Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 2
6. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 ATVINNUMÁL „Við vorum að fá kvartanir frá einstaka félagsmönn- um um að ágengni vímuefnasala væri stundum til óþæginda fyrir þá í vinnunni,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags, um fíkniefnapróf sem Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum er að láta starfsfólk sitt gangast undir. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru ellefu sjómenn reknir af þremur skipum Vinnslustöðvarinn- ar eftir að hafa fallið á fíkniefna- prófum. Allt starfsfólk fyrirtækis- ins getur nú átt von á að þurfa að undirgangast slíkt próf. Arnar segir fíkniefnaneysluna hafa verið falið vandamál. Komið hafi skriður á málið eftir að starfs- fólk kvartaði undan neyslu sumra samstarfsmanna. Vinnslustöðin hafi haft samráð við stéttarfélög- in um hvernig standa ætti að lyfja- prófunum. Drífandi hafi þótt full- víðtækt að senda hvern einasta starfsmenn í próf en sú aðferð hafi þó orðið ofan á. „Kannski er það líka sanngjarn- ast að láta eitt yfir alla ganga,“ segir Arnar, sem kveður flesta í Eyjum ánægða með að tekið sá á málinu. „Það hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið eftir að þetta byrj- aði. Þetta er rosaleg meinsemd en umræðan er að opnast. Þetta er nokkuð sem þarf að taka á og það er verið að því.“ Að sögn Arnars hafa fíkniefna- salar á köflum sótt hart að starfs- fólki Vinnslustöðvarinnar, ekki síst ungmennum sem fái frí á vertíðum til að vinna í fiski og hafi þá nokk- urt fé milli handa. „Það var orðið þannig að sumir foreldrar vildu ekki að börnin sín væru að vinna þarna,“ segir Arnar. „Það hafa ungmenni hætt þarna út af því að þau fengu ekki frið fyrir sölumönnum. Þegar það kom upp var kýlt á að taka á því. Er Vinnslu- stöðin ekki einfaldlega að sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka á þessu?“ gar@frettabladid.is Það hafa ungmenni hætt þarna út af því að þau fengu ekki frið fyrir sölumönnum. Arnar Hjaltalín, formaður verkalýðs- félagsins Drífandi. Eyþór, eru Dalvíkingar litl- góðir söngvarar? „Já. Þeir eru litl-daufu.“ Eyþór Ingi varð um helgina einn af mörgum Dalvíkingum til að sigra í undankeppni Eurovision. Orðfæri Dalvíkinga er oft með þeim hætti að á fárra færi er að skilja þá. Ungmenni sögð flýja ágengni fíkniefnasala Formaður Drífandi stéttarfélags í Vestmannaeyjum segir fíkn hafa verið vanda- mál hjá Vinnslustöðinni. Fíkniefnasalar beini sjónum að ungmennum og sumir foreldrar leyfi þeim ekki að starfa hjá fyrirtækinu. Starfsfólkið hafi kvartað. Samkvæmt sjó- mannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns. ATVINNUMÁL „Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöð- inni, þar á meðal mál tengd notk- un fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síð- ustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönn- um vegna brota á reglum um með- ferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá mál- inu en staðfestir þó að mennirn- ir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinn- ar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undir- menn í hópnum sem fékk reisu- passann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmund- arson, formaður Jötuns, sem kveð- ur Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfja- prófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“ gar@frettabladid.is Féllu á fíkniefnaprófi og misstu skiprúmið Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum rak ellefu sjómenn sem féllu á fíkniefnap rófi. Spurning um öryggi segir framkvæm dastjórinn. Gera á lyfjapróf á öllu star fsfólki Vinnslustöðvarinnar sem áður hafði s amþykkt að gangast undir slíkar rann sóknir. f a Gildistími korta er um hádegi ingarfólks og 14,3 prósent stuðning p DRANGAVÍK VE Um helmingur áhafnar sk uttogarans Drangavíkur féll á fíkniefna- prófi og var strax látinn taka pokann sinn. