Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2013 | MENNING | 19 TÓNLIST ★★★ ★★ Nordic Affect Mykrir músíkdagar HÖRPA, 2. FEBRÚAR. Nútímatónlist fyrir barokkhljóð- færi hljómar kannski nýstárlega en er það í rauninni ekki. Barokk- fiðlur, semball og klavíkord koma stundum fyrir í poppinu, menn leita allra leiða til að skapa nýstárlegan hljóðheim. Semballinn hefur líka oft komið fyrir í íslenskri samtíma- tónlist. Leifur Þórarinsson heitinn samdi t.d. margt fyrir hljóðfærið. Á tónleikum á Myrkum músíkdögum í Kaldalóni í Hörpu á laugardaginn var þetta þema ríkjandi. Flytjendur voru Nordic Affect, sérlega skemmtilegur hópur sem hefur haldið líflega og fróðlega tónleika. En fyrsta atriði dagskrár- innar olli vonbrigðum. Það var verk sem bar nafnið Kortamel og var eftir Guðmund S. Gunnarsson. Verkið byrjaði með síendurteknum tónahendingum sem voru leiknar á sembal, auk nokkurra annarra hljóðfæra. Hendingarnar voru ekki sérlega áhugaverðar og urðu því fljótt þreytandi. Framvinda verks- ins var sömuleiðis ekki spennandi. Það gerðist fátt. Útkoman var ótta- lega þunn. Svipaða sögu er að segja um ein- leiksverk fyrir sembal eftir Hróð- mar Inga Sigurbjörnsson. Guð- rún Óskarsdóttir spilaði að vísu listavel á sembalinn en tónlistin sjálf var hálfgerður leirburður, ófrumleg og andlaus. Hún skiptist í nokkra stutta kafla. Þar af leið- andi var ekki mikið pláss fyrir að gera eitthvað flókið og margbrotið úr tónefniviðinum. Þeim mun mikil- vægara var að grunnhugmyndirnar væru góðar. Því miður var ekki svo. Sem betur fer rættist úr dag- skránni því næsta tónsmíð, INNI eftir Þuríði Jónsdóttur, var veru- lega áhrifamikil. Halla Steinunn Stefánsdóttir lék á fiðlu síendur- teknar, óljósar tónahendingar, afar veikar. Hún gerði það prýði- lega. Úr hátölurum heyrðist af og til veikt hjal í kornabarni. Mikið var um þagnir. Í rauninni var fiðlu- leikurinn og barnshjalið eins konar rammi utan um þögnina. Fyrir bragðið varð þögnin þrungin merk- ingu. Það var magnað að upplifa. Couleur neige eftir Sophie Dufeu- trelle, sem Georgia Browne spilaði afar fallega á þverflautu, var líka hrífandi. Tónlistin var í fyrstu leitandi en varð smám saman að grípandi laglínu, sem var nánast rómantísk og einkar fögur. Lokatónsmíðin var svo eftir Önnu Þorvaldsdóttur og hét Hljóða hvarf. Eins og títt er um tónlist henn- ar byggðist hún mikið á löngum, myrkum tónum. Þeir voru brotnir upp með alls konar banki og krafsi í sembalinn, sem hér var magnað- ur. Krafsið hefði mátt vera aðeins hærra. Að öðru leyti var tónlistin áheyrileg, að vísu ekki sérlega ris- mikil, en hún var skemmtileg og rann ljúflega niður. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tónleikarnir byrjuðu ekki vel en svo rættist úr þeim. Krafsað í sembal Gerður Bolladóttir sópran og Rúnar Þórisson gítarleikari flytja úrval íslenskra dægurlaga í Frí- kirkjunni annað kvöld, fimmtu- dagskvöldið 7. febrúar. Lögin eru eftir Gunnar Þórðarson, Sigfús Halldórsson, Jón Múla Árnason, Valgeir Guðjónsson, Megas og fleiri og eiga það sammerkt að lýsa hugljúfri stemningu í Reykjavík í gegnum tíðina. Þar má heyra margar þekktar perlur sem höfða til Reykvíkinga á öllum aldri. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 við opnun Vetrarhátíðar. Lýsa ljúfri stemningu GERÐUR OG RÚNAR Stilla saman strengi sína í Fríkirkjunni annað kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2013 Tónlist 21.00 Adda og Dísa Heiðars skemmta á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Útvarps þátturinn Snorri með Orra frá hádegi alla virka daga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.