Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Síða 48

Fréttatíminn - 07.10.2011, Síða 48
Óttinn við afleiðingarnar af greiðslufalli Grikkja byggist ekki síst á dómínókenningunni sem hefur verið vinsæl í alþjóðastjórnmálum undangengin ár og felur í sér að falli einn kubburinn í kerfinu hrynji allir hinir líka í framhaldinu. Dómínókenningin hélt veröldinni í heljargreipum í kalda stríðinu og varð í raun til þess að hlekkja flestöll ríki heims við annað hvort risaveldanna. Nú kappkosta heimsleiðtogarnir að bjarga Grikklandi af ótta við að alþjóðlegir bankar og skuldsett ríki falli eitt af öðru í voðalegri víxlverkun greiðslufalls og að hagkerfi heimsins bókstaflega stöðvist verði ekkert að gert. Á grundvelli kenningarinnar fóru heimsleiðtog- arnir í þá vegferð fyrir þremur árum að bjarga hinu alþjóðlega fjármálakerfi með því að dæla inn í það skattfé almennings. -EB Dómínókenningin 44 heimurinn Helgin 7.-9. október 2011  AlþjóðAstofnAnir ráðA örlögum grikkjA Fjármálakrísan geisar nú hvað harðast á evru- svæðinu. Fram hefur komið alvarlegur kerfisgalli í uppbyggingu Evrópska myntbandalagsins. Gallinn var að vísu þekktur frá upphafi. Jafnvel má halda því fram að um samsæri samrunasinna hafi verið að ræða. Þegar myntbandalagið var í smíðum voru leiðtogar í Evrópu ekki reiðubúnir að færa fjármála- stjórn aðildarríkjanna undir sameiginlega stjórn. Þó var vitað að tilkoma myntbandalags myndi á endanum þvinga fram samræmda fjármálastjórn. Viðlíka sundurskil á milli peningamálastjórnunar og fjármálastjórnunar myndi ekki ganga til lengdar. Og einmitt það hefur nú komið á daginn. Angela Merkel og Nicolas Sarkozy eru þegar farin að kalla eftir samræmingu í ríkisfjármálum á evrusvæðinu til að bregðast við áskorunum fjármálakrísunnar. -EB Kerfisgalli evrunnar Svokölluð Troika (AGS, Evrópski seðlabankinn og ESB) heldur utan um lánagreiðslurnar sem nota á til að bjarga Grikklandi frá greiðslu­ falli. En markmiðið er þó eink­ um að bjarga erlendum skuldum. Grikkjum eru settir svo strangir af­ arkostir að í raun má halda því fram að stjórn ríkisfjármála sé að miklu leyti komin úr höndum heima­ manna. Og lúti nú stjórn embættis­ manna alþjóðastofnana sem enginn hefur kosið. Einkum endurskoð­ enda. Viðlíka þróun má finna úti um allan heim. Svona hagaði AGS sér til að mynda í Asíu. Og að ein­ hverju leyti hér á Íslandi þótt með mun mildari hætti væri. Þróunin er augljós ógn við lýðræðið. Alþjóðleg­ ir lánardrottnar eru í auknum mæli farnir að segja lýðræðislegum ríkis­ stjórnum fyrir verkum. Vegna al­ menns ótta við afleiðingar greiðslu­ falls hafa fjármálaöflin styrkt stöðu sína. Hið alþjóðlega fjármálakerfi vinnur nú einkum að því að bjarga skuldum sem vaxið hafa ríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum yfir höfuð. Talið er að Grikkir þurfi átta milljarða evra bara til að forða gjaldþroti ríkisins núna í næsta mánuði. Fáist ekki fyrirgreiðsla í tæka tíð mun gríska ríkið ekki einu sinni geta greitt út laun og líf­ eyrisgreiðslur. Hvað þá að greiða erlendar skuldir. Því kalla alþjóð­ legir lánardrottnar nú ákaft eftir afgerandi opinberum aðgerðum og styrkri leiðsögn stjórnmálamanna til að bjarga fjármálakerfinu. Einhverra hluta vegna virðist sem meginþorra vestrænna stjórn­ málamanna þyki nauðsynlegt að verða við slíkum kröfum. Annað þykir óhugsandi. Að vísu er nú gert ráð fyrir því að Grikkir fái töluverð­ an skuldaafslátt. En áfram er um að tefla ógnarmiklar fjárhæðir sem einkum koma frá skattgreiðendum annarra ríkja. Ljóst er að skuldun­ um verður ekki bjargað nema með því að flytja þær með einum eða öðrum hætti á herðar skattgreið­ enda. Mótmælin sem nú breiðast út um veröldina eru meðal annars í andstöðu við þetta velferðarkerfi fjármagnseigenda. Loksins undir miðja vikuna fréttist að evrópskir ráðamenn íhuguðu að stokka upp kerfið og láta bankana sjálfa bera auknar byrðar. ­EB Ógn við lýðræðið Valdamiklir embættismenn Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins fyrir miðju ásamt næstráðendum sínum, David Lipton til vinstri og Gerry Rice til hægri. Ljósmyndir/Nordicphotos Getty-Images  fjármálAkrísAn geisAr enn þremur árum eftir hrun á rni Þór Sigurðsson er ekki eini áhrifamaðurinn sem hefur feng­ið að kenna á reiði mótmælenda undangengna viku. Við hlíðar Akrópólis ætlaði allt um koll að keyra þegar grísk stjórnvöld kynntu enn ein niðurskurðar­ fjárlögin. Kaupsýslumenn