Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 46
6. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 26 „Ég var að klára fyrstu seríuna af Game of Thrones og bíð spenntur eftir að önnur sería komi út á DVD í þessum mánuði. Svo hlakka ég líka til þegar þættirnir Walking Dead byrja aftur.“ Matthías Matthíasson tónlistarmaður SJÓNVARPSÞÁTTURINN Hinn 11. mars kemur út önnur plata bandaríska tónlistarmanns- ins Johns Grant, Pale Green Ghosts. Hún var tekinn upp hérlendis á tíu mánuðum í samstarfi við Bigga Veiru úr GusGus og kemur írska söngkonan Sinéad O´Connor við sögu sem gestur. Fyrsta platan hans, Queen of Denmark, hlaut frá- bæra dóma gagnrýnenda og valdi breska tímaritið Mojo hana bestu plötu ársins 2010. Hinn 44 ára Grant, sem er upp- alinn í Denver í Colorado, varð ást- fanginn af Íslandi eftir að hann spilaði á Airwaves-hátíðinni 2011 og hefur verið búsettur hérlendis í rúmt ár. Hann flutti hingað þegar mikið gekk á í hans lífi því skömmu áður hafði hann greinst með HIV- veiruna og glímdi við veikindi tengd henni til að byrja með. „Ég þurfti að venjast því að vera á Íslandi, sem var ekki auðvelt í fyrstu, þrátt fyrir að ég hafi verið spenntur fyrir öllu hér,“ segir Grant. „En það er alltaf gott að vera á nýjum stað í kring- um nýtt fólk sem þekkir ekki alla galla þína enn,“ bætir hann við og heldur áfram: „Ég kom til Íslands í janúar og það var mikið myrkur. HIV-veiran var farin að hafa virki- leg áhrif á mig og ég var alltaf mjög þreyttur. Svo fór ég að taka lyf í mars og mér fór smám saman að batna. Núna er næstum ár liðið og mér líður mun betur. Ég er mun líkari sjálfum mér og á auðveldara með að fara fram úr á morgnana.“ Skammast sín fyrir veikindin Þú greindir opinberlega frá veik- indum þínum á tónleikum í London. Hvers vegna? „Af því að lagið sem ég var að fara að syngja fjallaði um þau. Líklega sagði ég þetta af því að mér leið eins og ég ætti ekki að gera það. Ég á samt ekki að vera hræddur við það þótt ég skammist mín stund- um fyrir þetta. Ég held að ég hafi sagt frá þessu af því að þegar ég var yngri þurfti allt að vera leyndarmál. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að lifa í raunveruleikanum.“ Ætlar að búa áfram á Íslandi Queen of Denmark var afar persónu leg plata þar sem Grant gerði upp fortíðina og söng um bar- áttu sína við áfengis- og eiturlyfja- fíkn, misheppnuð ástarsambönd og um það hvernig hann tókst á við samkynhneigð sína. Þar hjálpaði það honum ekki að vera alinn upp hjá trúaðri fjölskyldu í Miðvestur- ríkjum Bandaríkjanna. Titillag nýju plötunnar er undir áhrifum frá raftónlist og er mjög frábrugðið lögunum á Queen of Denmark. Aðspurður segir Grant nýju plötuna ekki vera alla þann- ig því sum lög séu í ætt við lögin á þeirri síðustu. „Ég er mjög ánægð- ur með plötuna. Ég er að leyfa fólki að kynnast mér aðeins betur og mínum göllum. Þarna er líka eitt lag sem heitir Black Belt þar sem ég syng um galla annars manns, því ég er reiður yfir því að hann Mikilvægt að lifa í raunveruleikanum Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant gefur út nýja plötu í mars. Hann fl utti til Íslands fyrir rúmu ári eft ir að hafa nýlega greinst með HIV-veiruna. GEFUR ÚT NÝJA PLÖTU Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant gefur út nýja plötu í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Grant verið að semja enska texta fyrir væntanlega plötu Ásgeirs Trausta fyrir erlendan markað. Upp- tökum lauk um síðustu helgi og segir Grant Ásgeir vera afar hæfileikaríkan tónlistarmann. „Hann er mjög sérstakur. Ég get ekki bent nákvæmlega á hvað það er en honum eru allir vegir færir,“ segir hann. Grant hefur einnig kynnst verkum Megasar, hefur miklar mætur á honum og segir hann vera Serge Gainsbourg Íslendinga [hinn sáluga franska tónlistarmann]. Að auki segist hann hafa áhuga á að vinna með áhrifavaldi sínum Björk en hefur ekki enn lagt í að ganga upp að henni og óska eftir samstarfi. Líkir Megasi við Serge Gainsbourg elskar mig ekki lengur. Það er ekki skynsamlegt að hugsa þannig en við gerum það samt stundum enda erum við öll mannleg.