Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 58
Nokkuð almenn sátt ríkir um að í heimi
stríða og manndrápa á vegum þjóðríkja sé
Sérsveit breska flughersins (SAS) öðrum
fremri enda meðlimir sveitarinnar hertir
með brjálæðislega erfiðum æfingum sem
geta gert vaska menn klepptæka áður en
yfir lýkur.
Í Killer Elite leikur Jason Statham grjót-
harðan málaliða og leigumorðingja, þann
besta í bransanum, sem neyðist til að yrkja
vini sínum og læriföður (Robert De Niro)
höfuðlausn með því að drepa þrjá fyrr-
verandi SAS-menn. Klári hann ekki verkið
verður De Niro drepinn.
Þetta er vitaskuld ekkert áhlaupaverk þar
sem SAS-menn eru lítið fyrir að láta kála
sér og til þess að bæta gráu ofan á svart
blandar Clive Owen sér í leikinn. Hann er
fyrrverandi SAS-maður sem gætir öryggis
félaga sinna af einurð og festu. Þegar
þessum tveimur mönnum og skjaldsveinum
þeirra lýstur saman verður því fjandinn
laus.
Killer Elite er kokkteill spennu og hasars
í 60/40 hlutföllum og virkar vel sem slík.
Hún heldur spennu og hasaratriðin eru
hröð og öflug og þar er Statham femstur
meðal jafningja. Öruggur á heimavelli.
Hann er einfaldlega harðasti jaxlinn í þess-
ari deild í dag. Kannski ekki blæbrigðaríkur
leikari en magnaður í öllu sem við kemur
hasar, auk þess sem hann er andskotanum
svalari. Clive Owen skilar sínu einnig með
sóma fyrir allan peninginn hans Sigurjóns
Sighvatssonar framleiðanda og Robert
De Niro er bara De Niro. Allir þurfa þessir
menn að fá að njóta sín og sýna hvað í þeim
býr og maður fær á tilfinninguna að einhver
hafi metingurinn nú verið á tökustað. Þetta
hefur þau áhrif að myndin virkar aðeins of
löng en heildarpakkinn heldur.
Myndin gerist árið 1980 og er fín „períóda“
og ferlega smart á að horfa. Líka eitthvað
ómótstæðilegt við að sjá gamla Ford
Cortinu í eltingarleik við klassískan Jagúar.
Framleiðslan er öll til fyrirmyndar og
aukaleikararnir Aden Young og sérstaklega
Dominic Purcell eru dásamlegir í hlut-
verkum hjálparkokka Stathams.
Yfir þessu öllu svífur notalega „breskur“
andi sem gerir Killer Elite dálítið „fullorð-
ins“. Þetta er því ekki dæmigerð Statham-
mynd og ristir töluvert dýpra en vinsælustu
myndir hans til þessa. En kappinn klikkar
ekki frekar en fyrri daginn. Hann kann það
ekki vegna þess að hann er bara of töff.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
54 bíó Helgin 7.-9. október 2011
A lmodóvar er frjór og frumlegur leikstjóri sem kemur iðulega á óvart og er ekki mikið fyrir að
endurtaka sig í verkum sínum þótt kvik-
myndir hans hverfist oftar en ekki um
konur á einn eða annan hátt. Þegar undir-
ritaður átti fund með Almodóvar í Cannes
þar sem hann var staddur til þess að kynna
Volver, sannkallaða kvennamynd, sagðist
Almodóvar hafa alist upp í kvennaheimi og
að hann sækti markvisst yrkisefni í þessa
fortíð sína.
„Þá var ég umkringdur konum þar sem
karlarnir unnu fjarri heimilinu. Þessar kon-
ur voru mjög sterkar og þurftu að berjast
fyrir öllu þannig að í mínum huga eru þær
tákngervingur lífsins sjálfs og þær kven-
persónur sem ég hef skrifað um síðar byggj-
ast á þeim,“ sagði Almodóvar þá um móður
sína og hinar konurnar á heimilinu.
Matador er sú mynd Almodóvars sem
kemst næst hryllingi þar til nú en gagn-
rýnandi Empire lýsir The Skin I Live In til
dæmis sem flottustu hryllingsmynd þessa
árs. Hér leikur Antonio Banderas lýtalækni,
sem minnir um margt á dr. Frankenstein,
þar sem hann gerir tilraunir með gervi-
húð sem getur ekki brunnið. Þráhyggja
keyrir hann áfram þar sem eiginkona hans
brenndist illa í bílslysi nokkrum árum áður
og stytti sér aldur í kjölfarið þar sem hún
þoldi ekki að lifa afskræmd.
Til þess að fullkomna verk sitt heldur
læknirinn hviklyndri konu fanginni á
heimili sínu í þeim tilgangi að græða á hana
gervihúðina og reyna um leið að endur-
skapa eiginkonuna látnu. Grímuklæddur
ofbeldismaður ryðst inn á heimilið og
nauðgar tilraunadýrinu. Eftir þær hörmung-
ar neyðast læknirinn og konan til að horfast
í augu við þann harmleik og glæpi sem urðu
til þess að leiðir þeirra lágu saman.
Banderas er flestum sem sáu hann í Bíttu
mig, elskaðu mig eftirminnilegur en þar lék
hann mann sem rænir klámleikkonu, sem
Victoria Abril lék, og reynir að þvinga hana
til að giftast sér. Ofbeldi karla gegn konum
og nauðganir eru Almodóvar oft ofarlega í
huga og karlpersónurnar eru oft og tíðum
óttaleg fól.