á Wall Street í New York voru hrópaðir niður af æstum múgnum sem hertók sjálfa Brooklyn­ brúna í framhaldinu – í mótmælum sem beindust meðal annars að firrtum við­ skiptaháttum og vanheilögu hjónabandi stjórnmálamanna og fjármálafursta. Lögregla vestanhafs hefur handtekið hátt í þúsund manns í vikunni. Mótmæla­ aldan breiðist nú út um landið. Árni Þór var felldur með fúleggi – svo lá við hálsbroti að sögn læknis. Í Aþenu fauk grjót og nýverið var þar bókstaflega kveikt í lögreglumanni við skyldustörf. Í Washington er sjálfur Barak Obama, sem eitt sinn mældist meðal vinsælustu forseta Bandaríkjanna, fallinn í djúprista ónáð. Og heimsveldið eina er nú rígbund­ ið á níðþungan skuldaklafa. Ekkert lát virðist því vera á fjármálakrísunni sem felldi Ísland fyrir þremur árum sléttum. Íslensk fjármálafyrirtæki hrundu strax í fyrstu lotu kreppunnar. En nú óttast menn að févana bankar lyppist niður úti um víðan heim. Og að skuldaklyfjuð ríki hætti jafnvel að greiða alþjóðlegum lánardrottnum. Þá falli dómínókubbarnir hver af öðrum. Gjaldþrota Grikkland Fyrir þremur árum heimsótti alþjóða­ pressan okkur Íslendinga í von um að mynda það í beinni útsendingu þegar fjármálabólan spryngi í Bankastrætinu. Krísuvagninn ferðaðist svo víða um lönd; til Írlands, út til Bandaríkjanna og um Suður­Evrópu. Nú eru allra augu á Grikklandi. Eftir að hafa lifað langt um efni fram undangengin góðærisár er komið að skuldadögum í hinni fornu vöggu vestrænnar menningar. Grikkir standa flestum framar í skattsvikum. Svo ekki er það nýskeð að hringli í tómum ríkiskassanum. En nú er svo komið að ofan á 110 milljarða evra björgunarpakka frá því í fyrra þarf að bæta öðru eins við. Alþjóðlega fjármálakerfið tók andköf í byrjun vikunnar þegar í ljós kom að Grikkir myndu ekki geta staðið við fyrir­ heit um að halda fjárlagahalla undir 7,6% eins og gert var að skilyrði fyrir lánveit­ ingunni. Samkvæmt nýsamþykktum fjár­ lögum fyrir árið 2012 verður fjárlagahalli Grikklands í það minnsta 8,5%. Samt er vænn hluti hogginn af sundurskornu rík­ iskerfinu að þessu sinni. Þrjátíu þúsund opinberir starfsmenn fjúka fyrir áramót og laun lækka enn frekar. Grískur efna­ hagur mun skreppa saman um 5,5% á þessu ári og 2% á því næsta. Fjármálaráð­ herrar evruríkjanna ákváðu á mánudag að frysta afgreiðslu lánanna úr evrópska neyðarsjóðnum sem komið var á lagg­ irnar til að bregðast við skuldavanda evruríkjanna. Sjóðurinn hefur nú þegar úr 440 milljörðum evra að spila. Margir telja það hvergi nærri nóg. Grikkir uppfylltu ekki stöðugleika­ sáttmála myntbandalagsins þegar því var komið á undir aldamótin en var eigi að síður hleypt inn fyrir þröskuldinn á pólitískum forsendum – eins og átti raunar einnig við þegar Grikkland fékk aðild að ESB árið 1981. Nú gæti svo farið að þeir þyrftu að draga drökmuna fram á nýjan leik. Fyrir innleiðingu evru var gríska drakman elsti gjaldmiðill heims; heimildir eru til um hana allt frá fimm öldum fyrir Krist. Önnur bankakrísa Við fréttirnar varð viðstöðulítið verð­ fall á evrópskum fjármálamörkuðum, einkum í bönkum sem fjárfest hafa í grískum skuldabréfum. Á mánudag og þriðjudag féllu bréf í fransk­belgíska bankanum Dexia um nálega helming. Frá áramótum hafa evrópsk hlutabréf að samanlögðu fallið um þriðjung. Gert er ráð fyrir að vöxtur þróaðra ríkja nemi aðeins rúmu prósenti þetta árið. Af þessum sökum varar AGS nú við því að hagkerfi heimsins sé komið inn á hættulega braut lítils vaxtar en ógnar­ hárra opinberra skulda. Og óttast aðra bankakreppu ef ríkisstjórnir geta ekki lengur borgað skuldir sínar. Stórblaðið New York Times greinir frá því að fjár­ málaleiðtogar hvísli því sín á milli að jafnvel sjálfur fjárfestingarbankarisinn Morgan Stanley sé nú kominn að fótum fram. heimurinn dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu- maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is Er heimurinn á hausnum? Hagkerfi heimsins er á hættulegri braut lítils vaxtar en hárra opinberra skulda. AGS óttast aðra bankakreppu. En nú óttast menn að fé­ vana bankar lyppist niður úti um víðan heim. Og að skuldaklyfjuð ríki hætti jafnvel að greiða alþjóð­ legum lánar­ drottnum. Þá falli dómínó­ kubbarnir hver af öðrum. Brugðist við grískum mótmælum. HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Velkomin á Bifröst www.bifrost.is Nýir tímar í fallegu umhverfi

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.