Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 31
5MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2013
Fjármálaeftirlitið (FME) vísaði
alls ellefu málum til embættis
sérstaks saksóknara á síðasta ári.
Engin þeirra mála voru send til eft-
irlitsins frá Kauphöll Íslands en
fjögur þeirra eru enn í rannsókn.
Þetta kemur fram í svari FME við
fyrirspurn Markaðarins um málið.
Greint var frá því í síðustu viku
að Kauphöllin hefði vísað 21 máli
til FME á síðasta ári. Átta þeirra
mála voru vegna gruns um mark-
aðsmisnotkun og tvö vegna gruns
um ólögleg innherjaviðskipti. Í
svari sínu um afdrif málanna sem
Kauphöllin sendi segir FME að
fjögur þeirra hafi farið í rannsókn,
skoðun sé ólokið á sjö málum en
lokið í 14 málum. Því er ljóst að tíu
mál sem tekin hafa verið til skoð-
unar hafa ekki verið rannsökuð
frekar. FME hefur enn sem komið
er ekki vísað neinu þeirra mála
sem komu frá Kauphöllinni í fyrra
til embættis sérstaks saksóknara. Í
svari FME segir einnig að eftirlitið
vilji taka fram að „Kauphöll sendir
mál til frekari skoðunar hjá Fjár-
málaeftirlitinu ef hún sér einhver
frávik. Á þeim
geta svo reynst
fullkomlega
eðlilegar skýr-
ingar. Eðlilegt
er því að tala
um ábendingu í
þessu sambandi.
Ábendingar geta
svo í einhverjum
tilvikum leitt til
rannsókna“.
Í síðustu ársskýrslu FME, sem
birt var í lok október 2012, segir
að formlegum rannsóknum eftir-
litsins á meintum efnahags brotum
í aðdraganda fjármálaáfallsins
haustið 2008 hafi lokið um ára-
mótin 2012-2013. Í október 2012
hafði FME lokið rannsókn á alls
167 málum. „Alls hafa 49 mál tengd
aðdraganda hrunsins verið kærð
til efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra eða embættis sér-
staks saksóknara. Jafnframt hefur
34 málum, þar sem um er að ræða
meint brot á almennum hegningar-
lögum, verið vísað til embættis sér-
staks saksóknara.“ Umrædd brot
eru í öllum flokkum brota. Þrem-
ur málum var lokið með sektum
og 81 máli án aðgerða. Frá síðustu
áramótum mun rannsóknarteymi
FME einungis rannsaka samtíma-
mál. Samhliða hefur verið fækk-
að í teyminu.
FME vísaði 11 málum
til sérstaks árið 2012
Fjármálaeftirlitið hefur vísað tæplega 100 málum til embættis sér-
staks saksóknara frá hruni. Af því 21 máli sem eftirlitinu barst frá
Kauphöllinni í fyrra hafa fjögur mál verið tekin til rannsóknar.
EFTIRLITSMÁL
Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is
Rannsókn bresku efnahagsbrota-
deildarinnar (SFO) á falli Kaup-
þings hefur kostað stofnunina 745
milljónir króna. Tveir þriðju hlut-
ar þeirrar upphæðar er tilkom-
inn vegna þess að SFO var gert
að greiða málskostnað bræðranna
Vincents og Roberts Tchenguiz,
sem voru á meðal þeirra sem voru
til rannsóknar. Þetta kemur fram
í skriflegu svari breska dóms-
málaráðuneytisins við fyrirspurn
í breska þinginu frá 23. janúar síð-
astliðnum. Rannsókn á málefnum
Kaupþings var hætt í október á
síðasta ári. SFO viðurkenndi auk
þess að mistök hefðu verið gerð við
rannsókn málsins.
Fréttablaðið greindi frá því að
SFO hefði eytt um 1,3 milljónum
punda, um 270 milljónum króna, í
rannsókn sína á Kaupþingi fyrr á
þessu ári. Þar af hefðu 729 þúsund
pund, 151 milljón krónur, farið í að
greiða átta ráðgjöfum sem aðstoð-
uðu við rannsóknina. Um 417 þús-
und pund, 86 milljónir króna, hefðu
farið í að greiða málflutnings-
mönnum og afgangurinn í launa-
greiðslur til þeirra starfsmanna
SFO sem unnu að rannsókninni.
Til viðbótar var SFO dæmt til
að greiða málskostnað Tchenguiz-
bræðranna vegna langvarandi
málaferla sem fylgdu í kjölfar
rannsóknar stofnunarinnar á
bræðrunum. Í svarinu segir að
þegar hafi verið greiddar 2,4 millj-
ónir punda, um 475 milljónir króna,
vegna þessa. Samtals nemur kostn-
aður SFO vegna rannsóknarinnar
því um 745 milljónum króna.
Kostnaðurinn gæti hækkað um-
talsvert þar sem bræðurnir Vin-
cent og Robert Tchenguiz, sem
voru á meðal hinna grunuðu, hafa
farið fram á himinháar skaða-
bætur frá stofnuninni vegna þess
skaða sem þeir telja sig hafa orðið
fyrir vegna rannsóknarinnar, en
hún snerist að mestu um lánveit-
ingar Kaupþings til bræðranna.
Vincent og Robert eru taldir fara
fram á samtals um 400 milljónir
punda, 83 milljarða króna, í bætur
vegna þess skaða sem þeir telja sig
hafa orðið fyrir vegna rannsóknar-
innar. Málaferlin, sem talið er að
muni standa í átta vikur, munu lík-
ast til ekki hefjast fyrr en í byrjun
árs 2014. - þsj
Rannsókn á falli Kaupþings í Bretlandi kostnaðarsöm:
Kostnaður SFO alls
745 milljónir króna
EKKI BÚIÐ Vincent Tchenguiz og Robert
bróðir hans hafa farið fram á himinháar
skaðabætur. MYND/LUCIENNE SENCIER
11
er fjöldi þeirra
mála sem
FME vísaði
til sérstaks
saksóknara á
síðasta ári.
21
er fjöldi
þeirra mála
sem Kaup-
höllin vildi
að FME tæki
til skoð-
unar á árinu
2013.
7
er fjöldi þeirra
Kauphallar-
mála þar sem
skoðun FME
er enn ólokið.
4
er fjöldi
þeirra Kaup-
hallarmála
sem FME er
enn með í
rannsókn.
ÓLAFS ÞÓRS
HAUKSSONAR
Velkomin í Chevrolet salinn
Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 12-16
Chevrolet Captiva sportjeppinn er hlaðinn aukabúnaði sem eykur getu hans og akstursánægju
við erfi ðustu aðstæður. Hann bregst við náttúruöfl unum eins og innfæddur. Þess vegna er hann
einn vinsælasti jeppinn á landinu. Íslendingar þekkja Captiva.
CHEVROLET CAPTIVA:
Sjö manna sportjeppi
Chevrolet Captiva LT Dísel ssk. Verð kr. 6.890 þús.
Chevrolet Captiva LTZ Dísel ssk. Verð kr. 7.390 þús.
Hluti af staðalbúnaði Captiva LT:
Aukalega í Captiva LTZ: