Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2013 5Vetrarhátíð ● 20.45-21.00 Meistari Jakob Unglingakór innan Valhúsaskóla flyt- ur lög sem eru vinsæl hjá ungu kyn- slóðinni. 21.15-21.45 Salsamafían Danshópurinn er nýkominn heim frá Kúbu. Fulltrúar hópsins sýna nýj- ustu taktana og bjóða gestum að stíga með sér dans. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR, PAKKHÚSIÐ, VESTURGATA 6 19.00-24.00 Þrjá sýningar í einu húsi Stuttar leiðsagnir um Pakkhúsið og fastasýninguna „Þannig var“. Þema- sýningin „Í anda kaþólskrar mannúðar, saga St. Jósefsspítala“ og leikfangasýn- ingin á efstu hæð Pakkhússins. 19.00-24.00 Ljósagangur Iðnskólans – Matrix Nemendur framkvæma ljósagjörning. 20.00-21.00 Sagnakvöld Byggðsafnsins Sigurborg og Sigurbjörg segja sögur af ömmum og fleiri góðum konum sem fáir hafa heyrt áður og bregða upp svipmyndum af lífi genginna kyn- slóða. 19.00-24.00 Verslunarminjasýning í Beggubúð Verslunarminjasýning í verslunarhús- inu Beggubúð sem byggt var 1906. 19.00-24.00 Hús og saga Bjarna Sívertsens og fjölskyldu Elsta hús Hafnarfjarðar til sýnis. Sívert- sens-húsið var byggt á árunum 1803- 1805. Bjarni rak útgerð, verslun og skipasmíðastöð. 21.00-22.00 Töfrar og dulúð með Siggu Kling Sigga tekur á móti gestum og töfrar fram dulúð og kallar á andana í Sívertsens húsi. GERÐARSAFN  LISTASAFN KÓPAVOGS 19.00-23.00 Tónn í öldu – fyrir börnin Barnaleikir í fylgd með fullorðnum. Börn fá verkefni til að leysa í tengslum við sýninguna Tónn í öldu. Á neðri hæðinni verður í gangi myndbands- verkið Afturgöngur sem er leikbrúðu- ópera. 19.00-20.00 Leiðsögn um sýninguna Tónn í öldu Helgi Þorgils Friðjónsson listamaður verður með leiðsögn. 22.00-22.30 Spunaverk nemenda Listdansskóla Íslands Flutt verður spunaverk unnið út frá sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar Tónn í öldu. GLJÚFRASTEINN, MOSFELLSBÆ 21.00-22.00 Snorri Helgason og Silla spila þjóðlagapopp Þjóðlagapoppbræðingur þar sem sterkar melódíur og kassagítar eru í forgrunni. GRAFÍKSAFN ÍSLANDS, TRYGGVAGATA 17, HAFNARMEGI 19.00-24.00 Grafíkvinamyndin og Stafarugl Listamaður Grafíkvina 2013, Elva Hreiðarsdóttir, sýnir verk sín og grafík- vinamyndir afhentar. Gestir geta þrykkt bókstafinn sinn og myndað saman innsetninguna „stafarugl“. HAFNARBORG, MENNINGAR OG LISTAMIÐSTÖÐ, STRANDGATA 34 19.00-24.00 Aðdráttarafl, hringlaga hreyfing Gestir geta verið þátttakendur í verki Bjarkar Viggósdóttur. Hver og einn getur svifið inn í sitt persónulega rými og skynjað umhverfi safnsins frá alveg óvæntu sjónarhorni. 19.00-24.00 Ingólfur Arnarsson – Teikningar Teikningarnar einkennast af fíngerðum línum, nákvæmni og tíma. Þar á meðal er röð fjörutíu teikninga sem mynda eina grátóna heild. 20.00-20.30 Aðdráttarafl, hringlaga hreyfing Fjölskylduleiðsögn um sýningu Bjark- ar Viggósdóttur þar sem gestir gerast þátttakendur í listaverkinu og upplifa sýningarsalinn á nýstárlegan hátt. 20.00-22.00 Leiðsögn um geymslur safnsins Skyggnst á bak við tjöldin í fylgd starfsmanna. Hver heimsókn er stutt, hámark tíu gestir í einu. 20.30-21.00 Listamannsspjall – Teikningar Ingólfur Arnarsson ræðir við gesti um sýninguna. 21.00-21.30 Listamannsspjall – Aðdráttarafl Björk Viggósdóttir ræðir við gesti um sýninguna Aðdráttarafl, hringlaga hreyfing. 22.00 Tónlist í aðalsal HAFNARHÚS  LISTASAFN REYKJAVÍK, TRYGGVAGATA 17 19.00-24.00 Kvikmyndasýning Valdar stuttmyndir undir handleiðslu Ryan Parteka. Unnið í samvinnu við Kvikmyndafræði við Háskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur. 19.30-20.15 Ofurhetjuleiðangur um safn fyrir krakka 21.00-22.00 Leiðsögn og spjall Leiðsögn og spjall um sýningar í Hafnar húsinu. 