Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 68
 Plötuhorn Dr. Gunna My head Is an animal  Of Monsters And Men Hey! Hér er spilað dúllulegt varðeldarokk a la Arcade Fire og allt á ensku. Lagið Little Talks hefur notið gríðarlegra vinsælda, enda fínt lag þótt það sé fulllíkt Home með Edward Sharpe & the Magnetic Zeros. Vonandi er „næsta lag í spilun“ ekki opnunarlag plötunnar, Dirty Paws. Það er enn eitt eftir sömu uppskrift með þessu hálfkæfða stuðópi – Hey! – sem verður pirr- andi gimmikk til lengdar. Skrímsli og menn eiga sem betur fer fleiri tromp á hendi. Bandið er vel spilandi og fram- línan, Nanna og Ragnar, mjög flott og vinaleg. Þetta eru ungir krakkar og gríðarlega efnilegir. Markmiðið hlýtur samt að vera að losa sig við áhrifavaldana og taka flugið á frumlegri forsendum. Þá mætti minnka dúlluskapinn mín vegna og vera aðeins meira töff. living room Music  Two Step Horror Svöl sósa Þórður Grímsson og Anna Margrét Björnsson eru Two Step Horror og tóku plötuna upp heima hjá sér. Þau eru hluti af Vebeth-hópnum, en þar eru líka aðrar ofursvalar sveitir eins og The Dead Skeletons og Singapore Sling. Þeir sem kannast við hinn listræna svala sem þessi hópur stendur fyrir vita við hverju er að búast og Two Step Horror fer ekki út af sporinu. Dulúð, draumkennt andrúms- loft, fingrasmellataktar og Julee Cruise-legur söngur kalla vitanlega fram tengsl við blóma- skeið Davids Lynch, en groddi og fössgítar vísa í Suicide og fiftís og sixtísrokk. Öllu þessu og meira til blanda þau glæsilega saman í átta lög, sem eru ágeng en ljúf og síga inn eins og heit súkkulaðisósa á ísinn í boxi hlustandans. Virkilega fín plata. Strengur  Tómas R. Einarsson Áar og vatn Um miðbik ævinnar fá flestir áhuga á áum sínum. Öllu þessu fólki sem maður er kominn af, en man varla nöfnin á. Maður sér þau á svart- hvítum myndum og getur bara ímyndað sér hvernig hafi verið að vera þau á allt öðru Íslandi. Strengur Tómasar R. er mjög óvenjulegt verk þar sem ættfræðiáhuginn er gerður að listaverki. Tómas og Matthías MD Hemstock plokka og berja latínskotin stef sem eru fyllt út með vatns- hljóðum frá ættarslóðum Tómasar, í öllum veðrum og með fiðruðum leyni- gestum. Þótt tónlistin sé naumt skömmtuð er hún merkilega áhrifarík við réttar kringumstæður. Þetta er metnaðarfull útgáfa. Með fylgir dvd- diskur þar sem verkin hafa verið myndskreytt. Í diskabókinni er svo ættarsaga Tómasar rakin með ljósmyndum. Sniðug og skiljanleg útgáfa. Thomas lofar því að þetta verði líka líkam- leg upplifun. Valin besta frumraunin af Samtökum breskra glæpasagnahöfunda Eitursnjöll og öðruvísi „Sterk söguf lé t ta ... dil landi skemmtileg.“ T h e G u a r d i a n Laugardagskvöldið verður ansi líf- legt og Pétur Jónasson, listrænn stjórnandi músíkdaganna, lofar sérstöku kvöldi í Reykjavík en þá veður meðal annars nýtt tónverk eftir Ragnhildi Gísladóttur, Hafdísi Bjarnadóttur og Sólrúnu Sumar- liðadóttur frumflutt í Eldborg og á NASA troða sænskir hljóðlistar- menn upp með miklum tilþrifum en þeir stjórna meðal annars hljóðum með líkamshreyfingum og Wii- tölvuleikjabúnaði. „Á NASA verða þessir þrír hljóð- og vídeólistamenn,“ segir Pétur. „Thomas Bjelkeborn var fenginn til að koma á hátíðina og fljótlega upp úr því lagði hann til að hann tæki þessa tvo félaga sína, Viktor Eriksson og Michael Larsson, með sér. Þeir mynda saman hópinn Club L'amour, mjög öflugt gengi hljóð- og vídeómyndlistarmanna.