Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 22
6. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR2 ● Vetrarhátíð www.bilastaedasjodur.is Vitatorg KolaportRáðhúsið Traðarkot Vesturgata Stjörnuport Bílahúsin Opin 7-24 alla daga P BÍLASTÆÐASJÓÐUR Save the Children á Íslandi Safnanæturstrætó flytur gesti Vetrarhátíðar á milli safna að venju. Í tveimur strætisvögnum verður listahópurinn S.L.Á.T.U.R., Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, með innsetningu. Áki Ásgeirsson, Jesper Pedersen og Magnús Jensson eru höfundar verksins. „Við ætlum að koma fyrir bún- aði, hátölurum og skjáum, aftast í strætóunum og tengja þá þann- ig saman með hljóði og mynd,“ út- skýrir Áki. Vagnarnir verða því nokkurs konar framhald hvor af öðrum. „Maður sér úr einum vagn- inum yfir í hinn og heyrir jafn- framt hljóðið í báðum vögnunum um leið. Við þetta verða til nokk- urs konar ormagöng eða vítahring- ur þar sem hljóðin fara inn í einn strætó og síðan aftur yfir í hinn.“ Listahópurinn kemur því ekki fram sem flytjandi heldur stend- ur fyrir þessari mynd- og hljóðinn- setningu. „Það er þó aldrei að vita nema eitthvað óvænt gerist sem við stuðlum að.“ Markmið S.L.Á.T.U.R. er að kynda undir nýmælum í tón- menningu Reykjavíkur og ná- grennis. Samtökin hafa verið leið- andi í nýsköpun tónlistar og verið sameiginlegur vettvangur frum- legustu tónskálda Íslands. Lista- hópurinn hefur meðal annars verið með uppákomur á ýmsum söfnum og galleríum í gegnum tíðina og tengist þannig vel Vetrarhátíðinni. „Við teygjum anga okkar inn í safnaheiminn gegnum hljóðlist sem á rætur bæði í tónlistar- og myndlistarheiminum. Ýmsir, bæði með bakgrunn í tónlist og myndlist hafa verið að fást við innsetningar, hljóðgjörninga, hljóð skúlptúra, ný- smíðar í hljóðfærum og gjörninga- flutningslist,“ upplýsir Áki. Því þótti hópnum til valið að kynna far- þega Strætó fyrir þessu listformi. „Í staðinn fyrir að koma með hljómsveit inn í strætisvagn vild- um við benda fólki á alla músík- ina sem er í strætó,“ segir Áki og bendir á að bæði myndlistar- og tónlistarmenn vinni margir ötul- lega að því að benda á listina sem þegar er til staðar í umhverfinu. „Það er jákvæð þróun. Öfugt við að setja listina á einhvern stall sem fólk þarf að horfa á úr fjar- lægð, þá er maður inni í listinni og partur af því að búa hana til. Fólkið sem ferðast með þessum tveimur strætisvögnum á Vetrar- hátíð verður sjálfkrafa partur af verkinu.“ Umhverfið myndar tónlist Þeir Áki Ásgeirsson, Magnús Jensson og Jesper Pedersen undirbúa innsetningu sína í Strætó með því að mæla fyrir tækjabúnaðinum. MYND/VALLI Vetrarhátíð verður að þessu sinni haldin dagana 7.–10. febrúar, eða frá fimmtudegi til sunnudags. Yfir- skrift hátíðarinnar í ár er Magnað myrk- ur og að venju lýsir hátíðin upp vetrar- myrkrið með viðburð- um og uppákomum af ýmsu tagi. Dagskrá- in er fjölbreytt og gefst borgar- búum og gestum tækifæri til að taka þátt í henni sér að kostnað- arlausu. Vetrarhátíð í Reykjavík er fjölskylduskemmtun sem ein- kennist af sköpunargleði, hug- kvæmni og listrænni tjáningu. Hátíðin verður sett á Austurvelli með verkinu „PIXEL CLOUD“ eftir arkitektinn Marcos Zotes sem umbreytir Austurvelli í stórbrotna upplifun ljóss, lita og hreyfingar við tónlist frá „Cos- mos“ sem er hugarfóstur Edda Egilssonar úr Steed Lord. Segja