Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 42
6. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 22 27. MAÍ 2012 ÍSLAND-FRAKKLAND 2-3 45 mínútur saman– Ísland vann þær 2-0 Kolbeinn 1 mark Gylfi 1 stoðsending 30. MAÍ 2012 ÍSLAND-SVÍÞJÓÐ 2-3 45 mínútur saman– Ísland tapaði þeim 1-2 Kolbeinn 1 mark 15. ÁGÚST 2012 ÍSLAND-FÆREYJAR 2-0 90 mínútur saman– Ísland vann þær 2-0 Kolbeinn 2 mörk SAMTALS Á ÁRINU 2012 193 mínútur saman– Ísland vann þær 5-2 707 mínútur án þeirra– Ísland tapaði þeim 9-13 Kolbeinn og Gylfi saman árið 2012 SÍMABIKAR KVENNA Í HANDBOLTA ÁTTA LIÐA ÚRSLIT FH - ÍBV 20-24 (7-8) Mörk FH: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Ásdís Sigurðardóttir 4, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Birna Íris Helgadóttir 2, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Gunnur Sveinsdóttir 1, Steinunn Snorradóttir 1. Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 7, Simona Vintila 6, Georgeta Grigore 5, Ivana Mladenovic 4, Ester Óskarsdóttir 2. ÍBV 2 - FRAM 15-42 (6-22) Mörk ÍBV 2: Ingibjörg Jónsdóttir 9, Andrea Atladóttir 3, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 2, Íris Sæmundsdóttir 1. Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 9, Elísabet Gunnarsdóttir 8, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 4, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1 SELFOSS - VALUR 23-32 (14-13) Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Þuríður Guðjónsdóttir 3, Thelma Sif Kristjánsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2, Carmen Palamariu 2, Hildur Øder Einarsdóttir 1, Helga Rún Einarsdóttir 1. Mörk Vals: Dagný Skúladóttir 9, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5, Þorgerður Anna Atladóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Kolbrún Franklín 1, Sonata Viunajte 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1. Selfossliðið náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, 12-8, en náði ekki að halda út á móti Íslands- og bikarmeisturunum. ÍBV, Fram og Valur eru öll komin áfram í undanúrslitin en Grótta og HK spila um fjórða og síðasta sætið á Seltjarnarnesinu í kvöld. ÚRSLIT SÖLU LÝKUR KL. 17 120.000.000 +980.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT 1.100.000.000 Fyrsti vinningur stefnir í 120 milljónir, Ofurpotturinn í 980 milljónir. Ekki gleyma að vera með! Fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 6. FEBRÚAR 2013 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 F ÍT O N / S ÍA 1100 MILLJÓNIR POTTURINN STEFNIR Í Hafdís Sigurðardóttir er í frábæru formi og hún sýndi það og sannaði með því að vinna tvö gull á frjálsíþróttamótinu Raka Spåret i Stokkhólmi. Hafdís bætti sinn besta tíma á árinu í báðum greinum, 400 metra hlaupi og langstökki. Hafdís vann 400 metra hlaupið á 55,89 sekúndum sem er besti tími hennar á ferlinum. Hún vann einnig langstökkið eftir spennandi keppni. Hafdís tryggði sér sigurinn í lokastökki sínu þegar hún stökk 6,11 metra, sem er hennar besta stökk á þessu ári. Hafdís keppti einnig í 60 metra hlaupi þar sem hún komst í úrslit og endaði í fimmta sæti. Hafdís vann tvö gull í Stokkhólmi SPORT FÓTBOLTI Íslenska landsliðið mætir Rússum í kvöld í vináttulands- leik í Marbella á Spáni. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru tvær af stærstu stjörnum íslenska fótboltalandsliðsins í dag og þeir eru báðir með liðinu á Spáni. Íslenska landsliðið lék tíu landsleiki undir stjórn Lars Lagerbäck á síðasta ári en þessir tveir stjörnuleikmenn íslenska liðsins voru aðeins saman inn á vellinum í samtals 193 mínútur, eða bara 21 prósent mínútna sem voru í boði. Það er ekki hægt að kvarta yfir hvernig gekk í þessum þremur leikjum með Gylfa og Kolbein inni á vellinum. Íslenska landsliðið vann þessar 193 mínútur 5-2, þar á meðal vannst fyrri hálf leikurinn á móti Frökkum 2-0. Markatala íslenska liðsins hinar 707 mínútur ársins var 9-13. Lars Lagerbäck talaði um þá báða á blaðamannafundi fyrir leik- inn. „Gylfi Sigurðsson hefur ekki verið að spila eins mikið og hann myndi vilja hjá Tottenham en ég hef trú á því að það muni breyt- ast. Svo er það Kolbeinn Sigþórs- son, sem hefur skorað 8 mörk í 11 landsleikjum fyrir Ísland, tölfræði sem myndi sóma sér vel hjá hvaða stórþjóð sem er,“ sagði Lagerbäck. ooj@frettabladid.is Gylfi og Kolbeinn aðeins saman í 193 mínútur 2012 Tvær stærstu stjörnur íslenska fótboltalandsliðsins verða báðar með í fyrsta leik liðsins á árinu þegar Ísland mætir Rússlandi í Marbella á Spáni í kvöld. Þeir voru aðeins saman inn á 21 prósent leiktímans í fyrra. Félagsskiptaglugginn í íslenska körfuboltanum er nú lokaður, sem þýðir að ekkert lið í Dominos-deild karla eða kvenna getur hér eftir bætt við sig eða skipt út bandarískum leik- manni til loka tímabilsins. Nokkur liðanna gerðu breytingar áður en fresturinn rann út um mánaðamótin og eftir þær eru það aðeins tvö af tólf liðum Dominos-deildar karla sem hafa ekki rekið bandarískan leik- mann á tímabilinu. Grindavík og Stjarnan eru nú einu liðin í karladeildinni sem hafa ekki rekið erlendan leikmann og þau hafa reyndar bæði bætt við sig erlendum leikmanni á miðju tímabili. Stjarnan hóf tímabilið með aðeins einum bandarískum leikmanni en bætti við öðrum um áramótin. Þá bættu Grindvíkingar einnig við þriðja erlenda leikmanni sínum þótt aðeins tveir þeirra megi vera inn á vellinum í einum. Grindavík og Stjarnan eru bæði í baráttunni um deildarmeistara titilinn og mætast í bikarúrslitaleiknum seinna í þessum mánuði. KFÍ og Fjölnir hafa bæði látið þrjá leikmenn fara en Keflavík, KR, ÍR og Tindastóll hafa öll sent tvo leikmenn heim. Annar ÍR-inganna kom þó aftur og Tindastóll notaði Roburt Sallie aðeins í einn leik áður en hann var látinn fara. Snæfell og Skallagrímur voru bæði að reka sinn fyrsta mann á dögunum en Þór Þorlákshöfn og Njarðvík skiptu bæði um Bandaríkjamenn fyrir jól og með góðum árangri. Isacc Miles spilar nú með Fjölni en bæði Tindastóll og ÍR hafa látið hann fara í vetur. Miles hefur leikið tólf leiki í deildinni í vetur og aðeins einu sinni verið í vinningsliði. Bara tvö lið í karlakörfunni hafa ekki rekið Kana í vetur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.