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SIGURGEIR B. KRISTGEIRSSON. ■ ■ ■ ■ ■ DÓMSMÁL Egill Einarsson hefur stefnt þremur ung- mennum fyrir meiðyrði og krafið hvert þeirra um eina milljón króna í miskabætur. Málin eru höfðuð vegna ummæla sem féllu um meint kynferðisbrot hans, sem ríkissaksóknari felldi niður í fyrra. Málin eru höfðuð á hendur tveimur stúlkum, 19 og 23 ára, og 21 árs pilti, sem tjáðu sig á Facebook- síðu sem Nemendafélag Menntaskólans við Hamra- hlíð kom upp í mótmælaskyni við það að Egill skyldi prýða forsíðu tímaritsins Monitor í nóvember síðast- liðnum. Stúlkurnar fullyrtu að Egill væri sekur um kyn- ferðisbrot og pilturinn birti mynd af Agli og með- fylgjandi skilaboð á ensku um að hann væri nauðg- ari. Málunum var stefnt fyrir dóm í desember og þau hafa öll verið þingfest, tvö í Reykjavík og eitt á Egilsstöðum þar sem önnur stúlkan býr. Egill var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum í lok árs 2011 en málin voru felld niður hjá ríkissaksóknara. Hann hefur kært aðra stúlkuna og vinkonur hennar fyrir rangar sakargiftir og stendur rannsókn þess máls enn yfir hjá lögreglu. - sh Egill Einarsson stefnir þremur fyrir meiðyrði í kjölfar Monitor-viðtals: Egill vill þrjár milljónir í bætur KALLAÐUR NAUÐGARI Þessi mynd, og meðfylgjandi skila- boð, er ástæða einnar málshöfðunarinnar. BRETLAND Vísindamenn hafa notað hauskúpuna af Ríkharði III til að gera eftirmynd af andliti hans, eins og það gæti hafa litið út. Á mánudaginn var skýrt frá því að rannsóknir á erfðaefni beina- grindar sem fannst undir bílastæði í Leicester staðfestu að þarna væru komnar jarðneskar leifar Ríkharðs III. Meðal annars var erfðaefni úr einum afkomenda hans, Michael Ibsen, borið saman við erfðaefni úr beinagrindinni. Ibsen mætti þegar eftirgerð andlitsins var sýnd fjölmiðlum í gær og má sjá greinilegan ættarsvip með þeim. „Þetta lítur ekki út fyrir að vera andlit harðstjóra,“ hafði frétta- vefur BBC eftir Philippu Langley, sem upphaflega hvatti til þess að leitað yrði að beinagrindinni. „Hann er mjög laglegur.“ - gb Vísindamenn hafa gert eftirmynd Ríkharðs III: Líkist varla harðstjóra RÍKHARÐUR OG AFKOMANDINN Michael Ibsen, einn af afkomendum Ríkharðs III, virðir fyrir sér hinn umdeilda forföður sinn. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra vinnur nú að sinni eigin samantekt um komu fulltrúa FBI til Íslands sumarið 2011. Tilefnið er samantekt ríkislögreglu- stjóra og ríkissaksóknara um málið sem birt var í fyrradag. Ögmundur er staddur í Kína og hyggst ekki tjá sig frekar um málið opinberlega. Hann sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í gær og áréttaði þar að FBI-fulltrúarnir hefðu ekki komið til landsins með vilja hans og vitund. Katrín Jakobsdóttir, starfandi innanríkis- ráðherra, greindi ríkisstjórn frá því í gær að Ögmundur ynni nú að greinargerð um málið eins og það horfði við honum. Greinargerðinni verður skilað til ríkisstjórn- ar og utanríkismálanefndar Alþingis í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðis flokksins í alls- herjar- og menntamála- nefnd, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ætla að óska eftir fundi í nefndinni um málið og almennt verklag við lögreglu- samvinnu milli landa. FBI-mennirnir komu hingað í því skyni að ræða við ungan pilt sem hafði boðist til að veita upplýsingar um samtökin Wikileaks. Þrátt fyrir að Ögmundur og Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra hefðu hlutast til um að íslensk lögregla tæki ekki þátt í aðgerð- inni ræddu full trúar FBI við piltinn í fimm daga á hótel- herbergjum í borg- inni. - sh Innanríkisráðherra ítrekar að fulltrúar FBI hafi ekki verið hér á landi með vitund hans og vilja: Ögmundur gerir sína eigin FBI-samantekt ÖGMUNDUR JÓNASSON F DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra úrskurðaði í gær tvo unga menn í gæsluvarðhald fram til morgundagsins vegna árásar á afa annars þeirra á Skagaströnd á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Akureyri hafði farið fram á viku- langt varðhald en ekki var fallist á nauðsyn þess. Árásina má rekja til kynferðis- brota sem afinn er grunaður um gegn barnabörnum sínum. Pilt- arnir tveir, átján og nítján ára, brutust inn á heimili mannsins og veittu honum alvarlega höfuð- áverka. Hann hvílir enn á Sjúkra- húsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. - sh Ekki fallist á varðhald í viku: Í tveggja daga gæsluvarðhald ICESAVE Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, hyggst ekki veita nein viðtöl um niður- stöðu EFTA- dómstólsins í Icesave-málinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðv- ar 2 í gær. Ólafur hefur engin viðtöl veitt þrátt fyrir beiðnir frá íslenskum og erlendum fjölmiðlum. Frétta- stofa Stöðvar 2 fékk það svar frá Bessastöðum að hann hefði tjáð sig nóg um málið. - sh Forsetinn hefur sagt nóg: Mun ekki tjá sig um Icesave ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.