má að fjórar styrkar stoðir beri hátíðina uppi í ár. Þar ber fyrst að nefna Safna- nótt sem nær yfir sex sveitar- félög og fjörutíu söfn. Á Safna- nótt gengur safnastrætó á milli safnanna til að auðvelda gestum að heimsækja söfnin. Þá er það Sundlauganótt þar sem borgar- búum verður boðið frítt í sund og að upplifa magn- aða listviðburði sem verða í ýmsum form- um í sundlaugunum. Heimsdagur barna verður í Gerðubergi og þar verða margar spennandi listasmiðj- ur fyrir börn og ung- linga. Hátíðinni lýkur svo með Kærleik- um á Austurvelli á sunnudag. Kærleikarnir minna okkur á samkenndina og allt það fallega sem tengir okkur saman. Um alla borg verða svo almenn dagskráratriði þar sem sjá má þverskurð af spennandi við- burðum. Sem dæmi má nefna að fluttur verður snjór úr Bláfjöll- um í Grasagarðinn og finnski umhverfislistamaðurinn Timo Jokela mun útbúa úr honum ís- listaverk. Það verður skemmti- legt að fylgjast með því. Að lokum hvet ég alla til að mæta á Vetrarhátíð og njóta alls þess sem okkar góða borg hefur upp á að bjóða. Hátíðin hentar ungum jafnt sem öldnum og ég vona að sem flestir nýti tæki- færið til samveru og skemmt- unar. Sjáumst hress og kát á Vetrarhátíð! Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík Góðir Reykvíkingar ● SPILAVINIR VERÐA Í RÁÐHÚSINU Spila- vinir er verslun með spil og púsluspil á Langholtsvegi. Síðustu ár hafa Spilavinir mætt á bekkjarkvöld og kennt börnum og foreldrum þeirra aragrúa af spilum. Kvöldin hafa vægast sagt slegið í gegn. Mark miðið með spilakvöldum er að skapa gleði hjá foreldrum og börnum og kenna þeim að njóta samverunnar yfir skemmtilegu spili. Spilavinir verða nú í Ráðhúsinu á Vetrarhátíð 9. og 10. febrúar frá 13 til 17. Hinir stórskemmtilegu og reyndu starfsmenn Spilavina mæta á svæðið með úrval borðspila og smáspila sem þeir munu kenna gestum og gangandi. Spil eru ódýr og skemmtileg afþreying sem kyn- slóðirnar geta auðveldlega sameinast um. Spilavinir hvetja alla – börn, foreldra, afa, ömmur og góða vini, til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem sameinar alla í fjölskylduvænum borð- spilum. ● SKUGGASKÓGUR Í ÖSKJUHLÍÐ Massimo Santanicchia, kennari í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, fékk þá hugmynd að lýsa upp skóginn í Öskjuhlíðinni og gefa fólki færi á að upplifa hann í nýju ljósi. „Ég hef oft farið í skóginn í Öskjuhlíð í vetur og þar er aldrei neinn á ferli. Fólk fer ekki inn í hann í myrkri, svo mér datt í huga að gefa því færi á því að njóta skógargöngu í myrkrinu með því að planta litlum ljósum hér og þar og búa til skuggaskóg,“ segir Massimo. Það er Osram sem styrkir verkefnið og lætur til LED-perur sem fá orku sína úr rafhlöðum. Leiðsögufólk frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur mun svo bjóða upp á leiðsögn um svæðið og er fólk hvatt til að hafa vasaljós með sér. „Við búum í borg þar sem ljósmengun er mikil en í skóginum er myrkur. Með ljósunum langar mig að undirstrika náttúru skógarins betur, en ljósin skapa skugga sem stækka hann, ýkja og draga fram náttúruna.“ Föstudag, laugardag og sunnudag frá 18 til 19 og frá 20 til 21 verða farnar ævintýraferðir um kynjaveröld Öskjuhlíðar með leiðsögn. Hver ganga hefst við kaffi- húsið Nauthól Bistro, Nauthólsvegi 106, og endar við Perluna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.