Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 06.02.2013, Qupperneq 38
6. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 18 Segðu mér satt gerist í búnings- herbergi leikhúss þar sem leik- arahjón setja á svið leikrit fyrir fatlaðan son sinn,“ segir Heiðar Sumarliðason leikstjóri beðinn að útskýra í stuttu máli um hvað Segðu mér satt snýst. „Það er í raun opið fyrir túlkunum hvað er satt og hvað logið af því sem út úr þessu fólki kemur og það er eiginlega í hönd- um áhorfenda þegar leiksýningin er búin að túlka hvað í rauninni gerð- ist og hvort eitthvað af því var satt.“ Leikarahjónin eru leikin af Ragnheiði Steindórsdóttur og Árna Pétri Guðjónssyni en Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson leikur son þeirra. Heiðar segist hafa verið alveg viss um að þetta væru leikararnir sem ættu að leika þessi hlutverk. „Þetta er í þriðja skipti sem ég vinn með Árna en ég þekkti Ragnheiði ekki neitt þegar ég hringdi í hana og bað hana að vera með, ég vildi bara fá hana í hópinn. Svenna hef ég þekkt lengi og ákvað strax og ég sá hann í Nemendaleikhúsinu að þetta væri leikari sem ég ætlaði einhvern tíma að vinna með.“ Þessi uppfærsla er sem sagt alfarið þín hugmynd? „Já, eigin- lega. Það gerðist nú bara þannig að Hávar kom á sýningu sem ég setti upp, Pizzasendilinn eftir Elísabetu Jökulsdóttur, og hringdi síðan í mig daginn eftir, sagðist eiga þetta leik- rit og spurði hvort ég vildi setja það upp. Ég sagði auðvitað bara já og hér erum við í dag.“ Leikfélagið Geirfugl hét áður Fátæka leikhúsið. Hví þessi nafna- breyting, eruð þið hætt að vera fátæk? „Já, nú erum við ríkisstyrkt þannig að mér fannst ekki við- eigandi að vera Fátæka leikhúsið áfram. En kannski verð ég fátæk- ur aftur og þá endurvek ég Fátæka leikhúsið.“ Þið sýnið í Kúlunni í Þjóðleik- húsinu, er þetta samstarfsverk- efni? „Já, þetta er Leiklistarráðs- styrkt sýning og við fáum aðstöðu í Þjóðleikhúsinu og aðgang að þeirra starfsfólki. Ragnheiður er fastráð- in þar þannig að hún er í rauninni þeirra framlag auk þess sem ljósa- hönnuðurinn er starfsmaður Þjóð- leikhússins.“ Tónlistin er samin af Svavari Knúti, kemur hann fram í sýning- unni? „Nei, nei, hann er bara tón- skáldið okkar, það er ekki lifandi tónlist í sýningunni.“ Og þú lofar því að áhorfendur upplifi eitthvað nýtt á Kúlunni á næstunni? „Já, ég held það. Þetta verk er til dæmis mjög ólíkt Jóns- messunótt eftir Hávar. Þótt bæði verkin séu fjölskyldudrama er nálg- unin allt allt öðruvísi.“ fridrikab@frettabladid.is Er eitthvað af þessu satt? Leikfélagið Geirfugl frumsýnir annað kvöld leikritið Segðu mér satt eft ir Hávar Sigurjónsson í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Verkið er nýstárlegt fj ölskyldudrama og Heiðar Sumarliðason leikstjóri segir áhorfendur eiga von á óvenjulegri upplifun. FJÖLSKYLDAN Ragnheiður Steindórsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is Sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur fjallar um barnsmissi, fimmtudagskvöldið 7. febrúar kl. 20:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Samvera sem er öllum opin hefst kl. 19:00. Stuðningshópur hefst í kjölfarið. Allir velkomnir. Dagskrá á vormisseri 2013 7. mars - Um gildi húmors í sorgarferlinu. Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur. 4. apríl - Hvað byggir upp eftir sorg og áföll? Halldór Reynisson formaður Nýrrar dögunar. Barnsmissir Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Nicotinell Fruit 2 mg 24 608 25.33 507 -56% Nicotinell Fruit 2 mg 96 2.437 25.39 508 -55% Nicotinell Fruit 2 mg 204 4.511 22.11 442 -61% Nicotinell Fruit 4 mg 96 3.491 36.36 727 -35% Nicotinell Fruit 4 mg 204 6.280 30.78 616 -46% Tegund Bragð Styrkleiki Pakkning Meðalverð Meðalverð Meðalverð Sparnaður pr. pakka** pr. tyggjó x20 * Verðkönnun framkvæmd af MMR, 29. janúar 2013 í 10-11, Stöðinni, N1, Olís, Hagkaup, Krónan, Samkaup og Nóatún. ** Verðkönnun framkvæmd af MMR, 29. janúar 2013 í 16 apótekum. ***Í flestum tilfellum nægir að nota á bilinu 8-12 tyggjó á dag. Mest skal nota 25 stk. af 2 mg og 15 stk. af 4 mg Í þessum samanburði er gert ráð fyrir því að einstaklingurinn tyggi eitt tyggjó fyrir hverja sígarettu sem hann reykti*** Verðsamanburður á Nicotinell Fruit og þremur vinsælustu tegundum sígaretta Það er ódýrara að nota Nicotinell Fruit heldur en að reykja!61%SPARNAÐUR! 46% SPARNA ÐUR! 3 vinsælar tegundir 200 11.407 57.04 1.141 Tegund Fjöldi í Meðalverð Meðalverð Meðalverð kartoni pr. karton* pr. sígarettu pr. pakka 20 13 N CH 0 07 N ic ot in el l Höfundur: Hávar Sigurjónsson. Leikstjóri: Heiðar Sumarliðason. Tónlist: Svavar Knútur Kristinsson. Leikmynd og búningar: Kristína R. Berman. Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðar- son. Dramatúrg: Bjartmar Þórðarson. Leikarar: Ragnheiður Steindórsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Frumsýning í Kúlunni 7. febrúar. Aðstandendur Segðu mér satt LEIKSTJÓRINN Heiðar Sumarliða- son FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.