Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 66
L eikritið Listaverkið eftir Yasmina Reza er meistara-lega vel skrifað, enda marg-
verðlaunað. Það er áhugavert, marg-
brotið og heimspekilegt stykki sem
býður upp á alls konar túlkunar-
möguleika og skemmtilegar pæling-
ar og svo er það líka fyndið. Þetta er
ekki algeng blanda. Verkið er sett
upp á Stóra sviði Þjóðleikhússins og
kallast þar á við sýningu sömu að-
standenda á Litla sviðinu fyrir fjór-
tán árum, sýningu sem er mörgum
í fersku minni.
Efni verksins á áreiðanlega jafn
vel við nú og þá – sagan greinir frá
þremur vinum og brestum sem
koma í samband þeirra þegar einn
tekur upp á því að fjárfesta í lista-
verki fyrir fúlgur fjár. Það leiðir til
býsna líflegra umræðna um vinátt-
una, þroska mannsins, meðvirkni
og sjálfselsku og svo óumflýjanlega
til uppgjörs. Allt er þetta afar grát-
broslegt og eftirminnilegt – svo
mjög að sumar setningarnar sitja
hreinlega ennþá í mér.
Leikararnir þrír, Ingvar E. Sig-
urðsson, Hilmir Snær Guðnason og
Baltasar Kormákur njóta sín vel í
hlutverkunum. Ingvar er orkumik-
ill og sjarmerandi í hlutverki Serge
og Hilmir er frábær Ivan – hin grát-
gjarna lurða sem illa þolir ósætti.
Sérstaklega eftirminnileg er ein-
ræða Ivans um ofríki kvennanna
á heimilinu; Hilmir rúllaði þeirri
senu upp með glæsibrag. Það varð
hins vegar hvimleitt hversu ítrekað
hann þurfti að hysja upp um sig bux-
urnar. Baltasar leikur Mark, sem er
líkt og tifandi tímasprengja. Mark
er skoðanaglaður skaphundur sem
þó er óttalega lítill og vansæll inni
við beinið og Baltasar gerir honum
eftirminnileg skil þótt framsögn
hans líði fyrir samanburð við hina
leikarana tvo.
En allt um það. Á sviðinu eru þrír
hæfileikaríkir og reynslumiklir
listamenn með frábæran texta að
vinna með. Þetta ætti að vera stór-
kostleg sýning en ég varð fyrir mikl-
um vonbrigðum með umgjörð henn-
ar. Leikmyndin (Guðjón Ketilsson)
hentar Stóra sviðinu frekar illa og
hún virkar á mig eins og óttalegur
samtíningur. Hún þjónar sviðshreyf-
ingunum ekki vel – enda nýta leikar-
arnir hana næstum ekkert – og þeg-
ar þeir þurfa að gera það vinnur hún
gegn þeim, til dæmis þegar Mark
tekur trylling og situr síðan aftar á
sviðinu, þá breytist hljómburðurinn
mikið og mjög illa heyrist í honum.
Í lýsingunni (Lárus Björnsson) er
áberandi notkun á kösturum frá hlið
sem veldur því að miklir skuggar
myndast bæði af munum og leik-
urum. Af fjórða bekk sést einnig
greinilega í gulteipaðan kastara
hægra megin sem er frekar óþægi-
legt. Búningarnir (Leila Arge) voru
heldur ekki til þess fallnir að bæta
miklu við. Þeir voru kannski viljandi
óklæðilegir en líka á köflum óþarfir
– eins og til dæmis rykfrakkarnir.
Í heildina finnst mér eins og sjón-
rænn þáttur sýningarinnar hafi ver-
ið „unninn með einari” – mögulega
var freistandi fyrir leikstjórann Guð-
jón Pedersen að setja traust sitt á
þrælgóða leikara og þrusufínt verk
en mér finnst að bæði verkið og leik-
ararnir eigi meira skilið.
Ég sá ekki sýninguna fyrir fjórtán
árum en mér finnst þetta spennandi
framtak, að leyfa listamönnum að
koma aftur að þessu verki nú. Leik-
ritið virkar, leikararnir líka en mér
finnst að Guðjón og félagar hafi mátt
nota verkfærakassa Þjóðleikhúss-
ins betur.
Kristún Heiða Hauksdóttir
Eiga meira skilið
Listaverkið
Höfundur: Yasmina Reza
Leikstjórn: Guðjón Pedersen
Þjóðleikhúsið
gæðamál háskóla
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Þriðjudaginn 18. október kl. 9:30-17:00 á Grand hótel Reykjavík.
Á ráðstefnunni verður nýtt gæðakerfi fyrir íslenska háskóla formlega kynnt.
Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á heimasíðu Rannís www.rannis.is
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Vinsamlegast skráið þátttöku á rannis@rannis.is
Ráðstefna um
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og
framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda-
og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s.
Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og
miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins.
Leikdómur Listaverkið, sýnt í ÞjóðLeikhúsinu
tónList sigurður bragason gerir Það gott
Tyrkjaránið sló í gegn
s aga Hallgríms Péturssonar sálmaskálds og Guðríðar Símonardót tur var v ið -
fangsefnið á tónleikum Ensamble
Sarband í Bayreuth og Bonn í
ágústlok. Ensamble Sarband sam-
anstendur af tónlistarmönnum
frá Mið-Austurlöndum og Vestur-
löndum sem leika á þjóðleg hljóð-
færi frá þessum heimshlutum. Með
hljómsveitinni komu fram Sigurður
Bragason barítónsöngvari og hin
þekkta sænska söngkona, Miriam
Andersén.
