegum óhljóðum sínum,“ segir
Hólmfríður.
Hún segir krakka elska Heims-
dag barna og ekki síst að upplifa
hann með fjölskyldu sinni.
„Undanfarin ár hafa um 2.000
gestir sótt Heimsdag barna og
gestafjöldinn dreifist vel. Að þessu
sinni munu unglingar taka meiri
þátt en áður og láta ljós sitt skína
sem smiðjustjórar og hjálparhell-
ur en einnig stíga á stokk á útisviði
með sigurvegurunum úr Söngva-
keppni Breiðholts og hæfileika-
keppninni Breiðholt Got Talent,“
útskýrir Hólmfríður, sem hlakkar
mikið til.
„Heimsdagur barna var upphaf-
lega hátíð þar sem ólík þjóðarbrot
sýndu handverk og skemmtun frá
gamla heimalandinu. Þetta hefur
breyst í tímans rás. Innflytjendur
eru oft einangraðir, ekki síst for-
eldrar barna af erlendum uppruna.
Við viljum hvetja þá til að taka þátt
með börnum sínum á Heimsdegi
barna og þýðum dagskrána yfir á
sjö tungumál sem við sendum í alla
skóla og á frístundaheimilin. Heims-
dagur barna er því kærkomið tæki-
færi fyrir alla að upplifa gleðina
með börnunum sem er í senn dýr-
mæt og skemmtileg upplifun.“
Heimsdagur barna stendur frá
klukkan 13 til 16 laugardaginn 9.
febrúar. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.
Sjá nánar á www.gerduberg.is.
Nornaseyði og grænar vöfflur
Gerðuberg breytist í gósenland sköp-
unar og gleði á Heimsdegi barna.
Hólmfríður er hér stödd í ævintýralegri umgjörð árlegrar sýningar á myndskreyt-
ingum barnabóka í Gerðubergi. Þar hefur verið skapaður ævintýraheimur þar sem á
rennur í gegnum sýningarsvæðið. Þar er einnig hægt að klifra upp á fjall, skríða inn í
hól, leggjast á grænan grasbala eða undir stórt tré til að skoða og teikna myndir eða
eiga notalega lestrarstund með bók í hönd. MYND/VALLI
Leið A – á 20 mín. fresti frá 19.00–24.00.
Stoppistöð Safn
Flókagata á bílast. Kjarvalst. 00 20 40 Kjarvalsstaðir
Eiríksgata – við Hallgrímskirkju 04 24 44 Listasafn ASÍ
Eiríksgata 04 24 44 Listasafn Einars Jónssonar
Sturlugata 5 08 28 48 Norræna húsið
Suðurgata við Hringbraut 10 30 50 Þjóðminjasafn Íslands / Þjóðarbókhlaðan
Við Fríkirkjuna 12 32 52 Listasafn Íslands
Á horni Túngötu og Aðalstr. 13 33 53 Minjasafn Reykjavíkur (Landsnámssýning)
Eiðisgranda við Öldugranda 18 38 58 Bókasafn Seltjarnarness
Grandagarður 8 23 43 03 Sjóminjasafnið
Geirsgata – bakvið Hafnarhús 28 48 08 Alliance Francaise, Borgarbókas., Borgarskjalas., SÍM
Ljósmyndasafn Rvk., Hafnarhús, Grafíksafn Ísl.
Hverfisgata við bílastæðahús 31 51 11 Þjóðmenningarhús
Skúlagötu 28 35 55 15 Nýlistasafnið
Laugavegur – við safnið 38 58 18 Þjóðskjalasafn íslands
Flókagata á bílast. Kjarvalsstaða 41 01 21 Kjarvalsstaðir
Leið B – á 20 mín. fresti frá 19.00–24.00.
Stoppistöð Safn
Flókagata bílast. við Kjarvalst. 10 30 50 Kjarvalsstaðir
Fyrir utan Perluna 16 36 56 Sögusafnið Perlunni
Í Hamraborg 23 43 03 Héraðsskjalasafn Kóp., Náttúrufræðistofa Kóp., Bókasafn Kóp.,
Molinn í Kóp., Gerðarsafn, Tónlistarsafn Ísl.
Garðatorg 28 48 08 Bókasafn Garðabæjar, Hofsstaðir, Hönnunarsafn Íslands
Við Álftanesskóla 38 58 18 Bókasafnið á Álftanesi
Garðaholt 42 02 22 Krókur á Garðaholti
Vesturgata 8 46 06 26 Byggðasafn Hafnarfjarðar
Í Firði 48 08 28 Hafnarborg, Bókasafn Hafnarfjarðar
Garðatorg 58 18 38 Bókasafn Garðab., Hofsstaðir, Hönnunarsafn Ísl.
Hamraborg – í stæði 28 03 23 43 Héraðsskj. Kóp, Náttúrufrst. Kóp, Bókasafn Kóp., Molinn, Tónlistars. Ísl.
Fyrir utan Perluna 09 29 49 Sögusafnið Perlunni
Bílastæði við Kjarvalsstaði 15 35 55 Kjarvalsstaðir
Leið C – á 20 mín. fresti frá 19.00–24.00.
Stoppistöð Safn
Flókagata bílast. við Kjarvalst. 20 40 00 Kjarvalsstaðir
Við safnið 32 52 12 Árbæjarsafn
Við safnið 42 02 22 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Við safnið 49 09 29 Ásmundarsafn
Grasagarðurinn (Laugardalshöll) 51 11 31 Grasagarðurinn
Flókagata bílast. við Kjarvalst. 55 15 35 Kjarvalsstaðir
Leið D – ein ferð
Frá Kjarvalsstöðum 20.00
Frá Gljúfrasteini 22.00
Allir vagnar aka leiðir A–C.
Fyrst leið A, svo leið B og síðan leið C. Þannig getur fólk komist á milli
með sama bíl ef það vill bíða við Kjarvalsstaði á meðan vagninn bíður.
Tímatafla safnanæturstrætó Frítt í Strætó!