19.00-24.00 Robert Smithson – Rýnt í landslag Robert Smithson er þekktastur sem einn af upphafsmönnum umhverfis- listar (Land Art). 19.00-24.00 Ívar Valgarðsson – Til spillis Hver eru mörk þess að skapa eða skemma? Listamaður sem málar mynd er að skapa. Er hann í leiðinni að skemma eða spilla málningunni? 19.00-24.00 Erró – Grafíkverk 1949-2009 Á sýningunni er að finna heildstætt yfirlit yfir grafíkverkin. HÉRAÐSSKJALASAFN KÓPA VOGS, DIGRANESVEGI 7 19.00-24.00 Sýning nýrra húsakynna Sýning á skjölum tengdum íþrótta- starfi. Tafldeild Breiðabliks verður á staðnum. Sögufélag Kópavogs sýnir gamlar myndir og rabbar um fyrri tíð. HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS, GARÐATORGI 1 20.00-24.00 Opnun sýningarinnar Innlit í Glit Sýning um Leirbrennsluna Glit sem stofnuð var árið 1958. 20.30-22.30 Leir renndur Hægt verður að fylgjast með íslensk- um leirlistamanni renna leir á rennslu- bekk. 20.00-24.00 Verkstæðið Gestir geta mótað smámuni úr leir og skilið eftir. Sýnishorn af íslenskum leir frá Fagra-Dal á Skarðsströnd til sýnis. KJARVALSSTAÐIR  LISTASAFN REYKJAVÍKUR, FLÓKAGATA 24 19.30-20.30 Rannsóknarleiðangur fyrir krakka Leiðangur um sýninguna Flæði þar sem listin er könnuð frá ýmsum hlið- um með ólíkum aðferðum. 21.00-21.30 & 22.00-22.30 Flæði – Á bak við tjöldin Leiðsögn þar sem starfsfólk kynnir þá rannsókn sem fer fram í tengslum við sýninguna. 21.30-22.00 Jaðarber bíður í berjamó Tinna Þorsteinsdóttir kynnir tónleika- röðina „Jaðarber“ sem unnin er í sam- starfi við Listasafn Reykjavíkur. 22.30-23.30 Íslenski flautukórinn á djúpum nótum Flutt verða tónverk þar sem myrkrið tekst á við birtuna. 19.00-24.00 Mynd af heild Verk eftir Jóhannes S. Kjarval í eigu Listasafns Reykjavíkur verða dregin fram í dagsljósið. KRÓKUR Á GARÐAHOLTI, VIÐ GATNAMÓT GARÐAVEGAR OG GARÐAHOLTSVEG 19.00-24.00 Opið hús Lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. LANDNÁMSSÝNINGIN Í AÐALSTRÆTI 16 19.00-23.00 Einherjar, Víkingafélag Reykja- víkur Komið og sjáið vel útbúna víkinga í bland við fornminjar frá landnámsöld. 21.00-23.00 Taktu þátt! Smástundarsafnið skýtur upp kollinum Hverju safnar þú? Frímerkjum? Skoppara boltum? Komdu með sýnis- horn úr þínu safni. 20.00-21.00 Skúli minn Sérstakir gestir munu halda uppi léttu spjalli um eigin sýn á Skúla Magnús- son og Innréttingarnar í Reykjavík á átjándu öld. 20.00-23.00 Íslenskir eldsmiðir Íslenskir eldsmiðir verða að störfum í Fógetagarði (Víkurgarði). LISTKENNSLUDEILD LISTAHÁ SKÓLA ÍSLANDS Í HÚSDÝRA GARÐINUM OG GRASAGARÐI 19.00-19.40 Heimsókn í myrkri Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn býður í heimsókn til dýranna. Leið- sögumaður kemur að hliði Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og leiðir áhuga- sama í gegnum gripahúsin. 19.00-21.00 Umhverfislist í Grasagarðinum Finnski umhverfislistamaðurinn Timo Jokela sýnir verk í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Verkin eru unnin með náttúrulegum efnum, s.s. tré, snjó og ís. 19.00-21.00 Upplifun og umhverfisskynjun Gestir eru virkir þátttakendur í upp- lifun í garðinum þar sem reynt verður á öll skilningarvitin. Leikið með ljós og skugga og tilraunir gerðar með hljóð og umhverfisskynjun. LISTASAFN ASÍ, FREYJUGATA 41 19.00-24.00 Hluti af hluta af hluta: Þættir I-III Myndlistarsýning Bjarka Bragasonar. 20.00-20.45 & 21.30-22.15 Listamannaspjall Bjarka Braga- sonar Ímyndir, tungumál, tími og minni eru leiðarstef í verkunum. Fjallað um áhrif sögulegra atburða og hugmynda- fræði á einstaklinga. Arkitektúr kemur þar mikið við sögu en einnig gamall skógur. