Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 24
6. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR4 ● Vetrarhátíð RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR, TJARNARGATA 11 13.00-13.30 Balkandansar Sungin verða búlgörsk þjóðlög og sýndir búlgarskir þjóðdansar. Kennd verða einföld dansspor og áhorfendur fá að taka þátt í dansinum. 14.00-15.30 Kjuregej og félagar Tónleikar listakonunnar Kjuregej ásamt félögum sínum Charles Ross, Halldóri Warén og gestahljóðfæraleikurum. Tónlist m.a. frá Jakútíu ásamt íslensk- um og rússneskum sönglögum. 15.50-16.10 Alþjóðlegir hringdansar, línudans og sorba Félagar í íþróttafélaginu Glóð í Kópa- vogi sýna dansatriði sem unnið er úr alþjóðlegum hringdönsum, línudansi og sorba. 13.00-17.00 Langar þig að læra að ljúga, blekkja og svindla í spilum? Þetta eru mikilvægir eiginleikar í nokkrum stórskemmtilegum spilum sem Spilavinir kenna ásamt fullt af öðrum spilum fyrir alla fjölskylduna. STENDUR YFIR ALLA HÁTÍÐINA 18.00-19.00 & 20.00-21.00 Skuggaskógur í Öskjuhlíð Massimo Santanicchia og Osram bjóða upp á spennandi ævintýraferð um kynjaveröld Öskjuhlíðar sem hefst við Nauthól og endar við Perluna með leið- sögufólki frá Skógræktarfélagi Reykja- víkur. Hér fær skógurinn aðra ásjónu í samspili ljóss og skugga. Takið með ykkur vasaljós! Nauthólsvegur 106 Sjá opnunartíma Alliance française Hulinhjálmur Listakona frá Frakklandi tengir saman það lífræna og ólífræna í íslenskri nátt- úru. Alliance française, Tryggvagötu 8 Sjá opnunartíma Borgarbókasafns Nordicomics Islands – sýning Norrænar myndasögur verða til sýnis, þ.á.m. höfundar frá Íslandi, Grænlandi og Álandseyjum. Borgarbókasafn, Tryggvagata 15 Sjá opnunartíma Norræna hússins. Alþjóðlega vídeóhátíðin 700IS Hreindýraland, sýning á verkum eftir alþjóðlega listamenn. Salurinn í Nor- ræna húsinu, Sturlugata 5 11.00-18.00 föstudag, 11.00- 16.00 laugardag & sunnudag HÚM Sædís Bauer Halldórsdóttir gull smiður og Bjarni Sigurðsson leirlistamaður. Gallerí Sædís gullsmiðja, Geirsgata 5b 13.00-20.00 Sýning á verkum Ljósmyndaskólans Afrakstur fimm anna náms í skapandi ljósmyndun. Verk af ýmsum toga. Salt- félagshúsinu, Grandagarður 2 18.00-22.00 föstudag til sunnudag Grænt ljós 2 Hrár salurinn myndar fjölbreytt sam- tal milli verks og áhorfenda. Birgir Sigurðsson myndlistarmaður, höf- undur tónverks Oddur Garðarsson. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík, Ný- lendugata 15 11.00-18.00 föstudag, laugar- dag og sunnudag Ljósmyndasýning á verkum Timo Jokela Ljósmyndir af verkum sem unnin eru með náttúrulegum efnum s.s. tré, snjó og ís. Ráðhús Reykjavíkur SAFNASTRÆTÓ  SJÁ BLS. 2 19.00-20.00 Víkingar úr Sögusafni Perlunnar verða á vappi um strætó 20.00-23.00 S.L.Á.T.U.R., verkefni Samtaka listrænt ágengra tónskálda umhverfis Reykja- vík, miðar að því að búa til einhvers konar ormagöng milli strætisvagna. 19.00-20.00 Gjörningur Kristín Helga Káradóttir verður með gjörning í strætó og í Norræna hús- inu. ALLIANCE FRANÇAISE, TRYGGVAGATA 8 19.00-23.00 Hulinhjálmur – opnun Listakona frá Frakklandi tengir saman það lífræna og ólífræna í íslenskri náttúru. ÁRBÆJARSAFN, LÆKJARGÖTUSALUR 20.00-20.40 Ljóðahópur frá Gjábakka Hópurinn flytur ljóð, ræðir um bragar- hætti og myndmál og ástæður þess að fólk semur ljóð. 21.00-21.40 Útijóga Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir jóga- kennari kynnir útijóga í og við náttúru perluna Elliðaárdal. 