Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 10

Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 10
Þarft þú heyrnartæki? Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Átt þú í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Hváir þú oft? Ef svo er getur það verið merki þess að heyrn þín sé farin að skerðast. Bjóðum upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja frá Oticon sem eru búin fullkomnustu tækni sem völ er á. Þú getur fengið heyrnartæki til prufu í vikutíma og upplifað hversu einfalt það er að heyra áreynslulaust á ný. Vegagerð tefst vegna fjárhagsvanda verktaka Tafir, að minnsta kosti um hálft ár, verða á verklokum vegarkaflans um Skálanes í Gufudalssveit í Reykhólahreppi vegna greiðslustöðvunar verktakans, KNH efh. á Ísafirði. Verkinu átti að ljúka fyrir næstu mánaðamót. KNH átti lægsta tilboð í verkið, 2,6 km á þessum hluta vegarins á sunnanverðum Vestfjörðum, en sextán fyrirtæki buðu í það. Kostnaðaráætlun nam 170 milljónum króna en KNH bauð tæplega 116 milljónir. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að verktakinn hefði ekki sést á staðnum undanfarinn mánuð og hefði misst hluta af tækjum sínum. Beðið væri nauðasamninga. Vonir stæðu þó til að umferð yrði hleypt á ófullgerðan veginn 1. nóvember en verklok yrðu næsta sumar. - jh Arion banki selur B.M. Vallá Undirritaður hefur verið samningur um sölu á B.M. Vallá ehf. frá Eignabjargi ehf., dótturfélagi Arion banka, til BMV Holding ehf., félags í eigu erlendra og íslenskra fjárfesta, að því er fram kemur í tilkynn- ingu bankans. Hluthafar BMV Holding eru Norcem á Íslandi ehf., Björgun ehf., Jarðefnaiðnaður ehf., Suðurhraun ehf., Hlér ehf., Harðbakur ehf. og Suðurverk hf. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. -jh B örn verða fyrst og fremst fyrir einelti í frímínútum og því skýtur það skökku við að gæsla með börnunum þar sé nú skorin niður í mörgum grunnskól- um, segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra. Í nýrri skýrslu menntamálaráðu- neytisins, Ungt fólk 2011, segja 12,5% barna í 5. bekk, sem var stundum eða oft strítt, að það hafi oftast gerst í frímínútum. Rétt rúm fjögur prósent barna nefndu að þeim væri oftast strítt í búnings- klefum eða sturtum skólans og var það næstalgengasta ástæðan. „Við viljum að tekið sé mark á rannsókn- arniðurstöðum. Til hvers að gera rannsóknir ef ekkert er unnið með niðurstöður þeirra,“ segir Hrefna. Ráðalausir foreldrar Hrefna segir algengt að foreldrar leiti til Heimilis og skóla þar sem þeim finnist skólayfirvöld ekki ná að leysa úr eineltismálum innan sinna veggja. Úrræðaleysið virðist mikið. „Við fáum mörg símtöl þar sem vantar ráðgjöf um þessi mál,“ segir hún. Foreldrar hringi bæði þegar einelti gegn börnum þeirra sé á byrjunarstigi og þegar þeir séu orðnir ráðalausir, vanti aðstoð og skilning. „Oft hafa málin undið upp á sig og þá vilja foreldrar kanna rétt barna sinna,“ segir hún. Á að vera vært í skóla „Börnunum á að vera vært í skól- anum og fá að stunda sitt nám í friði. Sé eineltið komið út í ofbeldi er um lögbrot að ræða.“ Hins vegar fari fá mál fyrir dómstóla því að þau snúist oftast um samskipti barna. Hrefna segir símhringingum ekki hafa fjölgað eftir fjölmiðlaum- fjöllun um ungan dreng í Sandgerði sem fyrirfór sér og upplýst var að hann hefði orðið fyrir einelti í skóla. