Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 21
Annað árið í röð á spænski arkitektinn Marcos Zotes opnunaratriði Vetrarhátíðarinnar í Reykjavík. Eddi Egilsson úr hljómsveitinni Steed Lord semur tónlist við verkið en þetta er í fyrsta sinn sem hann fram fram sem sólólistamaður. V etrarhátíð í Reykjavík hefst fimmtudaginn 7. febrúar og stend- ur yfir til sunnudags. Borgar- stjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, mun setja hátíðina með formlegum hætti á Austurvelli á fimmtudegi kl. 19.30 og verð- ur opnunaratriði hátíðarinnar sérstaklega glæsilegt. Um er að ræða verkið „PIXEL CLOUD“ eftir spænska arkitektinn Marcos Zotes sem mun umbreyta Austurvelli í stór- brotna upplifun ljóss, lita og hreyfingar við tónlist Edda Egilssonar úr hljómsveitinni Steed Lord sem þar kemur í fyrsta sinn fram sem sólólistamaðurinn Cosmos. VANN SAMKEPPNINA AFTUR Höfuðborgarstofa, Orkusalan og Hönnunar- miðstöð Íslands stóðu fyrir samkeppni um opnunaratriði hátíðarinnar og er þetta annað árið í röð sem Marcos Zotes vinnur sam- keppnina. Í fyrra framkallaði hann kraft- mikla og sjónræna upplifun þegar hann breytti framhlið Hallgrímskirkju með eftir- minnilegum hætti. Marcos Zotes starfar sem arkitekt á arkitektastofunni Basalt arkitekt- ar í Reykjavík. „Ég hef unnið að verkefninu „PIXEL CLOUD“ undanfarna tvo mánuði og hef nýtt kvöld og helgar í þá vinnu. Ég rek hönnunarstúdíóið UNSTABLE í Topp- stöðinni í Elliðaárdal og þar hef ég unnið með mismunandi ljósatækni og ólík efni til að varpa ljósum á. Það verður einnig mjög spennandi að vinna með tónlistarmanninum Edda Egilssyni. Hann kemur hingað til lands- ins til að flytja sólóverkefni sitt sem passar fullkomlega við verkið mitt. Það er einnig mjög gleðilegt að vinna aftur með fyrirtæk- inu Luxor, sem veitir mér frábæran tækni- legan stuðning við gerð verkefnisins.“ MYND OG TÓNLIST KOMA SAMAN Eddi Egilsson, meðlimur Steed Lord, hefur verið búsettur í Bandaríkjunum undan- farin ár ásamt öðrum meðlimum hljóm- sveitarinnar. Hann hlakkar mikið til að spila í fyrsta skiptið einn undir listamanns- nafninu Cosmos. „Músíkin er mjög lifandi og á því mjög vel við listaverkið hans Marcos þar sem mynd og tónlist koma saman í gagn- virkum þrívíddarheimi. Cosmos er rafræn tónlistarsaga sem tekur áhorfandann á flug út í alheiminn. Ég mun leiða tóna í gegnum hljóðgervil, trommuheila og fleiri hljóðfæri. Ég hvet alla til að mæta og upplifa þennan skemmtilega heim með eigin augum.“ Vetrarhátíð í Reykjavík hefur verið hald- in árlega frá árinu 2002 og er markmið henn- ar að lýsa upp mesta skammdegið á þessum dimma árstíma með ýmsum skemmtilegum viðburðum og uppákomum. Fjölbreytt dag- skrá er í boði þessa daga fyrir alla aldurs- hópa og er ókeypis inn á alla viðburði. Nánari upplýsingar má finna á www.vetrarhatid.is. Glæsileg byrjun á Vetrarhátíð Eddi Egilsson, meðlimur Steed Lord, semur tónlist- ina við opnunaratriði Vetrarhátíðarinnar. MYND/ÚR EINKASAFNI Spænski arkitektinn Marcos Zotes samdi opnunaratriði Vetrarhátíðarinnar í Reykjavík sem verður sett á fimmtudaginn. MYND/VILHELM Opnunaratriði Marcos Zotes mun umbreyta Austurvelli í stórbrotna upplifun ljóss, lita, hreyfingar og tónlistar. MYND/ÚR EINKASAFNI VETRARHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 7.–10. febrúar 2013 v etr a rhat i d . i s

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.