Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 46
Þekkt íslensk skáldkona hefur upplýst að hún skráði bækur sem hún las frá barnsaldri og fylgdi þeim sið fram á full- orðinsár. Nýlega rak á fjörur okkar Lestrardagbókina, handhægt hefti sem ætlað er ungum lesendum. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar; Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur ritaði formála og Björn Heimir Önundarson, nemandi á Hvolsvelli, myndskreytti. Það eru bókasafns- fræðingar á Suðurlandi sem standa að útgáfunni og heftið kom út í átta þúsund eintökum. Því var dreift ókeypis til nemenda í 7. bekk á Suðurlandi en sá árgangur keppir í Stóru upplestrarkeppninni. Í Lestrardagbókina má skrá þær bækur sem barnið les og hvað því finnst um þær. Aftast í henni má búa til leslista yfir spennandi bækur sem eru ólesnar og upplagt er að forráða- menn noti bókina til að hvetja börn í lestri. Bókin er tilvalin tækifærisgjöf og fæst í flestum almenningsbókasöfnum. Panta má bókina í minnst tíu eintökum hjá Elínu elinkg@fsu. Að skrá lesturinn 42 bækur Helgin 7.-9. október 2011  Bókadómar ófreskjan og maðurinn . . . Út er komið Tímarit Máls og menningar, þriðja hefti ársins, fjölbreytt að vanda. Úlfhildur Dags- dóttir fjallar þar um Erlend lögreglumann úr bókum Arnaldar Indriðasonar og Stefán Jón Hafstein skrifar grein um Rányrkjubúið Ísland, sem þegar hefur vakið nokkra athygli, þar sem hann ber saman Ísland og Afríku. Guðni Elísson rekur söguna af herferðinni gegn Rachel Carson, höfundi bókarinnar Raddir vorsins þagna, en Ólafur Páll Jónsson fjallar um heims- mælikvarðann sívinsæla í ljósi umhverfismála. Grein er um Arabíska vorið eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Birgir Sigurðsson segir frá tilurð ljóðaflokksins Á jörð ertu kominn og kynnum sínum af tónskáldinu Gunnari Reyni Sveinssyni. Sögur eru eftir Jón Atla Jónasson og Finn Þór Vilhjálmsson og ljóð eftir Sigurð A. Magnússon, Magneu Matthíasdóttur, Hrönn Kristinsdóttur og Sigríði Jóns- dóttur. Auk þess eru í heftinu ritdómar og ádrepur og fleira efni en ritstjóri TMM er Guðmundur Andri Thorsson. -pbb Þriðja hefti ársins Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson stekkur beint á topp aðal- lista Eymundssonar. Fanta- skemmtileg bók sem fékk fjórar stjörnur í Fréttatím- anum í vikunni sem leið. sprækur gamlingi  maðurinn á svölunum Sjöwall & Wahlöö Þráinn Bertelsson þýddi. Mál & menning, 218 bls. 2011. Tvær glæpasögur frá ólíkum tímum, báðar sænskar, sú fyrri gefin út 1967 en hin 2005. Sú eldri knöpp, útúrdúralaus, hin lengri með flóknari fléttu. Báðar fjalla um karlmenn sem drepa börn eftir að hafa svívirt þau. Lesnar í runu draga þær fram hvaða breyting er orðin á ónæmi lesandans fyrir válegum lýsingum, hvernig ofbeldið nakið stendur okkur nærri, hversu óragir höfundar okkar tíma eru að draga huluna af andstyggð í manneskjunni og ugglaust líka um leið hve heimurinn á Vestur­ löndum er orðinn harðari. Samanburðurinn leiðir líka í ljós hvað hinn knappi stíll Sjöwall & Wahlöö var magnaður í orðfáum lýsingum, lesanda gefið mikið til, en verk tvíeykisins Roslund & Hellström, svo þaulhugsað sem það er til síðustu setningar, skilar sínu í orðlengri lýsingum, flóknara plotti og nær helmingi lengri frásögn. Báðar sögurnar eru vel spennandi og draga upp glögga mynd af samfélagi sem er að hverfa frá siðun og elur af sér einstaklinga sem eru sjúkir. Ófreskjan talar til okkar frá fyrstu síðu og vekur vissulega óþægindi með lesandanum þótt hún hverfi um stund og athyglin færist á rannsakendur og foreldra fórnarlambsins. Höfundarnir fengu Glerlykilinn fyrir verkið 2005 og ekki að ósekju. Maðurinn á svölunum var á sínum tíma áfangi á vegferð Sjöwall og Wahlöö til mikillar virðingar. Sagan er líka afburðavel samin í sínum sparsama stíl. En nú eru smáatriði viðurstyggilegra glæpa komin okkur nær, mettun ofbeldis í kvikmyndum, sjónvarpi og fréttum er ærin. Líkast til hefur kyn­ slóðin sem næst stóð stríði í Evrópu verið með slíkt ofnæmi að það hefur um langan tíma leitt höfunda inn á stilltari útmálun hryllings og þurfti velferð og stöðugleika til að það kæmist aftur á dagskrá en þá aðeins með hinti, falið á bak við hið ósagða. Nú er annar tími: Afleiðingar ofbeldis sjást ekki á bak við limlestingar í kvikmynd eða sjónvarpi þótt við fáum í andlitið á kjörtíma brunnin lík og blóðugt fólk. Leikmunadeildir hafa náð miklum árangri í smíði leikmuna af því tagi og förðunarmeistarar snyrti­ skólanna fullkomnað sína tækni. Ásókn í ofbeldi á skjám, tjöldum og síðum bókanna gerir okkur dumb og ónæm. Það er ugg­ andi þróun eins og þessar sögur leiða svo vel í ljós saman. -pbb Menn sem drepa börn  ófreskjan Roslund & Hellström Þýðing: Sigurður Þór Salvarsson Uppheimar. 