Tónleikar Ensamble Sarband
voru þáttur í tónlistarhátíð ungs
fólks í Bayreuth og fengu þeir góða
dóma. Að loknum tónleikunum í
Bayreuth fóru tónlistarmennirnir
til Bonn og héldu þar tónleika á
vegum Bonnborgar í tónleikasal-
DeutscheWelle-útvarpsstöðvar-
innar. Tónleikarnir voru fluttir fyr-
ir fullu húsi áheyrenda og fengu
góða dóma í dagblaðinu Köln-
ische Rundschau í Köln og sagði
þar m. a. um söngvarana: „... sem
og Sigurður Bragason frá Íslandi.
Með barítónröddinni túlkaði hann
vel trúarhita sálmalaganna.“ -óhþ
Ingvar, Hilmir og Baltasar eru frábærir en umgjörðin dregur sýninguna niður.
Ensamble Sarband á sviðinu í Bayruth.
Galdrakarlinn í Oz – HHHHHKHH. FT
Fim 6.10. Kl. 19:30 1. aukas.
Fös 7.10. Kl. 19:30 5. sýn.
Fös 7.10. Kl. 22:00 2. aukas.
Lau 8.10. Kl. 16:00 6. sýn.
Lau 8.10. Kl. 19:30 7. sýn.
Sun 9.10. Kl. 19:30 8. sýn.
Fim 13.10. Kl. 19:30 1. sérst.
Fös 14.10. Kl. 19:30 9. sýn.
Fös 14.10. Kl. 22:00 3. aukas.
Lau 15.10. Kl. 16:00 10. sýn.
Lau 15.10. Kl. 19:30 11. sýn.
Fim 20.10. Kl. 19:30 2. sérst.
Fös 21.10. Kl. 19:30 3. sér.
Lau 22.10. Kl. 16:00 12. sýn.
Lau 22.10. Kl. 19:30 13. sýn.
Sun 23.10. Kl. 19:30 14. sýn.
Lau 29.10. Kl. 16:00 15. sýn.
Lau 29.10. Kl. 19:30 16. sýn.
Listaverkið (Stóra sviðið)
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Fim 6.10. Kl. 19:30 1. au.
Fös 7.10. Kl. 19:30 9. sýn.
Lau 8.10. Kl. 19:30 10. sýn.
Sun 9.10. Kl. 19:30 11. sýn.
Fim 13.10. Kl. 19:30 2. auks.
Fös 14.10. Kl. 19:30 12. sýn.
Lau 15.10. Kl. 19:30 13. sýn.
Fim 20.10. Kl. 19:30 3. auks.
Fös 21.10. Kl. 19:30 14. sýn.
Lau 22.10. Kl. 19:30 15. sýn.
Fim 27.10. Kl. 19:30 4. auks.
Fös 28.10. Kl. 19:30 16. sýn.
Lau 29.10. Kl. 19:30 17. sýn.
Fim 3.11. Kl. 19:30 18. sýn.
Mið 9.11. Kl. 19:30 19. sýn.
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Sun 9.10. Kl. 14:00 37. sýn. Sun 16.10. Kl. 14:00 38. sýn.
Hreinsun (Stóra sviðið)
Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 6.10. Kl. 22:00 6. sýn. Lau 15.10. Kl. 22:00 7. sýn. Lau 29.10. Kl. 22:00 8. sýn.
Fim 27.10. Kl. 19:30 Frums.
Fös 28.10. Kl. 19:30 2. sýn.
Fös 4.11. Kl. 19:30 3. sýn.
Lau 5.11. Kl. 19:30 4. sýn.
Lau 12.11. Kl. 19:30 5. sýn.
Sun 13.11. Kl. 19:30 6. sýn.
Lau 19.11. Kl. 19:30 7. sýn.
Sun 20.11. Kl. 19:30 8. sýn.
Fim 24.11. Kl. 19:30 9. sýn.
Fös 25.11. Kl. 19:30 10. sýn.
Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn.
Lau 3.12. Kl. 19:30 12. sýn.
U
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
U
U
U
U
Ö
U
Ö
Ö
Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 7.10. Kl. 19:30 2. sýn. Lau 8.10. Kl. 19:30 3. sýn. Fös 14.10. Kl. 19:30 4. sýn.
Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 16.10. Kl. 21:00 Frums. Fös 21.10. Kl. 22:00 2. sýn. Lau 22.10. Kl. 22:00 3. sýn.U
U
Ö
U
U
U
Ö
U
U
Ö
U
Ö
Ö
U
Ö
U
Ö
Ö
Ö
U
U
Ö
Sögustund - Hlini kóngsson (Kúlan)
Lau 8.10. Kl. 13:30 Lau 8.10. Kl. 15:00
Síðustu sýningar!
Stórskemmtileg ævintýrasýning fyrir yngstu börnin
Næstu sýningar:
Laugard. 8. okt. kl. 13.30
Laugard. 8. okt. kl. 15.00
Sími í mið
asölu
5511200
www.leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
HLINI KÓNGSSON
Sögustund í Kúlunni
62 menning Helgin 7.-9. október 2011