Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.02.2013, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2013 7Vetrarhátíð ● ● HÆGT AÐ VINNA MÁLTÍÐ Nokkrir af bestu veit- ingastöðum borgarinnar bjóða upp á spennandi Vetrarhátíðar- matseðla á tilboðsverði þá fjóra daga sem Vetrarhátíð stendur yfir. „Við fengum þá hugmynd að fá veitingastaði til liðs við okkur svo fólk gæti slegið tvær flugur í einu höggi; notið dag- skrár Vetrarhátíðar og gætt sér á ljúffengum réttum á þessum frábæru stöðum,“ segir Guð- mundur Birgir Halldórsson hjá Höfuðborgarstofu. Hann bendir einnig á að leikur verður í gangi á Facebook-síðu Vetrar hátíðar Reykjavíkur. „Fólk getur farið á síðuna, líkað við hana, sett inn skilaboð og þannig átt tækifæri á að vinna máltíð á einum af eftir töldum veitingastöðum.“ Café Loki Fiskfélagið Fiskmarkaðurinn Grillmarkaðurinn Hótel Holt – Gallery Restaurant Laundromat cafe Rub 23 Sjávarbarinn Sjávargrillið Tapashúsið Uno Við Tjörnina ● VETRARHÁTÍÐ LÝKUR Á KÆRLEIKUNUM Lokaat- riði Vetrarhátíðar eru Kærleikar Bergljótar Arnalds sem haldnir eru í fimmta sinn. „Markmið Kær- leikanna er að efla samkennd, hlýju og kærleika og um leið minna okkur á að við erum öll mikilvæg í samfélaginu. Við búum saman sem hópur einstak- linga með mismunandi skoðanir og samvinnan gerir okkur sterk- ari en flestar aðrar dýra tegundir,“ segir Bergljót. Komið verður saman fyrir framan Alþingis- húsið og þaðan gengin Kærleiks- ganga sem Lúðrasveitin Svanur leiðir. Gangan endar við Iðnó þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og Vocal Project undir stjórn Matta Sax. „Febrúar er einn erfiðasti mánuður vetrarins og við ætlum að kveikja smá ljós í lífinu. Kyndil- berar verða í göngunni og eld- gleypar mæta á svæðið. Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir mun fara nokkrum orðum um það hvernig henni tókst að komast í mark þrátt fyrir mikla áskorun. Þá mun Sóla sögukona mæta, björgunarsveitirnar, leikhópurinn Perlan og Sönglist auk þess sem krökkum verður boðin andlits- málning. Ásta Valdimars verður með hláturjóga og við ætlum að senda fingurkoss og góða strauma til Alþingishússins.“ Litur Kærleikanna er rauður og er fólk hvatt til að taka eitthvað rautt með. Kærleikarnir eru sunnu- daginn 10. febrúar og hefjast kl. 17 á Austurvelli. ● KÓRSTUND Í SUNDI Boðið verður upp á kórtónleika í Laugardalshöll í tengslum við Sundlauganótt laugardaginn 9. febrúar. Þar munu fimm hundruð kórmeðlimir úr hinum ýmsu kórum og á öllum aldri raða sér upp í stúkuna og syngja fyrir sundlaugagesti. Stjórnendurnir eru ekki af verri endanum en það eru þau Þorgerður Ingólfs- dóttir, stjórnandi Hamrahlíðakóranna, Jón Stefáns- son, stjórnandi kórs Langholtskirkju, Graduale Nobili og Gradualekórins, Magnús Ragnarsson, stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Kórs Áskirkju og Þóra Marteinsdóttir, stjórnandi Kórs Vatnsendaskóla. Flutt verða fjögur lög og mun hver stjórnandi stjórna einu lagi. „Sundlauganótt var haldin í fyrsta skipti í fyrra en hugmyndin er að nýta rými sem við erum vön að nota á ákveðinn hátt einhvern vegin öðruvísi. Í fyrra var boðið upp á fimleika og dans en í ár datt ein- hverjum snillingnum í hug að fylla stúkuna af kór- söngvurum og hafa áhorfendurna í lauginni,“ segir Heiðrún Hákonardóttir, skrifstofustjóri Höfuðborgar- stofu. „Vetrarhátíð snýst um ljós og myrkur og munu kórmeðlimir vera upplýstir. Þeir verða sömuleiðis búnir vasaljósum og sjálflýsandi ljósaprikum sem þeir munu beita með mismunandi hætti í hverju lagi fyrir sig. Þetta verður því án efa tilkomumikið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00 og hvetur Heiðrún fólk til að mæta og njóta flutningsins ofan í lauginni. Opnunaratriði Vetrarhátíðar í Reykjavík 2013 „PIXEL CLOUD“ er eftir listamanninn Marcos Zotes, með tónlist eftir Eðvarð Egilsson (Cosmos). Marcos Zotes lýsti á magnaðan hátt upp Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð í fyrra og setur nú upp ógleyman- legt rafmagnað verk. Ekki missa af stórfenglegu sjónarspili á Austurvelli fimmtudaginn 7. febrúar, klukkan 19:30. Orkusalan — lýsir upp Vetrarhátíð í Reykjavík 2013. OPNUNARATHÖFN VETRARHÁTÍÐAR Í REYKJAVÍK Br an de nb ur g / M yn d: M ar co s Z ot es SKJÓL FYRIR SKAMMDEGI Náðu þér í svolitla auka birtu á Vetrarhátíð. Orkusalan hefur kveikt á sumrinu í nokkrum strætóskýlum í borginni. Nánar á solskyli.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.