22.00-22.40 Dúettinn Hringanóri Frumsamin lög og sérstaklega útsett þjóðlög fyrir söng, gítar og selló. 23.00-23.40 Rökkurleiðsögn Gengið um og frásagnir sagðar sem kunna að vekja óhug og hrylling. ÁSMUNDARSAFN  LISTASAFN REYKJAVÍKUR, SIGTÚN 19.00-24.00 Sköpum stjörnur – kviksjársmiðja Geimþráin er forvitnileg tilfinning sem margir kannast við. 21.00-22.00 Leiðsögn um sýninguna Inn í kviku Áhersla á að draga fram ýmsa átaka- þætti í lífi og ævi Ásmundar í samtali við verk hans. 22.00-22.30 Blikandi stjörnur Sönghópurinn er landsþekktur gleði- gjafi og hefur komið fram á listahátíð- um fatlaðra víða erlendis. 19.00-24.00 Hugsað í formum Í píramídanum er endurgerð af vinnu- stofu Ásmundar þar sem ljósi er varp- að á vinnuaðstöðu hans. BORGARBÓKASAFN, TRYGGVAGATA 15 20.30-22.30 Ljóðaslamm – Bilun Ungt fólk 15-25 ára etur kappi í ljóð- list. Þemað er bilun. 21.30 Ljóðaslamm Christian Ritter, þýskur ljóðaslamm- ari og gestur keppninnar í ár, kemur fram í hléi. 23.00-23.30 Something the Place Suggested Innsetning eftir danshópinn Raven. Dansarar eru þær Clara Folenius og Ellen Harpa Kristinsdóttir. BORGARSKJALASAFN REYKJA VÍKUR, TRYGGVAGATA 15 19.00-24.00 Skjalaskot af íþróttasögu höfuð- borgarinnar Sýning á skjölum, ljósmyndum og munum sem tengjast íþróttafélaginu Víkingi, mótorhjólaklúbbnum Eldingu, Melavelli, Trukkaklúbbi TBR og fleiru. 19.00-24.00 Leynist íþróttasaga Reykjavíkur á heimili þínu? Íþróttafélög hafa verið hvött til að af- henda skjöl til varðveislu og hefur verið reynt að hafa upp á skjölum eldri félaga. Gestum gefst kostur á að koma með skjöl til varðveislu. 19.00-20.00 Hver er á myndinni? Íþróttamynd- ir rýndar Safnið leitar til almennings með að þekkja fólk og atburði á íþróttamynd- um fyrri ára. 20.00-20.30 Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur flytur erindi um dauðann Ég á mér draum um betra líf og betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Og dauðinn er aðeins upphaf að betri tíð. 20.00-21.00 Ljósmyndir frá Golfklúbbi Reykja- víkur Hjálpið starfsmanni að þekkja fólk og atburði á ljósmyndunum. Golfar- ar sérstaklega hvattir til að heimsækja safnið. 21.00-21.30 Björn Hróarsson fer með nútíma- draugasögur Jarðfræðingurinn og rithöfundurinn lýsir draugagangi í nútímanum með áhrifamiklum sögum úr bók sinni Narfa. 21.45-23.00 Íþróttasaga Reykjavíkur í ljós- myndum á tjaldi – fyrir 1980 Kíkið við! Setjist niður með kaffisopa og rifjið upp minningar með vinum og vandamönnum. 22.00-22.45 Jón Þór Sigurleifsson, einleikur á rafgítar Frumflutt verður einleiksverk samið fyrir átta strengja rafgítar. Tónsmíð- arnar eru minimalískar en áhrifamikl- ar, drungalegar á köflum en fallegar á öðrum. 23.00-23.45 Íþróttasaga Reykjavíkur í ljós- myndum á tjaldi – eftir 1980 BÓKASAFN GARÐABÆJAR, GARÐATORGI 7 19.30-20.00 Leikspuni nema af leiklistarbraut FG Nemendur verða með uppákomu fyrir börn á öllum aldri. 20.45-21.12 Klippt og skorið Fyrirlestur um „Skapandi bókverk“ með Sigurborgu Stefánsdóttur myndlistar- konu. Kynning á verkum „Arkanna“. 