Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 34

Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 34
Samruni Vodafone og Tals ógiltur Samkeppniseftirlitið ógilti samruna símafyrirtækjanna Vodafone og Tals að fenginni þeirri niðurstöðu að samruni þeirra myndi leiða til mikillar samþjöpp- unar á fákeppnismarkaði og tvíkeppni á ýmsum undirmörkuðum í fjarskiptum. Veturinn fór seint og kom snemma Vetur konungur bankaði upp á fyrir norðan með fyrra fallinu og kom Akureyringum í opna skjöldu. Eitthvað var um minniháttar umferðaróhöpp í snjónum sem kyngdi niður í bænum. Þá þurfti að hreinsa snjó af helstu fjall- vegum fyrir norðan þar sem víða var vetrarfærð. Slydda og rigning tók síðan við en veturinn, sem var lengi að koma sér burt í sumar, er greinilega til alls vís. Katla minnir á sig Katla lét á sér kræla þegar skjálftahrina hófst í öskjunni aðfaranótt miðvikudags. Hrinan er sú snarpasta frá árinu 2002. Skjáftarnir voru margir og nokkrir fóru yfir þrjú stig. Enginn órói fylgdi skjálft- unum og ekki voru vísbendingar um að meiri virkni fylgdi í kjölfarið. Veður- stofan vaktar Mýrdalsjökul þó vandlega enda Katla til alls líkleg. Egg lagði þingmann Mótmælendur létu eggjum, salerins- pappír og ýmsu öðru matarkyns rigna yfir alþingismenn þegar þeir gengu frá guðsþjónustu í Dómkirkjunni yfir í Alþingishúsið þar sem þingið var sett á laugardagsmorgun. Göngufólkinu, sem átti fótum fjör að launa, var illa brugðið þegar egg hæfði þingmanninn Árna Þór Sigurðsson í gagnaugað þannig að hann féll í götuna. Félagar Árna komu honum til hjálpar og studdu hann í öruggt skjól. Árni vankaðist en gerði lítið úr atvikinu eftir að hann náði áttum; fann að vísu fyrir ónotum en taldi málið ekki alvarlegt. Hann sagði jafnframt að það væri slæmt ef mótmælin snerust um að skemma og meiða. Hæstiréttur skrópaði Hæstaréttardómarar tóku allt annan pól í hæðina en Dorrit og skrópuðu allir sem einn og gengu þar þvert á gamla hefð. Engin fordæmi eru fyrir því að hæstaréttardómarar láti sig vanta við þingsetningu og ekki hefur fengist skýring á því hvað varð til þess að allir dómararnir tólf forfölluðust eða fundu gildar ástæður fyrir skrópinu. Jónas Kristjánsson vandar dómurum ekki kveðjurnar á bloggi sínu og veltir upp nokkrum möguleikum fyrir fjarvist- unum: „Auðvitað er ljóst, að þeir vildu alls ekki mæta. Kannski af ótta við að fá á sig egg. Kannski af fyrirlitningu á þessu sérstaka Alþingi. Kannski af fyrirlitningu á þingræði sem slíku. Mikil- vægt er að þjóðin fái skýringu á hegðun dómaranna. Nógu mörgu er haldið leyndu, þótt áður virðulegur Hæstiréttur sé ekki í skrípó.“ Slæm vika fyrir Siv Friðleifsdóttur þingkonu Góð vika fyrir Þorvald Örlygsson, þjálfara Fram 2.846 Fjöldi gesta sem heimsótti Hörpu að meðaltali á dag fyrstu fimm mánuðina sem húsið var opið. 3.157.000.000 Upphæð arðgreiðslna sem íslenska ríkið gerir ráð fyrir að fá frá fyrirtækjum í sinni eigu samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu 2012. 84,2% Sigurhlutfall félaganna Kiel, Füsche Berlin og Rhein Neckar Löwen það sem af er þessu tímabili í þýska handboltanum. Liðin þrjú eru undir stjórn íslenskra þjálfara; Alfreðs Gíslasonar (Kiel), Dags Sigurðssonar (Füsche Berlin) og Guð- mundar Guðmundssonar (Rhein Neckar Löwen) og hafa unnið sextán af nítján leikjum sínum. 24 Fjöldi skipta sem Davíð Oddsson, fyrrverandi for- sætisráðherra og seðla- bankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, kemur fyrir í bók Jóhanns Haukssonar, Þræðir valdsins. Enginn kemst með tærnar þar sem Davíð hefur hælana í þeim efnum. Upprisa ársins Fyrir örfáum vikum voru allir sem fylgjast með fótbolta búnir að afskrifa Fram. Liðið hafði verið í fallsæti Pepsi-deildarinnar frá byrjun Íslands- mótsins og virtist fátt annað eftir en að reka niður kross á gröf þess sem efstudeildarliðs. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, hélt þó baráttunni áfram ásamt sínum mönnum. Og öllum að óvörum mokuðu Framarar ofan af sér og rifu sig upp á grafarbakkann þegar þeir komust í fyrsta skipti upp úr fallsæti eftir næstsíðustu umferð mótsins. Til þess að forðast fallið urðu þeir þó að vinna síðasta leik sumarsins á móti Víkingum, sem og þeir gerðu mun öruggar en markatalan segir til um. Enn bættist svo við tilefni til fagnaðarláta hjá Þorvaldi og félögum í Safamýrinni þegar bresku leikmennirnir þrír, sem léku lykilhlutverk í upprisunni, gengu frá langtímasamningum við Fram í vikunni. Sigmundur setur Siv í skammarkrókinn Siv Friðleifsdóttir hefur verið upp á kant og á skjön við stefnu flokksformannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og