Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 20.00-00.30 Salsakvöld með SalsaIceland Ókeypis prufutími fyrir byrjend- ur kl. 20.00. 21-22 eru „Taxi-dansar- ar“ á svæðinu. Salsadansarar á vegum Salsa Iceland dansa við byrjendur. Thorvaldsen, við Austurvöll 20.30-23.30 Með blóði vættan góm Bókmenntaborgin Reykjavík og Rúna- týr verða með hrollvekjandi dag- skrá um vampírur og aðrar myrkar verur. Spjall, upplestur, ljósmyndasýn- ing Guðmundar Óla Pálmasonar (aka Heldriver) og kvikmyndin Nosferatu sýnd kl. 22. Bíó Paradís, Hverfisgata 54 20.00-22.00 Listaverk á glugga Íslenskir listamenn varpa hreyfimynd- um á glugga Norræna hússins. Nor- ræna húsið, Sturlugata 5 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 16.00-20.00 Heimboð á Bessastaði Leiðsögn um elstu staðarhúsin á Bessastöðum, Bessastaðastofa og kirkjan voru reist á 18. öld. Unnt verð- ur að skoða muni og mannvirki sem fundust við fornleifarannsókn, gjafir til forseta og fyrsta forsetabíl. Bessastaðir 17.00-17.20, 17.30-17.50 og 18.00-18.20 Nornasögustundir Sagðar verða nornasögur í rökkrinu í barnadeildinni. Borgarbókasafn, Tryggvagata 15 18.00, 20.00 og 22.00 Bilaðar myndir Sýndar verða vel valdar og bilaðar kvikmyndir í Kamesinu. Borgarbóka- safn, Tryggvagata 15 17.00-22.30 Vasaljós í myrkri Önnur hæð verður myrkvuð, gestir fá vasaljós til að komast leiðar sinnar og finna þá fjársjóði sem leynast í hillum. Borgarbókasafn, Tryggvagata 15. 10.00-10.30, 13.00-13.30 og 14.00-14.30 Myrkrasögur í sögubílnum Ær- ingja Nornin Nína býður upp á magnaðar og mjúkar myrkrasögur. Borgarbóka- safnið, Ingólfstorg 15.00-19.00 Snjóhúsaferð og ljósaganga Ævintýraleiðangur í Bláfjöll þar sem gerðar verða snjótilraunir og lærum að búa til alvöru snjóhús. Setjum svo á okkur höfuðljós og skoðum hinn magnaða Eldborgargíg í myrkri. Nauð- synlegt er að mæta vel klæddur með skóflur, ljós og nesti. Brottför á einka- bílum frá skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 19.00-22.00 Þreifað í myrkri Í litlu myrkvuðu rými fá gestir tækifæri til að skynja ólík form og áferðir. Kirsu- berjatréð, Vesturgata 4 19.00-22.00 Málverkasýning Soffía Sæmundsdóttur myndlistar- maður sýnir. Kirsuberjatréð, Vestur- gata 4 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 14.00-16.00 Opnunarhátíð Aikido og Ju Jitsu- félags Reykjavíkur Sjálfsvörn í Reykjavík. Gestum boðið að taka þátt í stuttum og léttum æf- ingum auk sýninga. Aikido – Jiu Jitsu Dojo, Ármúla 19 14.00-16.00 „Bösk“ í borginni Rás 2 kynnir tónlistarmenn sem ætla að „Böska“ saman. Þar á meðal verða Snorri Helgason, Svavar Knútur, Jón Jónsson, Heiða Eiríksdóttir, Dóri Fjalla- bróðir og fleiri góðir gestir. Bein út- sending verður á Rás 2. Café Haiti, Ta- pashúsið og Kolaportið Hipphoppdanstímar 14.00-14.45 Kynning á hipphoppdansi fyrir 13 ára og yngri. 14.45-15.30 Kynning á hipphopp- dansi fyrir 14 ára og eldri. Dans Brynju Péturs, ÍR-heimilinu, Skógarseli 12 16.00-17.30 Breikdanstímar 16.00-16.45 Kynning á breikdansi fyrir 13 ára og yngri. 