Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2013 | SPORT | 23 FÓTBOLTI Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knatt- spyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmda- stjóra KSÍ, að því hvort rann- sóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland,“ segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma.“ Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi,“ segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinn- ingur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leit- aði þá til leikmanns Grindavík- ur um að hafa áhrif á gang mála. Við erum of grandalausir Mál tengd veðmálasvindli og hagræðingu úrslita leikja hafa komið upp hér á Íslandi síðustu ár. Framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonar- son, hefur miklar áhyggjur af þessari þróun. „Félögin halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi,“ segir Þórir í viðtali við Fréttablaðið. ÁHYGGJUFULLUR Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur áhyggjur af þróun mála. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það vakti mikla athygli í maí á síðasta ári þegar Lettinn Krisjanis Klavins varð formaður FFR í 3. deildinni. Í kjölfarið var félaginu vísað úr Íslandsmótinu á þeim forsendum að erlendir aðilar kæmu að liðinu, atvinnumennska væri ekki leyfð í neðri deildum Íslandsmótsins, að veðmálasvindl kynni að vera í uppsiglingu og að félagið ætti ekki aðild að ÍSÍ. Þá voru komnir lettneskir leikmenn til landsins sem ætluðu sér að spila með félaginu. Klavins var afar ósáttur við að FFR hefði verið vísað úr Íslandsmótinu og í yfirlýsingu frá honum á þeim tíma kemur fram að hann ætli að leita réttar síns í málinu. Af því varð aldrei og Klavins hvarf af sjónarsviðinu. KSÍ svaraði hótunum Klavins af fullum krafti og í þeirra yfirlýsingu stóð meðal annars: „Því miður hafa öfl svika og blekkinga skotið upp kollinum í íþróttaheiminum síðastliðin ár og nauðsynlegt fyrir yfirvöld íþróttamála að halda vöku sinni og standa vörð um heiðarlegan leik. Það mun KSÍ leitast við að gera nú sem endranær. KSÍ mun standa fyrir ákvörðunum sínum á hvaða vettvangi sem þurfa þykir og gera FIFA og UEFA viðvart um málið.“ Lettinn sem kom til Íslands í fyrra Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðv- að,“ segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti,“ segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leik- manns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestað- ir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu,“ segir Þórir ákveð- inn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggj- ur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið.“ henry@frettabladid.is * Ford Ka Trend Plus 3 dyra 1,2i bensín, 69 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 115 g/km. Miðað er við grænan óverð- tryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 950.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,78%. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 ford.is Nýr FORD KA á frábæru verði frá 1.890.000 kr. Skiptu í ferskan, fiman, ferlega skynsaman Ford Ka á frábæru verði. Veldu sparneytinn borgarbíl og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. Ford Ka er líka þekktur fyrir afburða aksturseiginleika, gott notagildi og litríkan persónuleika. Komdu bara og prófaðu! FRÁ FORD KA 15.866 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 kr./mán.*

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.