“ Grant hreifst fyrst af Íslandi á níunda áratugnum, bæði í gegn- um fyrstu plötu Sykurmolanna og vegna landslagsmynda sem vinur hans hafði tekið á Íslandi. Hann ætlar að búa hér áfram, enda búinn að fá atvinnuleyfi í eitt ár í við- bót. Hann segir Ísland hafa verið áhrifavald á nýju plötunni. „Það er lag í lok plötunnar sem heitir Glacier sem er líklega mikilvæg- asta lagið á henni. Það fjallar um að halda áfram með lífið, taka ábyrgð á eigin lífi og lifa því. Ekki hafa áhyggjur af því sem aðrir halda heldur gera það sem þú veist að þú þarft að gera. Það er ekki auðvelt fyrir mig.“ Vill ekki spila í Denver Útgáfutónleikar Johns Grant verða haldnir í Silfurbergi í Hörpu 16. mars. Eftir það fer Grant í tón- leikaferð um heiminn með hljóm- sveit sinni sem er skipuð þeim Chris Pemberton, Pétri Hallgríms- syni, Jakobi Smára Magnússyni og Kristni Agnarssyni. Meðal annars er förinni heitið til Ástralíu í lok ársins og á hinar ýmsu tónlistarhá- tíðir í sumar. Ætlarðu að spila í Denver? „Ég veit það ekki. Ég þyrfti að spila þar en ég kvíði fyrir því. Náunginn sem mörg laganna minna fjalla um býr þar og ég veit að hann myndi líklega mæta á tónleikana mína. Og það vil ég ekki að gerist. Það er asnalegt að segja þetta en þetta er satt.“ freyr@frettabladid.is kík tu við – við er um al ltaf á sama stað í Skip holtin u Vinsamlega athugið að pantanir þurfa að berast fyrir kl. 15 daginn fyrir afgreiðslu Skipholt 50 C Pöntunarsími: 562 9090 www.pitan.is Minnum á vinsælu pítubakkana ...allta f fer sk mini Við er um síf ellt að hugsa um þ ig og þína Nýjar og spenn andi pítur. .. Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12 Gunnar Nelson kemur til með að keppa sinn annan atvinnumannabardaga í UFC- deildinni hinn 16. febrúar næstkomandi. Þá mætir hann Brasilíumanninum Jorge „Sandman“ Santiago í Wembley Arena í London. Athygli vekur að veðmála- sérfræðingar í MMA-bardögum hjá Bets- son telja meiri líkur á að Gunnar fari með sigur af hólmi þrátt fyrir að andstæð- ingur hans sé reynslumeiri og töluvert stærri en hann sjálfur. Stuðullinn sem Betsson setur á Gunnar er 1,57 en á Santiago er settur stuðullinn 2,25, sem þýðir að Gunnar er talinn sigur- stranglegri. Að sögn Halldórs Halldórs- sonar, sérfræðings í MMA-bardögum, kemur þetta ekki á óvart. „Gunni er á mjög hraðri uppleið og er töluvert meira en bara efnilegur, hann er einn af bestu mönnum í heimi í gólfglímu. Mér finnst fólk þó eiga til að gleyma því að allt getur gerst í svona bardaga. Það geta allir tapað,“ segir Halldór, sem hefur mest- ar áhyggjur af þyngdarmuninum á milli Gunnars og Santiago, en sá síðar- nefndi er töluvert stærri og þyngri. Inntur eftir því hvort hann mundi sjálfur veðja á Gunnar í umrædd- um bardaga svarar hann játandi. „Ég mundi hiklaust veðja á Gunnar. Hérna megin í Vesturbænum hef ég fulla trú á því að Gunnar Nelson sé næsti heimsmeist- ari í MMA.“ - sm Mundi hiklaust veðja á Gunnar Nelson Veðmálasérfræðingar Betsson telja Gunnar Nelson sigurstranglegri í viðureigninni við Jorge Santiago. SIGURSTRANG- LEGUR Gunnar Nelson er talinn líklegur til sigurs í næsta UFC-bardaga. DÓRI DNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.