16.45-17.30 Kynning á breikdansi fyrir 14 ára og eldri. Dans Brynju Péturs í danssal Selásbraut 98 15.00-17.00 Ljósaball fyrir börn á öllum aldri Ljós og skuggar skreyta rýmið og skemmtileg tónlist verður spiluð. Barnadanskennarar leiða leiki og hóp- dans á milli þess að fjölskyldan dansar frjálst saman. Dansverkstæðið, Skúla- gata 30 14.00-18.00 Furðusögur á Flóamarkaði Kristín G. Magnús leikkona segir sögur sem tengjast ýmsum hlutum á flóa- markaðinum. Flóamarkaðurinn, Bald- ursgata 37 14.00-18.00 Sýning og Grafíkvinamyndin Listamaður Grafíkvina 2013, Elva Hreiðars dóttir, sýnir og einnig verða grafík vinamyndir afhentar. Grafíksafn Íslands, Tryggvagata 17, hafnarmegin 17.00-18.00 Myrkur í tali og tónum Úlfhildur Dagsdóttir og finnsku tónlist- armennirnir í Vetrarbandalaginu, Matti Kallio, Lassi Logrén og Matti Latinen, leiða saman myrka hesta sína í tali og tónlist. Hannesarholt, Grundarstígur 10 20.00-22.00 Hún, hún, þeir & það fjöllista- skemmtihópur Sirkuspiltar og dansstelpur sameina krafta sína í þessu dans- og skemmti- atriði þar sem skyggnst er inn í heim venjulegs vinahóps. Hitt húsið 12.00-18.00 Alls konar list Sigrún Erna Sigurðardóttir og Birna María Stiff sýna alls konar verk út frá margslungnum hugmyndum, saman og sér. Hitt húsið 18.00-20.00 Heilsaðu upp á gömlu meistarana Hótel Holt er með eitt fallegasta einka- safn listaverka gömlu meistaranna. Snorri hótelstjóri leiðir gesti í gegnum hótelið og segir sögu málverkanna. Hótel Holt, Bergstaðastræti 37 14.00-15.00 Speed Dance Hefurðu áhuga á breikdansi, Bollywo- od eða lindy hop? Á ýmsum stöð- um í Kringlunni verður hægt að fara á milli og taka þátt í stuttum dansnám- skeiðum. Verslunarmiðstöðin Kringlan, Kringlusafn 15.00-17.00 Listamanna- og sýningarstjóra- spjall Panell með erlendum gestasýningar- stjórum. Norræna húsið, Sturlugata 5 14.00-15.30 Ensk tónlist Þematónleikar þar sem áhersla er lögð á samspil nemendanna. Nýi tónlistar- skólinn, Grensásvegi 3 13.00-20.00 Sýning á verkum Ljósmyndaskól- ans Afrakstur fimm anna náms í skapandi ljósmyndun. Verk af ýmsum toga. Salt- félagshúsinu, Grandagarður 2 HLAÐAN GUFUNESVEGI 13.00-17.00 MYSTERIUM – RÁÐGÁTA Komdu, upplifðu, túlkaðu og skynjaðu sterk og litrík málverk! Hulda Hlín Magnúsdóttir listmálari. 13.00-17.00 VATN Pólska ljósmyndarafélagið á Íslandi „Pozytywni” sýnir svarthvíta ljósmynda- sýningu. 16.00-17.00 AÐVENTA Einleikurinn Aðventa segir frá svaðilför- um vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetrarríki aðventunnar til að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. 14.00-14.45 Robert the Roommate Sveitin hefur lagt metnað í að búa til sínar eigin útgáfur af hinum ýmsu perl- um rokk- og poppsögunnar. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR, TJARNARGATA 11 13.00-13.10 Yngri street-danshópur Brynju Péturs Dansar hipphopp, breik og popping. 13.30-14.00 TANYA og zumba-dívurnar frá HRESS Sýning á country/celtic, salsa/cumbia og Bollywood. 14.20-15.00 Sunny Side Road Tónleikar með hljómsveitinni Sunny Side Road. 15.30-16.30 Salsasýningar og salsadans frá Sal- saIceland Gestum boðið upp í dans. Kennd verða grunnspor í salsa. Salsaparið Mike og Snæfríður úr DansDansDans stígur á svið ásamt nemendasýningarhópi skól- ans. 16.30-17.00 Listdanssýning frá Danslistarskóla JSB Sýnd verða dansverkin Vetur eftir Söndru Ómarsdóttur og Verði þér að góðu eftir Katrínu Ingvadóttur. 13.00-17.00 Langar þig að læra að ljúga, blekkja og svindla í spilum? Þetta eru mikilvægir eiginleikar í nokkr- um stórskemmtilegum spilum sem Spilavinir kenna ásamt fullt af öðrum spilum fyrir alla fjölskylduna. SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 14.30-15.00 & 16.00-16.30 Myrkrasögur í sögubílnum Æringja Nornin Nína býður upp á magnaðar og mjúkar myrkrasögur. Ingólfstorg, Borg- arbókasafn 15.00-16.30 Bolla bolla Komið og búið til skrautlega bollu- vendi fyrir bolludaginn. Borgarbóka- safn, Tryggvagötu 15 14.00-18.00 Sýning og Grafíkvinamyndin Listamaður Grafíkvina 2013, Elva Hreiðarsdóttir sýnir verk sín