Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 2
Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi
Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is
Ráðstefnur & fundir
Fullkomin aðstaða fyrir allt að 500 manns
Dómsmál sérstakur saksóknari
Nokkur mál klárast
fyrir áramót
Sérstakur saksóknari segir að búið sé að negla niður verklok í nokkrum málum, bæði nú fyrir
áramót og á nýju ári. Hann vill ekkert gefa upp um hvenær næstu ákærur líta dagsins ljós.
V ið höfum látið lítið fyrir okkur fara að undanförnu enda verið að mestu í gagnavinnslu og yfirheyrslum,“
segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, í samtali við Fréttatímann. Í
gær, fimmtudaginn 6. október, voru þrjú ár
liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi
forsætisráðherra, hélt ræðuna sem kennd er
við „Guð blessi Ísland“ og embættið hefur
sent frá sér tvö mál til ákæruvaldsins – mál
gegn Baldri Guðlaugssyni og síðan Exeter-
málið svokallaða þar sem Jón Þorsteinn
Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs,
Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri
Byrs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi
forstjóri MP banka, voru ákærðir. Baldur
var fundinn sekur og dæmdur í tveggja ára
fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu
starfi en þremenningarnir í Exeter-málinu
voru allir sýknaðir.
Ólafur Þór segir að búið sé að ákveða
verklok í nokkrum málum fyrir áramót, sem
þýðir á mannamáli að niðurstöður verða
komnar í þeim málum áður en árið er liðið.
Ólafur Þór er ófáanlegur til að gefa upp
hvaða mál það eru en Fréttatíminn greindi
frá því fyrir þremur vikum að mál Mile-
stone, sem varðar meinta misnotkun á bóta-
sjóði Sjóvár, væri komið lengst í rannsókn.
Milestone, sem var í eigu bræðranna Karls
og Steingríms Wernerssona, var eigandi
Sjóvár á þeim tíma sem misnotkunin er
talin hafa átt sér stað. Stöð 2 greindi frá því í
fyrrakvöld að rannsókn á kaupum Katarbú-
ans Al-Thani á hlutum í Kaupþing í septem-
ber 2008 upp á 25 milljarða væri einnig langt
komin.
„Við höfum sett upp áætlanakerfi þar sem
allt ferli mála er teiknað upp – frá upphafi til
enda. Það eru einnig áætluð verklok í nokkr-
um málum eftir áramót,“ segir Ólafur Þór.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar @frettatiminn.is
Það eru
einnig
áætluð
verklok
í nokkr-
um mál-
um eftir
áramót.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ljósmynd/Hari
Safnað fyrir fjöl-
skyldu Þorbergs
Söfnun er nú í gangi til styrktar
fjölskyldu Þorbergs A. Viðars-
sonar sem lést á þriðjudags-
kvöld eftir langvarandi baráttu
við krabbamein. Þorbergur
lætur eftir sig eiginkonu og
þrjú börn en það er Heimir
Jónasson, svili hans, sem
hefur veg og vanda af
söfnuninni. „Hann var búinn
að vera lengi frá vinnu og það
hefur auðvitað áhrif á heim-
ilisbókhaldið hjá fólki eins og
gefur að skilja,“ segir Heimir.
„Þegar einstaklingar eru svona
lengi veikir og veikindin verða
svona alvarleg, fer lífið að
snúast eingöngu um það og
þá getur makinn ekkert verið
í vinnu. Við vildum bara styðja
þau svo að þau geti einbeitt
sér að því að kveðja hann,“
segir Heimir. Auður [eiginkona
hans, innsk. blm.] hefur barist
með Þorbergi lengi og annast
hann allan sólarhringinn á
sjúkrabeðinum,“ segir Heimir.
Söfnunarreikningurinn er
0330-26-2280 og kennitala:
190370-5429.
Utanríkismál í
brennidepli
Nýr efnisþáttur hefur göngu sína í
Fréttatímanum í dag: Heimurinn á
blaðsíðu 44. Þar skrifar dr. Eiríkur
Bergmann, dósent og forstöðu-
maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Brifröst,
um helstu tíðindi heimsmálanna og utanríkismál
Íslands í víðu samhengi. Heimurinn mun birtast
vikulega í Fréttatímanum og er samstarfs-
verkefni blaðsins og Háskólans á Bifröst.
Haukar í rekstrarvanda
Hafnarfjarðarbær hefur óskað eftir áætlun frá
Haukum um viðbrögð við rekstrarvanda félags-
ins í kjölfar þess að forsvarsmenn þess báðu um
hærri rekstrarstyrk frá bænum. Taka átti málið
fyrir á fundi bæjarráðs í gær, fimmtudag, og þá
átti umsögn eftirlitsnefndar bæjarins með fjár-
málum íþrótta- og tómstundafélaga að liggja
fyrir. Ekki náðist í formann eða framkvæmda-
stjóra Hauka en samkvæmt heimildum Frétta-
tímans tók bærinn verðtryggingu af rekstrar-
samningi við félagið um síðustu áramót og
lækkaði fjárframlög vegna íþróttahúss um 15%.
