Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 20
FÓLK|
um ferðir barnanna sem þau fara
ávallt í samfylgd fullorðinna fjölskyldu-
meðlima.
„Þátttaka í ferðirnar er gríðarlega
góð og allt að 120 manns sem hafa
mætt í fuglaskoðun, sveppamó og
hellaferðirnar sem hafa verið vinsæl-
astar. Margir koma í hverja einustu ferð
og er gaman að sjá krakkana hópa sig
saman og vináttuna sem myndast á
milli þeirra.“
Brynhildur og eiginmaður hennar,
Róbert Marshall alþingismaður, eru
mikið útivistarfólk og eiga samtals fimm
börn sem þau hafa ferðast með frá
blautu barnsbeini.
„Róbert kemur með mér sem
fararstjóri í hverja ferð Ferðafélags
barnanna. Tvö elstu börnin eru sem
næst uppkomin en þrjú yngstu börn-
in koma með okkur. Krakkar upplifa
ferðalög öðruvísi en fullorðna fólkið og
horfa eftir því smáa í náttúrunni. Allt
er sveipað ævintýraljóma og gull finnst
í hverju spori, hvort sem það er rjúpa,
ber, bein, steinn eða allt þar á milli og
allt er jafn merkilegt.“
Brynhildur brýnir fyrir fólki að klæða
sig vel fyrir ferðina á föstudaginn því
kalt sé í vetrarríkinu.
„Þá leggjum við mikla áherslu á gott
nesti sem alla langar að borða; heitt
kakó, gott brauð með áleggi og gúm-
melaði. Þegar snjóhúsagerðinni lýkur
kveikjum við á vasaljósum eða setjum
höfuðljós á kollinn og göngum í kring-
um Eldborgargíg sem er náttúruvætti
skammt frá Bláfjöllum. Þetta verður því
líka rannsóknarleiðangur, til að athuga
hvernig það er að labba í rökkri og
mögnuðu myrkri.“ ■ thordis@365.is
GAMAN Í SNJÓNUM
Ævintýrin gerast hjá
Ferðafélagi barnanna. Í
forgrunni er snótin Þór-
hildur Helga Pálsdóttir.
MYND/FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
UPPLÝSINGAR O
Nýtt námskeið
hefst 26. október 8. febrúar
www.enskafyriralla.is
Skipuleggjum einnig námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga.
Enskuskóli Erlu Ara
Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði fyrir byrjendur
og lengra komna. Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám
í skólanum, langflest konur á aldrinum 40 ára og eldri.
Við bjóðum upp á: 10 getustig með áherslu á tal.
Styrkt af starfsmenntasjóðum.
Skráning í síma 8917576 og erlaara@gmail.com
Þú ert velkominn í heimsókn og tekur ákvörðum eftir fyrsta tíma hvort þú viljir taka þátt.
Ferðaskipuleggjandi
Facebook, vertu vinur
facebook.com/enskafyriralla
Verð: ca 230 þúsund;
allt innifalið.
Ferming í Flash
Ótrúlegt
úrval af
fermingar-
kjólum
MorGUnþÁT
turinn Ómar
alLa vIRka
dagA kl. 7
FERÐIR
Hjónin Inga Geirsdóttir og Snorri Guðmundsson hafa undanfarin ár verið búsett í Glasgow í Skot-
landi og rekið ferðaþjónustufyrirtækið
Skotgöngu. Fyrirtækið býður upp á
úrval skemmtilegra ferða, til dæmis
gönguferðir, hálandaferðir og viskí-
ferðir í bland við hefðbundnari ferðir.
Upphaflega fluttu hjónin út árið 2005
þegar Snorri hóf störf hjá skosku tölvu-
fyrirtæki. Stofnun fyrirtækisins gerðist
hins vegar fyrir tilviljun þegar Inga hóf
að labba með vinkonum sínum í Skot-
landi og skipuleggja ferðir fyrir þær.
„Þetta vatt síðan upp á sig og vöxturinn
varð jafn og þéttur næstu árin þar til
kreppan skall á. Í upphafi voru þetta
mest kvennaferðir sem voru skipu-
lagðar á meðan karlarnir voru í golfi og
fórum við með mörg hundruð Íslend-
inga árlega í gönguferðir.“
Reksturinn tók stóra dýfu eftir að
kreppan skall á en hjónin ákváðu þó
að gefast ekki upp og hófu sókn inn á
skandinavíska markaðinn. Undanfarin
ár hefur viðskiptavinum frá Svíþjóð
og Danmörku fjölgað jafnt og þétt og
einnig Hollendingum.
Vinsælasta ferðin heitir West High-
land Way og er lengsta gönguferð Skot-
lands. Ferðin er yfirleitt farin á sjö
dögum en þó er boðið upp á ýmsa val-
möguleika fyrir þátttakendur sem vilja
labba styttri hluta hennar. Einnig er boð-
ið upp á vinsælar ferðir til vatnahéraða
Englands sem heita Windermere Way.
Inga segir marga Íslendinga ekki gera
sér grein fyrir fegurð Skotlands en þegar
þeir kynnist landi og þjóð komi þeir
aftur og aftur. „Hér býr einstaklega gott
og skemmtilegt fólk. Náttúran og lands-
lagið hér er einstakt og svipar að mörgu
leyti til Íslands nema hér er allt grænna.
Veðurfarið er milt allt árið og hitinn yfir
sumarið er yfirleitt um 20-22 gráður.
Margir halda að það rigni mikið í Skot-
landi en það er mikill misskilningur. Svo
má nefna að margar gönguleiðir inni-
halda pöbba á miðri leið flesta dagana.
Sumir kalla þetta pöbbaröltið og verða
voðalega sorgmæddir ef það kemur
dagur án pöbbs.“ ■ starri@365.is
PÖBBARÖLT
Í SKOTLANDI
FEGURÐ SKOTLANDS Skotar eru höfðingjar heim að sækja. Landið býr yfir
einstakri náttúru og landsmenn eru einstaklega gott og skemmtilegt fólk.
GLÆSILEGT ÚTSÝNI Frá göngu í Vatnahéraði Englands. Windermere-vatnið í baksýn. MYND/ÚR EINKASAFNI
SAMHELDIN HJÓN
Inga Geirsdóttir og
Snorri Guðmundsson
reka saman Skotgöngu.
MYND/ÚR EINKASAFNI
GENGIÐ Í BLÍÐUNNI
Vinsælasta gönguferð
Skotgöngu er West
High land Way.
MYND/ÚR EINKASAFNI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir