Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 4
6. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SJÁVARÚTVEGUR Steingrímur J. Sig- fússon atvinnuvegaráðherra hefur á grundvelli tillagna Hafrannsókna- stofnunar ákveðið að heimila veið- ar á 150 þúsund tonnum af loðnu til viðbótar við áður útgefnar afla- heimildir. Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son hefur að undanförnu verið við mælingar á stærð loðnustofnsins úti af Austfjörðum, Norðurlandi og allt að Vestfjörðum. Enda þótt mæl- ingunum sé ekki lokið þykir ljóst að magn kynþroska loðnu á svæðinu sé nokkuð meira en fyrri mælingar sýndu. Niðurstöður benda til þess að hrygningarstofninn sé um 200 þúsund tonnum stærri en mæling- ar frá því í október 2012 bentu til. Í kjölfar þeirra mælinga yrði hrygningarstofn loðnu á vetrar- vertíð 2013 um 720 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun lagði því til í samræmi við aflareglu að leyfðar yrðu veiðar á 300 þúsund tonnum á vertíðinni 2012/2013. Búast má við að leiðangri Árna Friðrikssonar ljúki síðar í lok þessarar viku og mun Haf- rannsóknastofnun í kjölfarið meta niður stöðurnar og veita stjórn- völdum ráðgjöf um heildaraflamark vertíðarinnar. - shá SLYS „Ég held hreinlega að við séum allmörg- um árum á eftir okkur sjálfum. Fjöldi ferða- manna og þeirra sem stunda þessa afþrey- ingu er orðinn svo mikill að þróunin og ramminn utan um það er tíu til fimmtán árum á eftir,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefna- stjóri slysavarna hjá Landsbjörg. Hann telur að búa þurfi til einhvers konar ramma utan um ferðaþjónustu og ferðafélög hér á landi. Fjöldi slysa að undanförnu hefur vakið upp umræðu um öryggismál í ferðamennsku og útvist. Nú síðast lést kona í Esjunni um helgina, en taka skal fram að hún var mjög vel búin og í skipulagðri ferð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög slyssins. Jónas bendir á að hver sem er geti stofnað ferðaklúbb og auglýst gönguferðir án þess að því fylgi nokkrar skyldur, nema ætlast sé til þess að fólk útvegi sér ferðaskipuleggjenda- leyfi. Engin krafa er gerð um búnað, reynslu, menntun eða neitt slíkt. „Það er kannski þetta sem við þurfum að stíga stærri skref í. Það sem er auðvitað aðalmálið er að það þarf að útbúa ramma um þetta. Sá rammi þarf að vera bæði í atvinnugreininni ferða- þjónustu og líka í því sem við getum kallað hálfatvinnugrein, ferðafélög og göngu- klúbbar. Alls staðar þar sem þú kaupir þig inn í eitthvað og færð einhverja þjónustu á móti. Er fólkið að kaupa gæðaþjónustu? Í flestum tilvikum er það svo, en við verðum samt að opna á þessa umræðu.“ Jónas segir það skjóta skökku við að senda fólk á erfið fjöll við oft erfiðar aðstæður, og þeir sem bera ábyrgðina þurfi ekki neitt leyfi til þess. „Þú ferð ekki að nudda fólk án þess að hafa til þess leyfi og færð ekki að keyra fólk í leigubíl innanbæjar án þess að hafa menntun.“ Stór hluti af útköllum Landsbjargar tengist ferðaþjónustu, að sögn Jónasar. „Við erum virkur aðili í ferðaþjónustu, ef það má orða það þannig, og við teljum okkur geta komið með ýmislegt inn í þá umræðu.“ Landsbjörg heldur úti vefnum Safe travel þar sem hægt er að fræðast um ýmislegt er viðkemur útivist. Ferðamálastofa hefur einnig stigið skref í átt að auknu öryggi með gæða- og öryggiskerfinu Vakinn. Til að fá gæðaviðurkenningu frá Ferðamálastofu þarf því að uppfylla ákveðnar kröfur, meðal annars um öryggisáætlanir og menntun og reynslu starfsmanna. Þá er til umfjöllunar í þinginu frumvarp að lögum um skipan ferðamála, þar sem tekið er á einhverjum þessara mála. thorunn@frettabladid.is 232,265 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,40 127,00 199,51 200,47 171,16 172,12 22,943 23,077 23,081 23,217 19,999 20,117 1,3593 1,3673 194,34 195,50 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 05.02.