Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 40
Hreyfill / Bæjarleiðir
er styrktaraðili
árveknisverkefnis
Krabbameinsfélagsins
í október
og nóvember
Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með
bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér
Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl!
„Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október.
Ökum undir
bleikum merkjum enn á n‡
Ekki mitt fólk
„Mér fannst það vera svartur blettur
á mótmælunum yfir höfuð en það er
eins og venjulega; það eru lang flestir
mættir til að mótmæla með friðsam-
legum hætti og hitt er undantekning,
en engu að síður mjög leiðinlegt.“
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hvatti
sjálfstæðisfólk til þess að fjölmenna
á Austurvöll við þingsetninguna og
mótmæla friðsamlega. Hann harmaði
því eðlilega eggið sem lenti í höfði
Árna Þórs Sigurðarsonar.
Þegar það er búið með
kökurnar ...
„Fær fólkið ekki örugglega lýsi?“
Dorrit Moussaieff sótti
Fjölskylduhjálpina heim, ræddi við
fólk sem neyðist til að sækja þangað
matvæli og spurði forstöðukonuna,
Ásgerði Jónu Flosadóttur, hvort fólk
fengi ekki lýsi. Lýsið er hins vegar of
dýrt en orð Dorritar
vega þungt og Lýsi
ætlar að gefa
Fjölskylduhjálpinni
vænan slatta af
þessum töfravökva.
En þið eruð alltaf of seinir
„Við ræddum hins vegar um það,
þar sem við erum tveir af þremur
stjórnarmönnum staddir í erlendis,
að við fengjum ráðrúm til þess að
komast heim seinnipartinn á morgun
Vikan sem Var og tilkynna þetta með viðeigandi
hætti.“
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
stjórnarmaður hjá Iceland Express,
hljóp í skarðið þegar nýráðinn
forstjórinn, Birgir Jónsson, hætti
óvænt eftir tíu daga starf.
Ekki ráðlegt að espa þennan
„Ég er ekki að fordæma bókina sem
slíka en ég fordæmi vinnubrögðin. Ég
hef grun um að hún sé að búa til deilu
við okkur Björk til að fá auglýsingu
fyrir bókina, en því markmiði er þá
náð.“
Guðmundur Gunnarsson, faðir
Bjarkar, er ekki átakafælinn og
vandar ekki norska rithöfundinum
Mette Karlsvik kveðjurnar, en hún er
búin að skrifa skáldsögu um Björk og
fjölskyldu hennar.
X-B!
„Ráðning forstjóra
Bankasýslu ríkisins er
hneyksli.“
Helgi Hjörvar
alþingismaður fordæmdi
ráðningu framsóknarmannsins
Páls Magnússonar í starf forstjóra
Bankasýslunnar.
Upprisa holdsins er
ekki niðurgreidd
„Það er hinsvegar mikilvægt að fram
komi að Viagra er aldrei niðurgreitt af
ríkinu.“
Óskar Reykdalsson,
framkvæmdastjóri lækninga hjá
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, bendir
á að þeir fangar á Litla-Hrauni
sem fá stinningarlyfið Viagra fyrir
makaheimsóknir greiði fyrir pilluna úr
eigin vasa.
Nú er ekki hægt að tefja lengur
„Ég held að réttarsálfræðirannsókn í
málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin
séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu
sér stað. Ég er ekki í vafa um að það
er hægt að afla upplýsinga og fá
góða innsýn í málið sem hægt yrði
að hagnýta ef málið yrði tekið upp
aftur.“
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur
telur fulla ástæðu til að Gunnars- og
Geirfinnsmálið verði tekið upp að nýju
en málið komst í fréttir i vikunni eftir
að dagbækur Tryggva heitins Þórs
Leifssonar komu fram í dagsljósið en í
þeim lýsir hann sakleysi sínu.
Grimmileg hefnd!
„Nei þetta er ekki persónulegt. En
það er verið að
refsa mér fyrir að
hafa sjálfstæðar
skoðanir. Við því er
ekkert að segja.“
Þingmaðurinn
Atli Gíslason er
með böggum hildar eftir að hann var
skipaður í leiðinlega þingnefnd sem
hann langar ekkert að sitja í.
36 viðhorf Helgin 7.-9. október 2011
Leitið upplýsinga á
auglýsingadeild Fréttatímans
í síma 531 3310 eða á
valdimar@frettatiminn.is
Fréttatímanum er dreift
á heimili á höfuðborgar-
svæðinu og Akureyri og
í lausadreifingu um allt
land. Dreifing á bækl-
ingum og fylgiblöðum
með Fréttatímanum
er hagkvæmur kostur.