21.45-22.15 Breimleikar á Bókasafninu Svavar Knútur heldur stutta og skemmtilega tónleika. BÓKASAFN GARÐABÆJAR  ÚTIBÚ ÁLFTANESI, ÁLFTANESSKÓLA 19.30-19.50 Sönghópurinn Sönglist Stúlkur úr Álftanesskóla taka nokkur lög undir stjórn Guðrúnar Árnýjar Karls- dóttur. 20.30-21.00 Menning á Álftanesi fyrr og nú Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunar- og sagnfræðingur, verður með fyrirlestur. BÓKASAFN HAFNARFJARÐAR, STRANDGATA 1 19.00-24.00 Dúkkulísurnar Hljómsveitin Dúkkulísurnar sýnir muni frá ferli sínum. Hver man ekki eftir „Pamelu í Dallas“? 19.00–24.00 Hraunið í myrkrinu Helga Ingólfsdóttir sýnir handverk unnið úr hrauni og notast meðal ann- ars við lýsingu. 19.00-24.00 Sýning leikskólabarna Börn frá leikskólanum Hvammi sýna verk undir yfirskriftinni „Magnað myrkur“. 19.00-24.00 Ratleikur um bókasafnið Skemmtileg leið til að skapa spennu og laða fram keppnisskapið. Vegleg verð- laun og allir fá glaðning. 19.00-20.30 Spáð í spilin Sigríður Klingenberg spáir fyrir fólki. 19.30-20.30 Renn wenn du kannst Kvikmyndasýning á vegum Goethe- Institut. 20.30-21.00 Karlakór Sjómannaskólans 40 manna kór sem vann söng- keppni framhaldsskólanna árið 2012. 20.30-22.00 Drei Kvikmyndasýning á vegum Goethe- Institut. Myndin fjallar um par á fimmtugsaldri sem verður ástfangið af sama manninum. 22.00-23.00 Cease Tone Hafsteinn Þráinsson tekur lagið og kynnir um leið disk sinn „Pandora´s Music Box“. BÓKASAFN KÓPAVOGS, HAMRABORG 6A 19.30-20.00 & 20.30-21.00 Einar einstaki Töframaðurinn skemmtir börnum. 20.00-22.00 Sirrý spákona Spákonan Sirrý spáir fyrir gestum. 21.30-22.00 Kristján Frímannsson Rætt verður um drauma við gesti og gangandi. 23.00-23.30 Svavar Knútur með lifandi tón- list BÓKASAFN SELTJARNARNESS, EIÐISTORGI 19.30-24.00 Sýningaropnun Nýstárleg hönnun á lömpum, ljós- um og lýsingu fær sín notið í myrkv- uðum salnum. Leitað verður leiða við að kynna ólík lýsingarform. 20.00-22.00 Fjölskyldusmiðja Þátttakendur vinna verkefni tengd sköpun á eigin ljósi á sínum hraða með hönnuði og leiðbeinendum. 20.00-20.30 & 22.00-22.30 Leiðsögn og spjall Kynnt verða hefðbundin og óhefð- bundin ljós og lýsing. Safnanótt föstudaginn 8. febrúar KÆRLEIKAR 17.00-18.00 Lokaatriði Vetrarhátíðar Markmið Kærleikanna sem listamaðurinn Bergljót Arnalds stendur fyrir er að efla samkennd, hlýju og kærleika í samfélaginu. Vilborg Arna Gissurar- dóttir suðurpólsfari mun koma og segja nokkur orð. Eldgleypar verða á staðnum, Sóla sögukona, Leikhópurinn Perlan, Sönglist, Björgunarsveitirnar ásamt fjölda góðra gesta. Börnum verður boðin andlitsmálun í boði Andlits- málunar Öldu Brynju. Hist verður fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar. Þaðan verður gengið í Kærleiksgöngu og mun Lúðrasveitin Svanurinn leiða gönguna. Endað verður fyrir framan leikhúsið Iðnó þar sem Vocal Project undir stjórn Matta Sax syngur. Í lokin býður Mjólkursamsalan og leikhúsið Iðnó upp á heitt súkkulaði fyrir þá sem vilja hlýju í kroppinn. Einkennislitur hátíðarinnar er rauður og fá allir þeir sem vilja hjörtu sem börn á frístunda- heimilum hafa búið til. Austurvöllur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.