Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 39

Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 39
M argir eru hættir að vilja nota orðið „nýsköpun“ vegna þess að það hefur verið svo of- notað. Ástæðan er líka sú að skilgrein- ingin sem felur í sér að gera eitthvað nýtt eða á nýjan hátt er ekkert sér- s t a k lega sk ý r. Engu að síður hef- ur nýsköpun senni- lega aldrei verið mikilvægari fyrir Íslendinga sem lyk- ilþáttur í verðmæta- sköpun til framtíð- ar. Árangur nýsköpunar kemur ekki í ljós fyrr en hún hefur orðið til þess að nýjar vörur eða þjónusta, ferlar, viðskiptamódel eða jafnvel ný fyr- irtæki verða til. Allir þekkja fyrir- tæki eins og Össur, Marel og CCP en færri þekkja hundruð íslenskra fyrirtækja sem eru að búa til nýja markaði eins og Meniga í heimilis- bókhaldi heimabankans, Mentor í markmiðasetningu í skólastarfi barna eða Clara með því að fylgj - ast með umræðu á netinu. Árangur Ís- lendinga í nýsköpun er ágætur en gæti verið miklu meiri. Að miklu leyti snýst það um forgangsröð- un verkefna hjá hinu opinbera og atvinnu- lífinu. Þrát t f yr ir að f inna megi orðið „nýsköpun“ marg- oft í stefnuyfirlýs- ingum ríkisstjórna Íslands síðustu tvo áratugina er ekki hægt að segja að þær hafi sett nýsköpun ofarlega á lista í forgangsröðun verkefna. Samtök iðnaðarins hafa verið miklu betri boðberar nýsköpunar. Þetta er áhyggjuefni vegna þess að fáir deila um að ef verðmætasköpun á Íslandi á að standa undir þeim lífs- skilyrðum sem þjóðin hefur van- ist, þarf nýsköpun. Hinar Norður- landaþjóðirnar hafa allar búið sér til svokallaða nýsköpunarstefnu til þess að setja þetta mál á oddinn. Í þeim stefnum er lögð áhersla á að hagkerfin einbeiti sér að nýsköpun í miklu meiri mæli en áður. Fyrir- tæki, bæði í einkaeigu og ekki síður opinber fyrirtæki, verða að leggja áherslu á verðmætasköpun í krafti nýsköpunar, hvort sem er með því að þróa nýjar vörur og þjónustu, ferla, markaði, viðskiptamódel eða skipulag. Þá þarf að ýta undir fyrir- tækjasköpun og að til verði vaxtar- fyrirtæki sem skapa störf í þekk- ingariðnaði. Nýsköpunarstefna snýst ekki einungis um að reyna að gera hlutina betur heldur um að gera réttu hlutina. Hún snýst um að endurhanna kerfið. Spurningin „Nýsköpunarstefna Íslands – er hún til?“ var rædd ný- lega í Nýsköpunarhádegi Klaks. Þar kom fram að Íslendingar hefðu ekki mótað sér nýsköpunarstefnu. Fundarmenn virtust sammála um að það væri þörf fyrir skýrari stefnu varðandi það hvernig og hversu mikið ætti að fjárfesta í nýsköpun á Íslandi og hvernig ætti að útfæra skilvirkari aðgerðir til verðmæta- sköpunar. Í stuttu máli: Ísland þarf nýsköpunarstefnu. viðhorf 35Helgin 7.-9. október 2011 að ætlar að reynast erfitt að kveða niður hugmyndina um almenna flata niðurfell- ingu fasteignaskulda heimilanna. Ekki er nóg með að þeir sem vilja svo ósköp mikið komast til valda á nýjan leik haldi henni á lífi, heldur taka fulltrúar sitjandi ríkisstjórn- ar líka þátt í þessu leikriti. Svona getur þrá stjórnmálamanna eftir því að segja það sem þeir halda að kjósendur vilji heyra farið illa með þá. Fyrir rétt um tíu mán- uðum lagði ríkisstjórnin, í samráði við sérfræðinga- hóp, fram viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna skulda- vanda heimilanna. Flöt niðurfelling var ekki þar á meðal. Yfirlýsingin var unn- in í breiðu samráði, þar á meðal við ASÍ, langstærstu launþegasamtök landsins, Samtök atvinnulífsins og líf- eyrissjóðina, og átti að slá í eitt skipti fyrir öll ramma utan um það hvernig tekið yrði á skuldavandanum. Samráðið átti að vera brjóstvörnin gagnvart þrýstihópunum sem alltaf var ljóst að myndu halda áfram að heimta niðurfellingu skulda. Staðfesta Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra reyndist þó, þegar til kom, ekki meiri en svo að hún hefur nú aftur kallað sérfræðingahópinn saman og enn skal ræða mögulega flata niðurfellingu fasteignaskulda. Þetta er ekki sannfærandi frammistaða hjá forsætisráðherra. Vissulega er auð- veldara fyrir Jóhönnu að láta sérfræðinga- hópinn flytja aftur skilaboðin um að flatur niðurskurður sé ekki raunhæfur, frekar en að svara samstundis sjálf á þá leið. En á því er lítill leiðtogabragur. Í öllu þessu skuldamambói er forvitni- legt að fletta aðeins aftar í sögunni en til haustsins 2008 þegar bankarnir féllu. Af umræðunni undanfarin þrjú ár mætti halda að ógæfu skuldsettra heimila megi að stærstum hluta rekja til þeirra atburða. Tölurnar segja þó aðra sögu. Staðreyndin er sú að stór hluti íslenskra heimila fór á skuldafyllirí þegar góðærisból- an blés hér út. Í úttekt DV í liðinni viku kom fram að skuldir heimilanna við lánastofnan- ir jukust um 252 prósent frá 2000 til 2007. Það er sturluð tala. Hraðast hrúguðust milljarðarnir upp frá 2004 til 2007 þegar fjölmargir ákváðu að nota fasteignir