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR, EIRÍKSGATA 20.30 & 21.30 Tónleikar Anna Jónsdóttir sópran og Sophie Schonjans hörpuleikari flytja verk eftir Henry Purcell. LISTASAFN ÍSLANDS VIÐ FRÍ KIRKJUVEG 7 20.00-24.00 Gamlar gersemar og Erlendir áhrifavaldar Úrval erlendrar myndlistar úr fórum safnsins auk verka íslenskra listamanna sem féllu frá fyrir miðbik síðustu aldar. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFS SONAR, LAUGARNESTANGA 19.00-24.00 Áfangar, lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson 20.00-22.30 Árni Heiðar Karlsson, píanóleikari Tónlistamaðurinn leikur á flygilinn í aðal sal safnsins. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR, TRYGGVAGATA 15 21.00-22.00 Kvöldgestir í tengslum við sýningu Kvosin 1986 & 2011 Sýningarspjall við höfunda bókarinnar „Kvosin“. Rætt verður um svæðið og þær breytingar sem hafa orðið á tíma- bilinu. 19.00-24.00 MYNDAGÁTA – Hversu vel þekkirðu Reykjavík? Skemmtileg sjónarhorn og kennileiti víðs vegar í borginni á árum áður. MINJAGARÐURINN AÐ HOFS STÖÐUM, KIRKJULUNDI, BÍLA STÆÐI VIÐ TÓNLISTARSKÓLA GARÐABÆJAR 19.00-24.00 Opið í minjagarðinum Minjar af landnámsskála frá 9. öld. Fjöl- breytt og skemmtileg margmiðlunar- sýning sem er aðgengileg á snerti- skjáum. MOLINN UNGMENNAHÚS, HÁBRAUT 2 20.00-24.00 Uss Ljósmyndasýning Sonju Nikulásdóttur og Ólafar Sigþórsdóttur. Myndefni sýn- ingarinnar fjallar um alvarleg vanda- mál sem margir þurfa að kljást við á hverjum degi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPA VOGS, SAFNAHÚSINU, HAMRA BORG 6A 19.30-20.30 Bessadýr í Blávatni Hilmar J. Malmquist forstöðumaður flyt- ur erindi í fundarsal safnahússins um nýjasta stöðuvatn landsins efst á Okinu. 20.30-21.00 Fyndnar furðuverur Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistar- maður spjallar við safngesti um dýrs- legar, fyndnar og furðulegar mynda- styttur sínar. NORRÆNA HÚSIÐ, SÝNINGARSAL IRNIR, STURLUGATA 5 19.00-24.00 Ljósmyndasýningar, tilrauna- listahátíð, vídeóinnsetningar og gjörningar Sýning frá Mexíkó í anddyri. Borderline ljósmyndasýning í sýningarsal á neðri hæð og alþjóðlegar stuttmyndir í sal á efri hæð. NÝLISTASAFNIÐ, SKÚLAGATA 28 19.00-24.00 Dómgreindin er spegill Sýning með verkum eftir listamennina Tiong Ang, Roger Palmer, Jan Kaila, Japo Knuutila, Clodagh Emoe og Mick Wilson. Í sýningarstjórn Henk Slager. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, BERGSTAÐARSTRÆTI 74 19.00-24.00 Fornmenn og Umhverfis landið á fá- einum áratugum 21.30-21.50 Hetjur fortíðar Leiðsögn um sýninguna Fornmenn. SÍM  SAMBAND ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA, HAFNARSTRÆTI 16 19.00-22.00 Grátóna Ásdís Spanó Birtuskilyrðin hafa áhrif á það hversu marga grátónaliti er hægt að sjá hverju sinni. Ásdís afmarkar sig við þessa 500 tóna. VÍKIN SJÓMINJASAFN, GRANDAGARÐI 8 19.30-20.00 Stjörnuskoðun að vori Sverrir Guðmundsson hjá Stjörnuskoðunar félagi Seltjarnarness mun flytja fyrirlestur. 19.00-23.00 Magnað myrkur himinhvolfsins Stjörnuskoðunarfélagið og Stjörnu- fræðivefurinn fræða gesti. Ef veður leyfir verður boðið upp á stjörnuskoðun utan dyra í gegnum stjörnusjónauka. 21.00-22.00 Þjóðleg kvöldvaka á Safnanótt Kór Akraneskirkju sviðsetur þekktar þjóðsögur í formi ljósmynda og mál- verka. Fluttar verða sögurnar Móðir mín í kví, kví, Miklabæjar-Sólveig, Djákninn á Myrká og Reynistaðarbræður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.