Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 8
6. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 EcoFuel-tæknin nýtir bensín og metangas og sparar þannig allt að 46% af eldsneytis- kostnaði. Metanbílar eru umhverfisvænir og bera því engin aðflutningsgjöld. Þeir sem kaupa verksmiðjuframleiddan Volkswagen Passat metanbíl í febrúar fá frítt metangas í eitt ár*. Að auki fá eigendur Passat EcoFuel frítt í stæði í Reykjavík ásamt því að njóta hagstæðari kjara á lánum hjá fjármögnunarfyrirtækjum. Passat Variant kostar aðeins frá 4.690.000 kr. Passat Variant EcoFuel Comfortline Plus, 150 hestafla, beinskiptur. www.volkswagen.is Lækkaðu eldsneytiskostnaðinn um allt að 46% Metan 9.843 kr. Dísil 13.801 kr. Bensín 18.242 kr. **Miðast við eldsneytisverð eins og skráð er hjá Olís og Metan 31. janúar 2013. Eldsneytiskostnaður Volkswagen Passat á hverja 1.000 km** *Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu var meðalakstur fólksbíla 12.255 km árið 2011. Miðað við 6,6 m3 meðaleyðslu Passat EcoFuel er árlegur eldsneytiskostnaður því 120.000 kr. miðað við verð á metani 31. janúar 2013. Tilboð í febrúar. Frítt metan í eitt ár! DÓMSMÁL Almennir borgarar hafa í auknum mæli freistað þess að taka lögin í sínar hendur síð- ustu misseri, að mati lögreglu, og jafnvel beitt ofbeldi til að rétta sinn hlut eða annarra sem þeim finnst hafa verið brotið á. Þetta eigi þó aðeins við um kynferðis- afbrotamál. Fræðimaður segir þróun til aukins hömluleysis í þessum málum mega rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Við erum með tvö nýleg tilfelli sem tengjast kynferðisafbrota- málum, annars vegar á Skaga- strönd og hins vegar á Eyrar- bakka, en svo kom líka upp svipað mál í okkar umdæmi á Þórs- höfn í fyrra. Þetta veldur okkur áhyggjum og að okkar mati er þetta ótækt. Þó svo að einstak- lingar hafi talið á sér brotið eða telji að þeir hafi verið beittir mis- rétti er þetta ekki lausnin,“ segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, í samtali við Frétta- blaðið. Gunnar bætir því við að almenningur verði að átta sig á því að til séu réttar leiðir til úrlausnar, meðal annars í gegn- um dómskerfið. Hefndaraðgerðir séu aldrei til bóta og geti haft víð- tækar og slæmar afleiðingar auk þess sem sumir sem grípa til slíks koma til með að dauðsjá eftir öllu. „Við hvetjum fólk til að halda ró sinni og forðast það að taka ger- ræðislegar ákvarðanir sem verða til þess að maður gerir eitthvað sem erfitt er að taka aftur síðar.“ Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, rekur aukningu í þessum málum til tveggja meginþátta. Annars vegar er það fráhvarf frá þöggun um kynferðisafbrot og hins vegar aukið hömluleysi í viðbrögðum Brot gegn börnum hafa kallað á hömlulaus viðbrögð Lögregla verður vör við að fólk reyni að taka lögin í sínar hendur. Félagsfræðingur rekur ástandið aftur til samfélagsbreytinga frá því fyrir hrun. Nauðsynlegt sé þó að beisla reiðina og treysta á að kerfið virki. Allnokkur tilfelli hafa komið upp á síðustu misserum þar sem ofbeldisverk tengjast kynferðisbrotamálum auk þess sem nafngreint fólk hefur verið sakað opinberlega um kynferðisbrot. ➜ 11. febrúar 2012– Þórshöfn Ungur maður gengur í skrokk á eldri manni. Segist vera að hefna fyrir kynferðisbrot mannsins gagnvart sér. ➜ 12. janúar 2013– Stokkseyri Skemmdir unnar á íbúð manns sem er í haldi lögreglu, grunaður um kynferðisbrot gegn þremur ungum börnum. ➜ Janúar 2013– Kópavogur Íbúi í Kópavogi dreifir blaði með mynd og nafni nágranna síns, þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn stúlku mörgum áratugum áður. ➜ 2. febrúar 2013– Eyrarbakki Skotið af byssu inn um glugga hjá konu sem sakaði áður fyrrverandi stjúpföður sinn um kynferðisbrot gegn sér. ➜ 3. febrúar 2013– Skagaströnd Ungur maður misþyrmir afa sínum við annan mann. Afinn hefur verið kærður fyrir brot gegn öðru barnabarni. ➜ 2013 Stofnaðar hafa verið síður á Facebook þar sem birtar eru myndir af mönnum sem sakaðir eru um kynferðisbrot gegn börnum. Í athugasemd- um er talað um að vinna mönnunum mein á ýmsan hátt. Sex nýleg dæmi um hömluleysi? REIÐINA SKYLDI HEMJA Lögreglan hefur orðið vör við aukna tíðni þess að fólk taki lögin í sínar hendur í kynferðis- afbrotamálum. Fræðimaður segir hömluleysi ríkja en það að svara harm- leik með öðrum harmleik geri málin enn verri. Myndin er sviðsett. fólks, sem hann tengir breyting- um og uppgjöri í samfélaginu sem reka má til aðdraganda hrunsins. „Þessi umræða um kynferðis- brot gegn börnum undanfarið hefur losað um eitthvað í þjóð- arsálinni og viðbrögðin hafa oft verið hömlulaus. Þar er fólk að fara fram úr sér og gerir einungis illt verra með því að svara harm- leik með öðrum harmleik og það er dapurlegt að horfa upp á.“ Helgi segir að í slíkum tilfellum sé nauðsynlegt að beisla reiðina og beina henni inn í eðlilegan farveg. „Ef við leyfum reiðinni að ná stjórninni getur það haft ófyrir- séðar afleiðingar. Kerfið er kannski illa búið eins og er en þá verðum við, sem samfélag, að taka á því. Samfélaginu verður að vera ljóst að kerfið megni að sjá um þessi mál.“ thorgils@frettabladid.is KÍNA Dómstóll í Peking hefur veitt bandarískri konu skilnað á grundvelli heimilis ofbeldis og skipað fyrir um að konan fái þriggja mánaða vernd gegn manninum. Málið hefur vakið mikla athygli, enda í fyrsta skipti sem konu er veitt þessi vernd í borginni. Konan, Kim Lee, greindi opin- berlega frá ofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi eiginmanns síns, Li Yang. Li er þekktur millj- arðamæringur í Kína. Litið er á dóminn sem jafn- réttis sigur, þar sem skilnaður er enn sjaldan veittur vegna heimilis ofbeldis í Kína. - þeb Fékk vernd frá eiginmanni: Skilnaður í Kína tímamót STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er nú staddur í Kína til að sinna hinum ýmsu málefnum. Meðal annars ætlar ráðherrann ásamt liði sínu að eiga fundi með kínverskum ættleið- ingarfélögum til að efla tengsl og samskipti milli landanna. Kristinn Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar ættleið- ingar, fagnar ferð Ögmundar og segir afar mikilvægt að styrkja samstarfið milli landanna. „Það er nauðsynlegt að eiga gott sam- starf við upprunalöndin og partur af því sem við vorum að kvarta yfir í fyrra að við hefðum ekki möguleika á. Svo þetta er alveg frábært,“ segir hann. - sv Innanríkisráðherra í Kína: Efla tengsl fyrir ættleiðingarnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.