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is LEIÐRÉTT Í dálknum Frá degi til dags í Frétta- blaðinu á föstudaginn var farið rangt með nafn og titil Sigurðar Harðarsonar. Hið rétta er að hann er stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélaginu í Grafarvogi, ekki formaður. Formaðurinn heitir Emil Örn Kristjánsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur 10-15 m/s NV-lands og hlýnar. KAFLASKIPT Í dag hvessir um tíma suðvestan- og vestanlands með úrkomu en í öðrum landshlutum verður hægari vindur, nokkuð bjart fram eftir degi en skýjað síðdegis. Á morgun lítur út fyrir hæglætisveður víða og á föstudaginn hvessir á ný V-til. -2° 4 m/s 0° 11 m/s 0° 6 m/s 6° 10 m/s Á morgun Strekkingur syðst, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 6° 4° 2° 0° 1° Alicante Aþena Basel 16° 15° 9° Berlín Billund Frankfurt 2° 2° 3° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 2° 1° 1° Las Palmas London Mallorca 20° 6° 13° New York Orlando Ósló 3° 24° -2° París San Francisco Stokkhólmur 6° 14° -2° 0° 2 m/s 3° 3 m/s -3° 2 m/s -3° 4 m/s 0° 4 m/s 0° 6 m/s -6° 4 m/s 2° 0° 0° 1° -2° Íslendingar eru mörgum árum á eftir í öryggismálum Ferðamenn og þeir sem stunda fjallgöngur og þess konar útivist eru orðnir svo margir að ramminn utan um iðjuna er tíu til fimmtán árum á eftir. Skoða þarf öryggismálin segir verkefnastjóri hjá Landsbjörgu. VIÐ BJÖRGUNARAÐGERÐIR Stór hluti af útköllum Landsbjargar tengist ferðaþjónustu og félagið er virkur aðili í ferðaþjónustu, að sögn Jónasar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Milford Track í Nýja-Sjálandi er leið sem er mjög áþekk Laugaveginum, 55 kílómetrar og fjórar dagleiðir. Þar má bara ganga aðra leiðina, það verður að gista í skálum, það verður að kaupa leyfi til að ganga leiðina og aðeins ákveðinn fjöldi má fara hana á hverjum degi. Svipað á við ef fara á um Inkaslóðir í Perú. Þessi stýring er alls staðar. Hún er góð svo fremi sem hún skerðir ekki frelsi manna. Stýringin er komin til að vernda fólkið sjálft, tryggja öryggi og vernda náttúruna.“ Stýring til að vernda fólk og náttúru Þú ferð ekki að nudda fólk án þess að hafa til þess leyfi og færð ekki að keyra fólk í leigubíl innanbæjar án þess að hafa menntun. Jónas Guðmundsson verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg Atvinnuvegaráðherra fylgir ráðgjöf Hafró og bætir við loðnukvótann: Bætt við 150.000 loðnutonnum MIÐ-AMERÍKA Í vetur hefur ryð- sveppur herjað af miklu kappi á kaffiplöntur í Mið-Ameríku með þeim afleiðingum að þriðjungur kaffiuppskerunnar er í hættu. Þar með er lifibrauði fjölda fólks í álfunni í voða stefnt, en um ein og hálf milljón manna starfar við kaffirækt í ríkjum Mið-Ameríku. Ryðsveppur er kenndur við ryð vegna þess að blöð kaffi- plöntunnar verða ryðbrún í stað- inn fyrir græn. - gb Kaf iræktendur örvænta: Sveppur herjar á kaffiplöntur GLÍMT VIÐ RYÐSVEPPINN Verka- maður á kaffiplantekru í Hondúras gróðursetur kaffiplöntu. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Sænskir neytendur eru hvattir til að gæta varúðar við kaup á innfluttum notuðum bílum. Glæpasamtök í Evrópu kaupa bíl- garma, oft frá Bandaríkjunum, og gera þá upp. Sænska lögreglan telur að þessir bílar geti verið hættulegir í umferðinni þar sem oft hafi ekki verið gert nægilega vel við þá. Í fyrra voru 65 þúsund bílar frá Bandaríkjunum í Svíþjóð. Af þeim höfðu 12 þúsund orðið fyrir tjóni áður en þeir voru fluttir inn. - ibs Glæpasamtök selja bíla: Bílgarmar í umferðinni 450.000 tonn er heildarloðnukvóti eft ir að afl aheimildar voru auknar í gær.. LÖGREGLUFRÉTTIR Eldur í Álftamýri Hús að Álftamýri var rýmt eftir klukkan þrjú í gær þegar eldur kom upp í uppþvottavél. Slökkvilið var kallað á staðinn en búið var að slökkva mestan eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Slökkvistarf gekk greiðlega og lauk með því að húsið var reykræst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.