Nú ná Haukar ekki endum saman. Þeir gripu
til þess ráðs að segja öllum 11 starfsmönnum
sínum upp og endurráða 6 þeirra í 70% starf.
Um 2.000 manns iðka íþróttir með Haukum.
- gag
Rjúpnaveiði leyfð
í níu daga
Umhverfisráðherra hefur fallist á ráðleggingar
Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpna-
veiði árið 2011 upp á 31.000 fugla. Þetta eru
ríflega helmingi færri fuglar en árið 2010, sem
skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins, að því
er fram kemur í tilkynningu umhverfisráðu-
neytisins. Með því að deila ráðlagðri veiði á
fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin
ár má þannig gera ráð fyrir um sex rjúpum á
hvern veiðimann. Í stað átján daga veiðitímabils
í fyrra verður veiðisókn takmörkuð við níu
daga í ár. Veiðitímabilið dreifist á fjórar helgar,
þ.e. föstudaginn 28. október til sunnudagsins
30. október, laugardaginn 5. nóvember og
sunnudaginn 6. nóvember, laugardaginn 19.
nóvember og sunnudaginn 20. nóvember,
laugardaginn 26. nóvember og sunnudaginn
27. nóvember. Áfram verður sölubann í gildi á
rjúpum og rjúpnaafurðum og ákveðið svæði
á Suðvesturlandi verður áfram friðað fyrir
veiði. - jh
85 mál frá efna-
hagsbrotadeild
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra
og embætti sérstaks saksóknara voru
sameinuð 1. september síðastliðinn. Ólafur
Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir
að með sameiningunni hafi komið 85 mál
frá efnahagsbrotadeildinni auk sjö starfs-
manna. „Það voru fjórtán starfsmenn fyrir
í efnahagsbrotadeildinni þannig að menn
þurfa að bretta upp ermarnar. Rannsókn
margra þessara mála hefur tekið langan
tíma og við munum vinna þau eins hratt og
við getum,“ segir Ólafur Þór. -óhþ
Guðfræðingar fá ekki embættisgengi
án þess að þreyta persónuleika-
próf hjá Biskupsstofu. Þessi háttur
hefur verið hafður á undanfarin tíu
ár. „Þetta kom til þegar við vorum
að endurskoða starfsþjálfun prests-
nema og var að sjálfsögðu hluti af
þeirri sjálfsskoðun sem kirkjan hef-
ur verið í lengi,“ sagði séra Kristján
Valur Ingólfsson vígslubiskup sem
varð fyrir svörum á Biskupsstofu.
„Þannig að við reynum að koma í
veg fyrir að innan um og saman við
sé kannski fólk sem er með þannig
brotinn persónuleika að það væri
æskilegt að það færi ekki í stöðu
prests.“
Persónuleikaprófið sem lagt er
fyrir tilvonandi presta er hið svokall-
aða MMPI-próf og er eitthvert mest
notaða persónuleikaprófið þegar
kemur að geðheilbrigði.
„Hluti starfsþjálfunarinnar fer
fram á Biskupsstofu og hefur gert
það frá árinu 1993. Árið 2001 var
ákveðið að hluti af námskeiðinu til
þess að fá embættisgengi færi fram
hjá sálfræðingi,“ segir Kristján Val-
ur. „Þarna lærir fólk ýmislegt um
styrkleika sína og veikleika sem
starfsmenn. Þetta er svipað og gert
er á Landspítala og öðrum sjúkra-
stofnunum. Lögreglan gerir þetta
líka og fleiri.“
Kristján Valur segir MMPI-prófið
ekki hafa verið tekið upp vegna ein-
hvers tiltekins máls. „Þetta er bara
hluti af því hversu flókinn og erfiður
heimurinn er orðinn. Þetta eyðir líka
ákveðinni óvissu og það er styrkur
fólginn í því að hafa gengið í gegnum
þetta. Það er samt náttúrlega þannig
að þótt maður standist þetta próf ein-
hvern tíma þá er ekki víst að maður
verði alltaf jafn góður maður. þetta
var líka sett inn á sínum tíma til þess
að styrkja sjálfsmynd þeirra sem fá
embættisgengi.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup
segir persónuleikaprófið styrkja sjálfs-
mynd presta. Ljósmynd/kirkjan.is
Prestar taka persónuleikapróf fyrir vígslu
Biskupsstofa ViðBragð Við flóknum heimi
2 fréttir Helgin 7.-9. október 2011