358 bls. 2011.  Bókadómur órólegi maðurinn eftir Henning mankell Í júní 2009 setti Henning Mankell punkt aftan við lokasetninguna í tíundu og síðustu sögu sinni um Kurt Wallander. Sagan er nú komin út í þýðingu Hólmfríðar K. Gunnarsdóttur og þar með er allur bálkurinn um lögguna í Ystad kominn út á íslensku. Órólegi mað­ urinn í titlinum trúir lesandi lengi að sé tengdafaðir Lindu, dóttur Wallanders, hálfáttræður sjóliðsforingi, von Enke að nafni, en um síðir kemur í ljós að það er Kurt sjálfur. Hann er sextugur og það hallar undan fæti, starfsævin er brátt að baki og hvað tekur þá við? Mankell hefur í hartnær tvo áratugi verið að þróa og dýpka persónulýsingu sína af einfaranum. Í þessari sögu dregur hann marga þræði saman: samband við föður og móður, starfsfélaga, jafnvel gamla bekkjarfélaga, eiginkonu og ástkonu frá einni af fyrstu sögum bálksins. Jafnframt vitjar Kurt eldri mála og horfist loks í augu við sinn eigin barnaskap. Sagan er á marga vegu uppgjör: Bakgrunnur hennar er njósnaferill Rússa í Svíþjóð og hvernig kalda stríðið mótaði tíðarandann, trú, vissu og efa. Hið stóra þema verksins er blekkingar, hvernig aðkoma okkar ræður niðurstöðu, hvernig við erum skipulega afvegaleidd af stöðu okkar og hugsunar­ hætti. Mankell hefur þroskast á þann veg sem höfundur að hann stillir í bakgrunn verka sinna stórum stjórnmálalegum og efna­ hagslegum tíðindum. Hann nýtir krimm­ ann til að skoða hina stóru mynd, fleti í samtímasögunni sem í hans hugarheimi teygir sig ríflega öld aftur, hvernig hinir stóru flekar takast á og hafa áhrif á okkur öll án þess að við greinum það. Lítum á þessa söguskoðun: „Ef Bandaríkjamanna nyti ekki við væri heimurinn á valdi afla sem ekkert vilja fremur en ræna Evrópu öllum áhrifum“. Hana þekkjum við, en spurningarnar sem koma á eftir: „Hvaða markmið heldur þú að Kína hafi? Hvað gera Rússar þegar þeir hafa leyst vanda­ mál sin innanlands?“. Lyktir verksins, sem Mankell af kunnáttu sinni geymir nánast fram á síðustu síðu, koma lesanda á óvart eins og ber í sögum af þessu tagi, en svo kemur eftirmáli sem lýkur öllu. Sögu Wallenbergs, sögu órólega mannsins, og dregur hana inn í okkar nú. Mankell hefur aldrei farið í grafgötur með að hann er pólitískur höfundur. Hann hefur í sögum sínum leitað markvisst póli­ tískra, efnahagslegra skýringa. Í því hefur hann fylgt fordæmi Sjöwall og Wahlöö og um leið haft ríkuleg áhrif á norræna krimm ann, átt sinn þátt í að gera hann að gagnrýnum hluta hinnar natúralísku skáldsögu sem almennir lesendur sækja mikið í nú um stundir. Stieg Larsson hefði aldrei orðið ef Mankell hefði ekki farið fyr­ ir. Áhugi þeirra speglast í því hvernig þeir heillast að fasískum hreyfingum, hvernig landaðallinn sænski settist í erfðarétt sinn í sænska hernum og um leið hvernig sá hluti hinna íhaldssömu leitaði samstarfs við sams konar öfl í nálægum og fjarlæg­ um löndum. Í eftirskrift sinni að Órólega manninum segir hann sögu sína byggða á traustum grunni veruleikans. Sagan gerist að sumarlagi en á einu versta rigningasumri í manna minnum. Stór hluti af frásögninni er dagfarslýsing á kjörum einhleypings, vaxandi heilsuleysi, ein­ manakennd og sorg yfir sviknum vonum og eigin fallvaltleika. Tragískur tónn smýgur um allt verkið og minnir mann á gamla ásökun um norræna blúsinn sem kjörlendi fyrir andúð, mótþróa og óupp­ fyllta von um samfélagslegt réttlæti – sænska drauminn eða öllu heldur sænsku blekkinguna. Og þá lítur maður aftur á heimaslóðir – íslenska drauminn eða öllu heldur íslensku blekkinguna. Og á end­ anum segir Wallander við sjálfan sig: Því sá ég ekki það sem blasti við en lét leiða mig endalaust á villustigu? Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Síðasta sagan um Kurt Wallender Henning Mankell Hefur aldrei farið í grafgötur með að hann er pólitískur höfundur. Án hans hefði Stieg Larsson tæpast náð máli.  órólegi maður- inn Henning Mankell Mál og menning, 472 bls. 2011. Henning Mankell setur punktinn aftan við tveggja áratuga starf. Lífrænt grænt te með aloe vera Það er innihaldið sem skiptir öllu máli! Clipper -náttúrulega ljúffeng te Fæst í helstu matvöruverslunum landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.