Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 18
 | 4 6. febrúar 2013 | miðvikudagur rrRekstrarvö u - vinna með þér BANKAR Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Tafir hafa orðið á vinnu starfs- hóps sem ætlað var að skila fjár- málaráðherra tillögu um breyt- ingar á lögum um stimpilgjöld. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf íslenskum stjórnvöldum upphaf- lega frest fram í október 2012 til að skila tillögunum. Skilafrestur- inn var síðan framlengdur að síð- ustu áramótum. Nú er áformað að starfshópurinn skili tillögum til ráðherrans um mitt þetta ár. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytis við fyrir- spurn Markaðarins um málið. Þegar ESA tilkynnti ákvörðun sína um að samþykkja þá ríkisað- stoð sem veitt var við endurskipu- lagningu Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka fylgdu því samþykki ákveðin skilyrði. Þau sneru að því að stjórnvöld og bankarnir sjálfir þyrftu að grípa til fullnægjandi ráðstafana til að draga úr röskun á samkeppni vegna tilurðar þeirra. Jafnframt skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til að endurskoða lög um stimpilgjald með það fyrir augum að afnema slík gjöld á útgáfu skuldabréfa einstaklinga þegar skipt er um kröfuhafa. Til- gangurinn er að draga úr kostnaði við flutning viðskiptavina á milli lánardrottna og fjarlægja þann- ig samkeppnishindrun. Auk þess yrði afnám stimpilgjalda til kostn- aðarlækkunar fyrir neytendur. Skila átti tillögum um þetta sem frumvarpsdrögum í október 2012, sem nú hefur frestast fram á mitt þetta ár. Samkvæmt skilyrðum ESA áttu íslensk stjórnvöld einnig að skipa nefnd til að endurskoða neytenda- vernd á íslenskum fjármálamark- aði, með sérstaka áherslu á að auð- velda neytendum að skipta um við- skiptabanka. Nefndin var skipuð í lok október 2012 og átti að ljúka störfum eigi síðar en 15. janúar síðastliðinn. Samkvæmt upplýs- ingum frá forsætisráðuneytinu hefur nefndin fengið frest til að skila niðurstöðu fram til 1. mars næstkomandi. Tafir orðið á tillögum um afnám stimpilgjalda Starfshópur sem átti að skila tillögum um afnám stimpilgjalda mun ekki skila af sér fyrr en um mitt ár 2013. Nefnd um endurskoðun neytendaverndar á fjármálamarkaði fékk líka frest. VÍS seldi í desember 78 prósenta hlut sinn í Öryggismiðstöðinni til sex stjórnenda félagsins og ann- arra fjárfesta. Þetta staðfestir Hjörleifur Jakobsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Kjalars, í samtali við Fréttablaðið, en hann og kona hans, Hjördís Ásberg, keyptu hlut í félaginu í gegnum eignarhalds- félag sitt. Stjórnendurnir sex áttu fyrir 22 prósenta hlut. Eftir söluna eiga þeir stærstan hlut í félaginu, en þó litlu meira en Hjörleifur og Hjör- dís og þriðji fjárfestirinn, Guð- mundur Ásgeirsson í Nesskipum. Þá á fjórði maðurinn einnig hlut í félaginu, Róbert Aron Róbertsson, viðskiptafélagi Hjörleifs. Hjörleifur vill ekki tjá sig um kaupverðið. Hann segir við skiptin hafa verið gerð að frumkvæði stjórnendahópsins. - sh VÍS selur 78 prósenta hlut sinn: Öryggismið- stöðin seld Allir sem kaupa sér fasteign þurfa að borga 0,4 prósent af fasteignamati hennar í stimpilgjald til ríkissjóðs. Þeir sem eru að kaupa sér sína fyrsta fasteign eru þó undan- þegnir greiðslu gjaldsins. Af vanalegum veð- skuldabréfum eru síðan greidd 1,5 prósent af fjárhæð bréfsins. Þegar skuldari ætlar að færa sig á milli fjármálastofnana, til dæmis vegna þess að honum bjóðast betri kjör, þarf hann að greiða stimpilgjöld af nýju fjár- mögnuninni. Þau gera það oft að verkum að flutningurinn verður óhagkvæmur og virka þar af leiðandi sem samkeppnis- hindrun. Á árunum 2009 til 2012 er áætlað að stimpilgjöld hafi skilað 11,7 milljörðum króna í ríkissjóð. Samkvæmt fjárlögum 2013 er áætlað að þau skili 4,1 milljarði króna í ríkissjóð á þessu ári. Því mun íslenska ríkið samtals hafa haft 15,8 milljarða króna í tekjur af stimpilgjöldum á þessu fimm ára tímabili. MIKLAR TEKJUR FYRIR RÍKISSJÓÐ 0,4 prósent er hlutfallið af virði fasteignar sem þarf að greiða í stimpilgjald. 