„Ég vil samt ekki alhæfa í myndum
mínum og segja að allir karlmenn séu
ofbeldishneigðir eða nauðgarar. Það er alls
ekki málið. En ég verð samt að halda því
til haga að þessir hræðilegu hlutir gerast
í þessum litlu þorpum. Þetta er hluti af líf-
inu en ég er samt svolítið ósanngjarn við
karlana í Volver vegna þess að ég vinn með
bestu minningar mínar um konurnar og svo
tvær verstu æskuminningar mína um karla.
Hluti sem ég heyrði og eru sannir.“
The Skin I Live In byggir Almodóvar á
skáldsögunni Tarantula eftir Thierry Jon-
quet, og áhrif frá myndum eins og Vertigo,
Peeping Tom og ekki síst Eyes Without A
Face, eru greinileg.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,7, Rotten Tomatoes: 88%
Frumsýnd The skin i Live in
Áður en hinn þokkafulli Antonio Banderas varð alþjóðleg kvikmyndastjarna átti hann góða
spretti undir styrkri leikstjórn Spánverjans snjalla Pedros Almodóvar. Banderas lék í Almodóvar-
myndunum Matador, Konur á barmi taugaáfalls og Bíttu mig, elskaðu mig. Eftir það skildi leiðir og
Banderas hélt til Hollywood en er nú kominn aftur á heimaslóðir og leikur sturlaðan lýtalækni í
The Skin I Live In sem Almodóvar lýsir sem hryllingssögu án öskra og hrelliatriða.
Þessar
kon-
ur voru
mjög
sterkar
og þurftu
að berjast
fyrir öllu
þannig að
í mínum
huga eru
þær tákn-
gervingur
lífsins
sjálfs.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Almodóvar og
Banderas saman á ný
Antonio Banderas leikur lýtalækni sem er hálf genginn af göflunum við að reyna að endurskapa látna eiginkonu sína í konu
sem hann heldur fanginni.
Bíódómur revoLuTion reykjAvik
Revolution Reykjavik (Útrás Reykja-
vík) er ein þeirra stuttmynda sem
sýndar voru á RIFF. Í Revolution
Reykjavik þjappar leikstjórinn, Ísold
Uggadóttir, saman í 19 mínútna mynd
sögu af persónulegum harmleik virðu-
legrar ömmu í Reykjavík sem missir
fótanna í kjölfar efnahagshrunsins.
Guðfinna, sem Lilja Þórisdóttir leikur
stórvel, er þjónustufulltrúi í banka og
lendir í hópuppsögn í hruninu. Hún
kýs, líkt og ýmsir stjórnmálamenn og fleiri, að fara í bullandi afneitun; þyk-
ist enn vera með vinnu og safnar gluggapóstinum saman í kommóðuskúffu.
Atvinnu- og auraleysið tekur engu að síður af henni andlegan toll og hún
hallar sér að flöskunni af talsverðri elju. Smám saman hrynur hún og blekk-
ingaheimur hennar saman og vonleysið leggst yfir þangað til kemur að lítilli
uppreisn og uppgjöf gagnvart umheiminum.
Revolution Reykjavik er flott mynd, hröð en samt hæg, og getur, þegar
fram líða stundir, orðið fyrirtaksheimild um áhrif hrunsins á einn einstak-
ling sem er annars bara tala í óræðum mengjum um fjölda þeirra sem eru í
vanskilum og við það að missa allt sitt. - ÞÞ
Kona hrynur
Bíódómur kiLLer eLiTe
Þrír harðjaxlar og einn úr stáli
What´s your
Number
Ally (Anna Faris) hefur farið illa út úr ástar-
brölti og hefur því leit að besta fyrrverandi
kærastanum sínum í von um að þau geti
náð saman aftur vegna þess að hún vill
ekki þurfa að sofa hjá fleiri karlmönnum í
leit að ástinni. Óttast druslustimpilinn al-
ræmda og asnalega. Hún fær myndarlegan
nágranna sinn, sem Chris Evans leikur, til
að aðstoða sig við leitina. Saman komast
þau að því að það er alls ekki auðvelt að
finna hinn eina rétta fyrrverandi. Þá fatta
þau líka að ástin leynist oft þar sem fólk
síst leitar.
Aðrir
miðlar:
Imdb: 5,4,
Rotten
Tomatoes:
23%,
Metacritic:
34/100.
FrumsýndAr
Real Steel
Hugh Jackman stígur hér fram í framtíðar-
trylli þar sem helsta skemmtun almenn-
ings er að horfa á bardagakeppnir á milli
vélmenna. Jackman leikur hnefaleikakapp-
ann Charlie Kenton sem stefnir á heims-
meistaratitilinn en áður en takmarkið
næst er sportinu breytt fyrir fullt og allt.
Menn stíga út úr hringnum og í stað þeirra
keppa vélmenni sín á milli. Charlie fær
óvænt annað tækifæri til að vinna sigra
í hringnum þegar hann kemst að því að
hann á ellefu ára son og saman ákveða
feðgarnir að smíða sitt eigið bardagavél-
menni og tefla því fram í stærstu keppni
í heimi.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,1, Rotten Tom-
atoes: 67%, Metacritic: 57/100.
www.noatun.is
Nóatúni
Nýttu þér nóttina í
Verslanir Nóatúns eru
opnar allan sólarhringinn