enn er þrengt að henni. Í byrjun vikunnar var kunngjört að flokksforystan hefði ákveðið að binda enda á áralanga setu Sivjar í forsætisnefnd þingsins. Eyjan hefur heimildir fyrir því að Siv hafi haft hug á að vera einn varaforseta Alþingis áfram og að hún hafi mótmælt útaf- skiptingunni harkalega. Flokkssystur Sivjar, Eygló Harðardóttir, hefur verið tekin úr viðskiptanefnd og því er nokkuð ljóst að Sigmundur Davíð er nú að launa þeim stöllum lambið gráa fyrir að hafa farið gegn honum í þrasinu um stjórnarráðsfrumvarpið. Syndaregistur Sivjar er ívið lengra og í raun sætir furðu að hún skuli ekki hafa séð sér þann kost vænstan að yfirgefa flokkinn með Guðmundi Steingrímssyni þegar hann fékk nóg. 29 Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck gæti orðið 29. landsliðsþjálfari Íslands ef KSÍ nær að landa honum. Stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar, þess 28., rennur út í dag, föstudag, eftir landsleik Portúgals og Íslands. vikan í tölum varalitsstríðið heldur áfram Ný orrusta í stríði vaskra kvenna um hvað konum sé einna helst hugleikið hófst í byrjun vikunnar þegar Diljá Ámunda- dóttir varaborgarfulltrúi svaraði beiðni Mörtu Maríu á Smartlandi um að leyfa lesendum sínum að skyggnast ofan í snyrtibuddu hennar opinberlega. Elín Arnar Mér finnst þetta frekar hroka- fullt af henni verð ég að segja. Hún hefði getað sagt bara nei takk í einkaskilaboðum en gerir sér þess í stað far um að upphefja sjálfa sig á kostnað ein- hvers annars opinberlega. Lilja Sólveigar Þorkelsdóttir Góð! Sigþrúður Þorfinnsdóttir Fyndist ekkert sérstaklega gaman að senda bréf og fá svarið í opnu bréfi á vefnum. Tja nema þeim sem svarar þyki gott að reyna að upphefja sjálfan sig á kostnað sendanda. Eða ekki ... markaðstorg guðanna Netheimar fóru á hvolf þegar fréttist að framsóknarmaðurinn og guðfræðingurinn Páll Magnússon hefði verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Eva Hauksdottir Pólitískar ráðningar, frænd- semisráðningar, endalaus klíkuskapur og ógeð. Vandamál fjármálakerfisins og stjórnkerfis- ins verða ekki leyst með því að skipta út fólki. Hvað þarf að gerast til að fólk átti sig á því? Thorfinnur Omarsson undrast tuð fólks og jafnvel fjölmiðlafólks yfir ráðningu á innmúruðum framsóknar- manni í stöðu forstöðumanns Bankasýslunnar. Spyrjið Stein- grím J. – hann réð þessu! Teitur Atlason Nýráðinn forstjóri bankasýslu ríkisins var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur við einkavæðingu ríkisbankanna. Hann veit allt um hvernig staðið var að sölunni. Nú verður hann yfir öllu saman. Þetta er skandall og við eigum ekki að umbera þetta. kexruglað lið Annar þátturinn í hinni meintu gamanþáttaröð Kexvexmiðjan féll jafnvel í grýttari jarðveg á Facebook en sá fyrsti og fólk dró hvergi af sér í grimmri gagnrýni. Gisli Asgeirsson bíður spenntur eftir Kexvex- miðjunni. Óskar Páll Elfarsson Cause of death: Kexvexmiðjan. Gunnar Larus Hjalmarsson Vá. Enn verri þáttur en Tríó í sjónvarpinu núna! Senuþjófi vefst tunga um góm Framsóknarþingkonan Vigdís Hauksdóttir á það til að missa svo magnaðar ambögur út úr sér að stundum mætti einna helst halda að Bibba á Brávalla- götunni væri ræðuskrifari hennar. Með snjöllu útspili sínu úr ræðustól Alþingis, þar sem hún talaði um grjótkast úr stein- húsi, náði hún að stela kvöldinu. Illugi Jökulsson Vigdís Hauksdóttir var að segja að ríkisstjórnin stjórnaði í anda anarkisma. Ég held svei mér þá að þetta sé það allra vitlausasta sem ég hef lengi heyrt! Ingibjörg Stefánsdóttir Vigdís Hauksdóttir er kona kvöldsins ef marka má Facebook. Sigurður G. Tómasson Þvílíkur snilldar hugsuður, þessi Vigdís Hauksdóttir. Það fer líklega ekki að koma að því að hún setjist í helgan sand? Sigurður Hólm Gunnarsson Er að hugsa um að stinga höfð- inu í steininn, kasta nokkrum grjótum úr steinhúsum og fara svo að sofa ... Guðrún Ögmundsdóttir Að standa á eigin spýtum, kasta grjóti úr steinhúsi, setjast í helgan sand, brytja uppá nýj- ungum, bretta uppá hendurnar, snúa höndum saman, tala fyrir tómum eyrum ... þeir eru kýr- skýrir þingmenn dagsins í dag Stígur Helgason ooooog þarna kom snilldin sem ég er búinn að bíða eftir í klukkutíma. Steinar úr steinhúsi. Takk Vigdís. HeituStu kolin á Sindri Freysson fékk í vikunni bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar fyrir handrit að ljóðabókinni Í klóm dalalæðurnnar. Hann sést hér ásamt Einar Erni Benediktssyni og Jóni Gnarr Í baksýn glittir í Davíð Stefánsson. 34 fréttir vikunnar Helgin 7.-9. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.