Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 50
46 heilsa Helgin 7.-9. október 2011
vINALEG hEILSUBÓT
F átt er skemmtilegra en félagsskapur í rækt-inni, einhver til að hvetja mann áfram og spjalla við á milli átakanna. Heilsuakademí-
an hefur nú tekið félagsskapinn föstum tökum og
býður glænýja leið í vinakortum sem hafa fengið
skínandi góðar móttökur.
„Vinakortin ganga út á það að allir núverandi og
tilvonandi korthafar Heilsuakademíunnar, sama
hvernig kort er um að ræða, geta greitt aukalega
3.000 krónur á mánuði og tekið með vin í ræktina,“
segir Eygló Agnarsdóttir, eigandi og framkvæmda-
stjóri Heilsuakademíunnar. Korthafar geta tekið
með sér nýjan vin í hvert sinn með vinakortinu
og Eygló segir þetta góða leið fyrir fólk sem er á
miklum þönum í dagsins önn.
„Við þekkjum flest þá tilfinningu að hafa ekki
tíma til að rækta vinina nógu vel og þá er kjörið að
slá tvær flugur í einu höggi og fara bara saman í
ræktina,“ segir Eygló sem bendir einnig á að pör
geti nýtt sér kortið sem og foreldrar með börn
eldri en 16 ára, og þar nefnir Eygló líka námskeiðið
Eitt líf, sem er fyrir krakka með sérþarfir sem
kannski hafa ekki verið að finna sig í skólaíþrótt-
um. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi en þó má segja að
herþjálfun hafi alltaf verið áberandi hjá Heilsuaka-
demíunni. „Hugmyndin að herþjálfuninni kemur
frá Bandaríkjunum þar sem ég bjó í nokkur ár.
Þá fékk ég að fylgjast með raunverulegri þjálfun
hermanna í herstöðvum víðs vegar þar í landi og
þróaði síðan þessa íslensku útgáfu,“ útskýrir Eygló
og bætir því við að þjálfun bandarískra hermanna
sé þó mun erfiðari en það sem Íslendingum er
boðið upp á.
Harkan er samt ekki það eina sem Heilsuaka-
demían státar af því þar hafa börnin verið höfð
ofarlega í huga og má sem dæmi nefna sundnám-
skeið fyrir 2-6 ára sem fara fram í Lágafellslaug í
Mosfellsbæ. „Ég verð alltaf jafn hissa og glöð að
sjá þessi litlu kríli ná tökum á sundinu jafn fljótt
og raun ber vitni,“ segir Eygló og útskýrir nánar:
„Þetta eru tvö aldursstig, 2-3 ára og þá eru foreldr-
arnir með ofan í og síðan 4-6 ára þar sem foreldrar
fylgjast með af bakkanum, enda þrautþjálfaðir
kennarar með börnin ofan í lauginni.“
Námskeiðin hafa gert mikla lukku hjá krökkum
sem eru að byrja í skóla og Eygló segir börnin vera
allt frá litlum selum til þeirra sem lítið eru hrifin af
vatni – og allt þar á milli. Námskeiðið er alltaf opið
og hægt að byrja hvenær sem er, enda miðað við
þarfir hvers barns fyrir sig. Sundið er þó ekki eina
aðdráttarafl yngri kynslóðarinnar. „Tarsan-salur-
inn okkar er sérútbúinn fyrir krakka sem langar
að ærslast eins og dýrin í skóginum og er vinsælt
fyrir afmælisveislur og hópefli. Fólk getur þá líka
tekið með eigin veitingar ef það kýs,“ segir Eygló. Í
Tarsan-salnum er alltaf þjálfari frá Heilsuakademí-
unni sem er með ákveðið prógramm.
Flestir einkaþjálfararnir eru með ÍAK-menntun
frá Keili, að sögn Eyglóar, og eru með misjafnan
bakgrunn og ættu því flestir að finna þjálfara
við sitt hæfi. Fram undan eru haustnámskeiðin
sem hefjast 24. október og segir Eygló þar margt
spennandi í boði. Hún nefnir til dæmis Her-
þjálfun – brot af því besta, TRX, Zumba, karlapúl,
kvennapúl, lífsstílsnámskeið kvenna, fit pilates,
rope-yoga, hot yoga, auk opinna tíma á borð við
spinning, Tabatha, TRX combo, fitness box og
body pump. Einnig nefnir Eygló sérstaklega
Parkour-námskeið sem ungt fólk hefur sótt mikið
í, Pole-fit og samstarf við danshöfundinn Birnu
Björnsdóttur. Síðan er hægt að fara í klippingu,
brúnkusprautun, slaka á í gufu og potti eða splæsa
á sig góðu nuddi eftir æfingar og enda síðan á hvíta
tjaldinu.
„Við búum svo vel að vera nágrannar bíóhússins
í Egilshöll og hér fara margir hressir úr ræktinni
og enda á góðri bíómynd,“ segir Eygló að lokum
og minnir á að allir korthafar í stöðinni eru með
15% afslátt af námskeiðum og í tilefni vinakortsins
eru nú mánaðarkortin á 7.999 kr. í stað 9.999 kr.
Tilboðið stendur út október. Nánari upplýsingar í
síma: 594 9666 og á www.heilsuakademian.is
Heilsuakademían
fer nýjar leiðir
KYNNING
20% afslátturaf Biomega vítamínum