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  EinElti Frímínútur algEngasti vEttvangur Minnka gæslu þar sem börnum er helst strítt Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla gagnrýnir skólayfirvöld fyrir að skera niður gæslu í frímín- útum þrátt fyrir glænýja rannsókn um að þar sé börnum helst strítt. Hún segir úrræðaleysi gegn einelti í skólum virðast mikið. Foreldrar leiti til samtakanna vegna þess. Á hvaða stöðum er þér helst strítt? (Þau sem svara stundum eða oft) Strákar* Stelpur* Í kennslustundum 2,4% (42) 2,6% (46) Á göngunum 4,0% (71) 3,7% (66) Í leikfimi eða sundi 3,2% (56) 3,2 (58) Í búningsklefum 4,1% (73) 2,1% (38) Í frímínútum 12,5% (224) 10% (181) Á leið úr/í skóla 3,5% (61) 3,1% (56) Á MSN eða spjallrásum 1,9% (33) 2,6% (46) Í frítíma mínum 2,5% (44) 1,6% (28) Í síma eða með sms 0,9% (16) 1,1% (19 Í matsal/matartíma 3,1% (55) 2,7% (48) Heimild: Ungt fólk 2011, 5. bekkur Börn í frímínútum í gær. Stelpur lömdu stráka og strákar lömdu stelpur. Mynd/Hari Birtingahúsið stofnar svið um markaðsstarf á netinu Birtingahúsið hefur stofnað nýtt svið um markaðssetningu á netinu, notkun leitarvéla og samfélagsmiðla. Fyrirtækið sérhæfir sig í markaðssamskiptum og ráðgjöf um auglýsingabirtingar. „Möguleikar og umfang markaðssamskipta á netinu eru sífellt að aukast og þurfa því sérstaka athygli í markaðsvinn- unni,“ segir Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins, og bætir við að fyrirtækið sé með þessu að bregðast við vaxandi eftirspurn eftir sérfræðiþekkingu á notkun stafrænna miðla í markaðsstarfi. Viðskiptavinum stendur til boða alhliða ráðgjöf við markaðssetningu á netinu, það er notkun miðla og samhæfingu þeirra, öflugu eftirliti og mælingum á árangri. Bendir Hugi á að með því megi stuðla að betri auglýsingaherferðum og markaðssamskiptum almennt. H in árlega hugmyndasam-keppni framhaldsskólanna, Snilldarlausnir Marel, hófst í þriðja sinn í dag þegar hlutur ársins, dós, var afhjúpaður. Úr þessum einfalda hlut eiga framhaldsskóla- nemendur að gera sem mest virði, til dæmis félagslegt, fjárhagslegt eða umhverfislegt, að sögn Stefáns Þórs Helgasonar hjá Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetri, sem stendur fyrir keppninni. „Hlutinn dós mega þátttakendur túlka hvernig sem þeir vilja. Hvort sem það er niðursuðudós, kókdós, skyrdós, rafmagnsdós eða eitthvað allt annað. Nota má fleiri en eina dós og eins marga aðra hluti til stuðnings og hver og einn vill. Þó verður dósin að vera í aðalhlutverki og það er hið aukna virði hennar sem telur,“ segir Stefán Þór í samtali við Fréttatímann. Þátttakendur hafa tímann til 17. október til að gera sem mest virði úr dósinni, taka upp á myndband og skila inn. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin en Marel er aðalbakhjarl keppninnar auk þess sem Samtök atvinnulífsins og menntamálaráðu- neytið styðja við bakið á framtakinu. Stefán Þór segir að þetta sé í þriðja sinn sem keppnin sé haldin. „Í fyrra var þessi einfaldi hlutur pappakassi og árið þar á undan var herðatré hlut- urinn sem framhaldsskólanemendur unnu með. Fjöldamargar tillögur bár- ust í hvort skipti og við vonumst eftir því að hið sama verði uppi á teningn- um í ár,“ segir Stefán Þór.  HugmyndasamkEppni FramHaldsskólanEmar Hvaða dós er mest virði? verðlaun eru eftirfarandi: SNilldARlAUSNiN 2011: 100.000 KR. FloTTASTA MyNdBANdið: 50.000 KR. FRUMlEGASTA HUGMyNdiN: 50.000 KR. 10 fréttir Helgin 7.-9. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.