sínar sem hraðbanka, slógu út á þær lán, keyptu sumarbústaði, bíla, mubluðu sig upp og keyptu innréttingar, ferðuðust til útlanda eða stækkuðu hraust- lega sjálft heimilið. Á þessu þriggja ára tímabili hækkuðu útlán lánastofnana til heimila um hátt í sex hundruð milljarða. Geggjuð skuldsetning er einkenni þessa tíma, bæði fyrirtækja og heimila. Allt ber að sama brunni. Staða yfirdráttarlána ein- staklinga er lýsandi. Þau lækkuðu örlítið í árslok 2004, fóru úr um 60 milljörðum króna í um 55 milljarða, en tóku svo strikið aftur upp á við og stóðu í um 70 milljörðum tveimur árum síðar. Á þessum miklu góðæristímum fóru sem sagt fjölmargir ekki aðeins of geyst í lántökur heldur eyddu meira en þeir öfluðu. Það var ekki bönkum að kenna, né þáver- andi eða núverandi ríkisstjórn eins og alltof margir vilja vera láta. Flöt niðurfelling nú væri ígildi þess að senda reikninginn fyrir góðærið inn í fram- tíðina; að láta börnin greiða fyrir afglöp kynslóðanna sem á undan fóru með hærri sköttum og minni þjónustu ríkisins. Þar fyrir utan er skuldaniðurfelling nú í besta falli meðhöndlun einkenna en ekki lækning á innbyggðum vanda fjármálakerf- is sem hvílir á örmynt. Skuldir heimilanna hefðu ekki stökkbreyst í verðbólgu og gengisfalli ef hér hefði verið annar gjald- miðill. Stjórnlaus skuldsetning í skugga örmyntar 252 prósent Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Þ Fært til bókar Grænn en fúlsar við umhverfisnefnd Atli Gíslason þingmaður fer ótroðnar slóðir. Hann er utan flokka eftir að hafa sagt skilið við þingflokk Vinstri grænna. Þegar til þings kom gaf utanflokkamað- urinn kost á sér í þrjár þingnefndir, alls- herjar- og menntanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og atvinnuveganefnd – og til vara í utanríkismálanefnd. Þarna taldi hann reynslu sína nýtast þingi og þjóð best. Fyrrum félagar hans tóku hins vegar ekkert mark á þessu og skelltu Atla í umhverfis- og samgöngunefnd. Þing- maðurinn brá þá við hart og sagði sig úr þeirri ágætu nefnd, sagði nefndarskip- unina einfaldlega vera þá að verið væri að refsa sér fyrir óþekkt, þ.e. að fara úr þingflokki VG og styðja ekki efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar. Ýmsum þykir þó sérkennilegt að þingmaður sem kjörinn er á þing fyrir umhverfisverndarflokk, samanber nafngiftina Vinstrihreyfingin – grænt framboð, skuli fúlsa við setu í um- hverfisnefnd þingsins. Pólitísk mótmæli Hæstaréttar Það vantaði ýmsa við þing- setninguna á laugardaginn, annað hvort alveg eða í salinn á meðan forseti Íslands setti þingið. En einna mesta athygli vakti fjar- vera fulltrúa Hæstaréttar. Eiður Guðnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur skoðun á því. „Auðvitað eru það pólitísk mótmæli,“ segir Eiður á síðu sinni, „þegar dómarar við Hæstarétt Ís- lands ákveða að hundsa setningu Alþingis og mæta ekki við þing- setningu. Þar með rufu dómararnir áratuga hefð. Hversvegna? Það trúir því ekki nokkur maður að dómar- arnir hafi allir forfallast, allir verið veikir, allir haft svo mörgu öðru að sinna að þeir gátu ekki mætt við þingsetninguna. Það er auðvitað bara ómerkilegur fyrirsláttur. Mótmæli af þessu tagi eru dómurum við æðsta dóm- stól landsins ekki sæmandi. Getum við treyst hlutleysi dómaranna gagnvart mönnum og málefnum? Það má ekki rýra traust þjóðarinnar á dómstólum, en með þessu gerðu dómararnir einmitt það.“ Enski boltinn bjargar þingvetrinum Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, vakti athygli þegar hann fyrir skömmu kallaði Ólaf Ragnar Grímsson for- setaræfil í stóli Alþingis. Hann sýndi það síðan við setningu Alþingis að hann ber takmarkaða virðingu fyrir forsetanum en hann reis ekki úr sæti þegar forsetinn gekk í salinn. Björn Valur reif sig þó upp úr þessari forsetadepurð og gladdist mjög þegar dregið var um sætaskipan í þingsal, eins og venja er þegar nýtt þing kemur saman. Á síðu sinni segir þingmaðurinn að sætadrátt- urinn sé eitt það skemmti- legasta við þingsetninguna hverju sinni. „Ég var sem áður heppinn með sessunaut að þessu sinni og myndi ekki vilja skipta þótt það stæði mér til boða,“ segir Björn Valdur en sessunautur hans í vetur verður Guð- laugur Þór Þórðar- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er sýnt að við félag- arnir eigum skemmti- legan vetur framundan,“ segir hann enn fremur, „og höfum um nóg að skrafa þetta þingið enda báðir áhugamenn um enska fótboltann.“ Eyþór Ívar Jónsson framkvæmdastjóri Klaks – Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnu- lífsins Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Verðmætasköpun til framtíðar Ísland þarf nýsköpunarstefnu Hraðast hrúguðust milljarðarnir upp frá 2004 til 2007 þegar fjölmargir ákváðu að nota fasteignir sínar sem hraðbanka . . .

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.