“ Pétur segir þá félaga ferðast með sýningu sína á hátíðir úti um allan heim og að þeir hafi verið í París um síðustu helgi. „Thomas byrjar kvöldið á miðnætti með hljóðgjörn- ingi sem hann kallar „extreme noise act“. Hann stjórnar hljóðinu með handahreyfingum og sam- hliða þessu er vídeósýning. Þetta er víst ævintýralega flottur hávaði og Thomas lofar því að þetta verði líka líkamleg upplifun; að það verði þarna ákveðið nudd á bassasviðinu. Hinir tveir bætast svo við eftir því sem líður á kvöldið og þetta þróast smám saman út í meiri danstónlist og þá er bara nóttin fram undan hjá þeim.“ Pétur bendir á að sú tónlist sem þeir félagar bjóði upp á sé ekki dæmigerð danstónlist með til- heyrandi endurhljóðblöndunum á popplögum. „Þeir byggja á nútíma- tónlist og blanda henni saman við raftónlist og við vildum endilega fá þá hingað vegna þess að þeir koma að tónlistinni úr annarri átt og það er það sem gerir þetta svona sér- stakt.“ Á laugardaginn verður maraþon- dagskrá í Hörpu þar sem einvala- lið íslenskra tónlistarmanna kemur fram. Caput-hópurinn flytur meðal annars fimm verk eftir nokkur af fremstu tónskáldum Norðurlanda, þar á meðal Hauk Tómasson, en sjálfur Víkingur Heiðar er einleikari í píanókonsert hans sem ber heit- ið Allt hefur breyst. Ekkert hefur breyst.  norrænIr MúSíkDaGar 160 lIStaMenn Skrúfa frá tónaflóðI Ævintýralega flottur hávaði Norrænir músíkdagar á vegum Tónskáldafélags Íslands hófust í Hörpu á fimmtudagskvöld með tónleikum Sinfóníuhljóms- veitar Íslands og finnskra einleikara á harmóníku og fiðlu. Músíkdagarnir standa alla helgina og 160 listamenn munu flytja rúmlega 60 tónverk eftir fleiri en 50 norræn tónskáld. Thomas Bjelkeborn í ham á sviði þar sem hann stjórnar hljóðum með hreyfingum. Þrjár konur sameina krafta sína Ragnhildur Gísladóttir, Hafdís Bjarna- dóttir, tónskáld og djassgítarleikari, og Sólrún Sumarliðadóttir, tónskáld og sellóleikari úr hljómsveitinni Aaminu, koma saman í fyrsta sinn og heimsfrum- flytja tónverkið Hybrid Composition Project sem þær sömdu sérstaklega fyrir hátíðina. „Við leiddum þær saman, eins og það er kallað, og báðum þær að sameina krafta sína,“ segir Pétur. „Þær eru hver með sinn hluta og svo verður úr þessu einn gjörningur.“ Dagskránni í Eldborg lýkur með tónverki kvennanna og hún rennur svo saman við raftónlistar- gjörninginn á NASA. Föt Ryans fjöldaframleidd l eikarinn Ryan Gosling hefur gert kvenþjóðina alveg kolvitlausa með leik sínum í kvikmyndinni Drive sem enn er sýnd í Sambíóunum. Bandaríska fatafyrirtækið Steady Clothing var ekki lengi að uppgötva vinsældir kappans og hefur hafið framleiðslu á fötum sem leikarinn klæddist í kvikmyndinni. Silfurlitur jakki sem Ryan klæddist í mynd- inni hefur vakið mestu athyglina og mun fyrir- tækið framleiða hann í mörg þúsund eintökum. Hann mun koma í versl- anir Steady Clothing í Bandaríkjunum og á vef- verslun þeirra um miðjan nóvember og kosta rúm- lega tuttugu þúsund krónur. Lína Kanye West slær ekki í gegn Rapparinn og nú hönnuðurinn Kanye West frumsýndi sína fyrstu fatalínu á tískuvikunni í París á laugadaginn var. Áhuga- samir um tískuna höfðu beðið spenntir í marga mánuði eftir línunni en nú segjast margir þeirra hafa orðið fyrir miklum von- briðgum. Tískusíðan Style.com gagnrýndi kappann og sagði það vera á við lestarslys að sjá fyrirsæturnar syndandi í alltof stórum fatnaði. „Hver sem er getur haft áhuga á tísku en það þýðir ekki að sá sami geti hannað hátískuklæðnað,“ segir þar. Línan er kynþokkafull og djörf, með nýstárlegum fatnaði, og hafa stór nöfn á borð við Anna Wintour, Jeremy Scott og Lindsay Lohan, sem öll sátu á fremsta bekk á sýningunni, lýst yfir ánægju sinni með hana. „Þetta er fyrsta fatalínan sem Kanye hannar og ég gef honum svo sannarlega kredit fyrir hana,“ lét Anna Wintour hafa eftir sér í viðtali við Vogue. 64 tónlist Helgin 7.-9. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.