1,5 prósent er stimpil- gjald af vanalegum veðskulda- bréfum. 4,1 milljarður króna eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs vegna stimpilgjalda á þessu ári. 11,7 milljarðar króna eru tekjur ríkissjóðs vegna gjaldanna á árunum 2009 til 2012. Stór hluti þeirra fjármuna sem farið hafa í gegnum fjárfestingar- leið Seðlabankans hefði líklega komið til Íslands án leiðarinnar. Þetta er mat greiningar Íslands- banka. „Það hefur verið töluverð um- fjöllun um íslensk fyrirtæki og fjárfesta sem hafa komið með peninga í gegnum leiðina og þær fréttir hafa í mörgum tilfellum verið staðfestar. Á sama tíma er lítið um erlenda fjárfestingu þannig að það er torséð að hún ætti að geta verið að baki þess- um tugum milljarða,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, og bætir við að fjárfestingar- leiðin hafi í það minnsta aðra ásýnd yfir sér nú en þegar hún var kynnt en þá hafi hún verið lát i n h ljóma ei ns og fa r - vegur fyrir er- lenda fjárfest- ingu. Í M o r g u n - korni greiningar Íslandsbanka frá því á mánudag segir að hugs- anlegt sé að talsverður hluti þess fjár sem komið hefur til landsins í gegnum fjárfestingar leiðina hefði ella komið inn í gegnum innlendan gjaldeyrismarkað. Sé sú raunin hafi gjaldeyrisútboð Seðlabankans dregið úr innflæði gjaldeyris á almennum markaði og þannig haft neikvæð áhrif á gengi krónunnar. Samandregið sé þó erfitt að sjá hvort þau áhrif vegi þyngra en áhrif vegna inn- flæðis fjármagns sem hefði ekki komið til Íslands án leiðarinnar. Fjárfestingarleiðin var sett af stað snemma árs í fyrra en hún er skref í áætlun Seðla bankans um losun gjaldeyrishafta. Í henni kaupir bankinn erlendan gjald- eyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. Alls fóru ríflega 45 milljarðar króna í gegnum leiðina á síðasta ári. - mþl Greining Íslandsbanka fjallar um fjárfestingarleiðina í Morgunkorni sínu: Fjárfestingarleiðin ekki skilað tilætluðum árangri JÓN BJARKI BENTSSON SEÐLABANKINN Fjárfestingarleið Seðlabankans var sett af stað snemma árs í fyrra en alls fóru ríflega 45 milljarðar króna í gegnum leiðina á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FJÁRMÁLARÁÐHERRA Ný ríkisstjórn verður sest að völdum þegar tillögur um breytingar á lögum um stimpilgjöld, sem ESA setti sem skilyrði fyrir ríkisaðstoð við bankana, verða tilbúnar. Katrín Júlíusdóttir er núverandi fjármála- og efnahagsráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SELT Öryggismiðstöðin hefur skipt um hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GJALDEYRISMÁL Seðlabankinn ekki hættur Inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldeyris- markaði héldu áfram á föstudag þótt lítil hreyfing hafi orðið á gengi krón- unnar þann dag. Á fimmtudag keypti Seðlabankinn krónur fyrir tólf milljónir evra og styrktist gengi krónunnar um 2,34% þann daginn. Á föstudag hélt bankinn inngripunum áfram og keypti krónur fyrir sex milljónir evra. Þrátt fyrir það veiktist gengið um 0,52%.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.