og grafíkv- inamyndir verða afhentar. Grafíksafn Íslands, Tryggvagata 17, hafnarmegin 14.00-16.30 Öskupokinn Sól í Tógó heldur öskupokasauma- stund. Tóta og trúðurinn Gjóla leið- beina við saumaskapinn. IÐA Kaffihús, Vesturgata 2a 10.00-15.00 Komdu þér út úr Myrkrinu Veggspjaldasýning með mismun- andi myndum til að vekja athygli á ákveðnu málefni ásamt tónlist frá framandi löndum. Listasafn Reykja- víkur, Tryggvagata 17 15.00-16.10 Rókókóstund Farið verður aftur til rókókótímans á 18. öld. Unnur Guðjónsdóttir mun dansa hofdans við tónlist eftir Moz- art. Sagt verður frá siðum tímans og drukkið te frá Kína. 11 ára og eldri. KÍNAKLÚBBUR UNNAR, Njálsgata 33 14.00-17.00 Slökun og endurnæring Gong næring, hugleiðsla og einingar- blessun. Ljósheimar, Borgartúni 3 14.00-18.00 Borderlines ljósmyndasýning Verk eftir íslenska listamenn og al- þjóðlega listamenn. Norræna húsið, Sturlugata 5 HLAÐAN GUFUNESVEGI 13.00-17.00 MYSTERIUM – RÁÐGÁTA Komdu, upplifðu, túlkaðu og skynj- aðu sterk og litrík málverk! Hulda Hlín Magnúsdóttir. 13.00-17.00 VATN Pólska ljósmyndarafélagið á Íslandi „Pozytywni” sýnir svarthvíta ljós- myndasýningu. 14.00-14.30 & 15.00-15.30 Birta vetrarins Katla Þórarinsdóttir, dansari og loftfim- leikakona, leikur listir sínar í snjóhvítu silki. Rýmið auðgað og andrúmsloftið þar sem hún hreyfist draumkennt fyrir ofan gesti. Vetrarhátíð – almenn dagskrá 20.30-21.00 Tarmo Finnskur tónlistarmaður. Blanda af vest- og austrænum tónum, frá fólk- tónlist til elektró. Café Haíti, Geirs- gata 7b 20.15-20.45 Dúettinn Hringanóri Unnur Sara Eldjárn og Gréta Rún Snorradóttir flytja íslensk þjóðlög eftir þekkt tónskáld í bland við frumsamið efni. Dómkirkjan, Lækjargata 14a 20.30-21.20 Við Reykjavíkurtjörn – íslensk dægurlög Gerður Bolladóttir sópran og Rúnar Þórisson gítarleikari flytja úrval ís- lenskra dægurlaga. Fríkirkjan, Frí- kirkjuvegi 20.15-21.00 Fimmtudagsforleikur – Hide Your Kids Rokk, magnaðir tónleikar. Fríir diskar í boði. Hitt húsið 21.00-22.00 og 22.00-22.40 Tónleikar með hljómsveitinni Famina Futura og Una Stefáns Áhugaverð folk- og kántrýtónlist. Þær raddir hafa heyrst að Una sé hin íslenska Adele. Hressingarskálinn, Austurstræti 20 20.30-22.00 Take me to the world Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari kanna víðilendur söngleikja- og kabarett- heimsins. Iðnó, Vonarstræti 3 20.15-21.00 Gímaldin og félagar Félagarnir ætla að spila íslenska blús- inn. Íslenski Barinn, við Austurvöll 20.30-21.30 Augu Gláms í myrkrinu Jazzkvintett Jóhönnu Þórhalls spilar og Óttar Guðmundsson segir sögur af draugagangi og myrkfælni í lífi Grettis Ásmundarsonar og Gísla Súrs- sonar. Restaurant Reykjavík, Vestur- gata 2 20.30-21.30 Magnað Myrkur 2, Endurkoma Myrkursins Jón Þór Sigurleifsson spilar frumsam- in lög á kassagítar ásamt endurútsett- um þungarokkslögum fyrir einleiks- kassagítar. Stofan, Aðalstræti 7 21.00-24.00 Svefntónleikar í Tjarnarsal Í lok dags er gott að leggjast niður og tæma hugann. Boðið upp á liggjandi tónleika í myrkvuðum Tjarnarsal. Ráð- hús Reykjavíkur, Tjarnargata 11 19.30-20.00 Opnunaratriði Vetrarhátíðar í Reykjavík 2013 Jón Gnarr borgarstjóri setur Vetrarhátíð í Reykjavík. Opnunarverk hátíðarinn- ar „PIXEL CLOUD“ eftir arkitektinn Marcos Zotes umbreytir Austurvelli í stór- brotna upplifun ljóss, lita og hreyfingar við tónlist frá „Cosmos“ sem er verk- efni Edda Egilssonar. Við Austurvöll FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR Sjá nánar á vetrarhatid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.