Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 24
KR Bestur: Hanns Þór Halldórsson Mikilvægastur: Bjarni Guðjónsson Hver kom mest á óvart? Viktor Bjarki Arnarsson Efnilegastur: Egill Jónsson Hvað næst? Verja báða titla og komast lengra í Evrópukeppninni en í fyrra. FH FH-ingar urðu fyrir miklum vonbrigðum í sumar enda óásættanlegt að vinna ekki titil í Hafnarfirðinum. Ömurleg byrjun gerði titilvonir Hafnfirðinga að engu og það dugði ekki til að liðið ynni níu af síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni. Varnar- leikur liðsins var slakur í nær allt sumar en frammistaða manna eins og Matthíasar Vil- hjálmssonar og Björns Daníels Sverrissonar gefur góð fyrirheit. Bestur: Matthías Vilhjálmsson Mikilvægastur: Gunnleifur Gunnleifsson Hver kom mest á óvart: Hákon Atli Hall- freðsson Efnilegastur: Emil Pálsson Hvað næst? Gera atlögu að öllum titlum sem í boði eru og stokka upp liðið sem þarf á endurnýjun að halda. ÍBV Þegar á reyndi höfðu Eyjamenn ekki hópinn til að halda út heilt tímabil í baráttunni um meistaratitilinn. Brotthvarf leikmanna á borð við Eið Aron Sigurbjörnsson og Kelvin Mellor hafði mikil áhrif á liðið og þegar meiðsl og leikbönn lykilmanna brustu á kom í ljós hversu þunnur hópurinn var. Eyjamenn geta þó verið stoltir af tímabilinu sem skilaði þeim þriðja sæti og undanúrslit- um í bikar. Bestur: Eiður Aron Sigurbjörnsson Mikilvægastur: Tryggvi Guðmundsson Hver kom mest á óvart: Arnór Eyfar Ólafs- son Efnilegastur: Guðmundur Þórarinsson Hvað næst? Finna almennilegan framherja og gera enn eina atlöguna að titli á næsta ári. Stjarnan Án nokkurs vafa skemmtilegasta lið deildar- innar. Sóknarleikurinn var frábær stærstan hluta mótsins en varnarleikur alls liðsins oft og tíðum slakur. Stjörnuliðið fullorðnaðist eftir því sem leið á sumarið og sýndi undir lokin að það er orðið mjög öflugt lið. Nú vantar stöðugleikann til að berjast við hin toppliðin allt til loka tímabils. Bestur: Daníel Laxdal Mikilvægastur: Garðar Jóhannsson Hver kom mest á óvart? Hörður Árnason Efnilegastur: Jóhann Laxdal Hvað næst? Læra að spila varnarleik sem lið, fá stöðugleika og gera áhlaup á titilinn á næsta ári. Valur Valsmenn byrjuðu mótið frábærlega en þegar leið á tímabilið komu veikleikar liðs- ins í ljós. Einhæfur sóknarleikur án alvöru framherja og hægir varnarmenn voru ekki til þess fallnir að liðið héldi út eitt stykki Ís- landsmót. Fá lið sýndu þó meiri karakter en Valsmenn í sumar og fengu þeir mörg stig með dugnaði og ódrepandi baráttuvilja. Bestur: Guðjón Pétur Lýðsson Mikilvægastur: Haukur Páll Sigurðsson Hver kom mest á óvart? Halldór Kristinn Halldórsson Efnilegastur: Kolbeinn Kárason Hvað næst? Finna framherja og smíða sóknarleik í kringum hann. Sníða sér stakk eftir vexti fjárhagslega. Breiðablik Ömurlegt tímabil fyrir Blikana þar sem allir leikmenn, að Kristni Steindórssyni undan- skildum, léku langt undir getur. Ekkert sjálfstraust var í liðinu, enginn karakter og algjört andleysi. Sumar sem Blikar vilja gleyma sem fyrst. Bestur: Kristinn Steindórsson Mikilvægastur: Kristinn Steindórsson Hver kom mest á óvart? Sigmar Sigurðarson Efnilegastur: Tómas Óli Garðarsson Hvað næst? Gyrða sig í brók, nota veturinn vel til að styrkja leikmannahópinn og efla sjálfstraust. Finna tvo miðverði. Þá getur liðið komist aftur í toppbaráttuna. Sumar KR-inga Lokaumferðin í Pepsi-deildinni fór fram um helgina. Fyrir umferðina var KR búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og Víkingar fallnir en Grindavík hélt sæti sínu í deildinni á kostnað Þórs með ævintýralegum sigri á ÍBV. Fréttatíminn birtir hér lokauppgjör sitt fyrir Pepsi-deildina 2011. K nattspyrnusumarið 2011 er sumar KR-inga og Rúnars Kristinssonar – svo einfalt er það. Rúnar varð, á sínu fyrsta heila tíma- bili sem þjálfari, fjórði þjálfarinn í sögu KR til að vinna tvöfalt. Áður höfðu Óli B. Jónsson (1961), Sigurgeir Guð- mannsson (1963) og Atli Eðvalds- son (1999) stýrt KR til sigurs í Ís- landmóti og bikarkeppni á sama árinu. Óhætt er að segja að KR- ingar hafi verið í forystusæt- inu í allt sumar og leitt deildina nánast allan tím- ann. Byrjunin var góð, miðkaflinn enn betri og þótt liðið hafi hikstað á tímabili í ágúst tryggði það sér sigur í deildinni í næstsíðustu umferð. Eftir sjö titlalaus ár í Vestur- bænum komu tveir titlar. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, er besti leikmaður Pepsi-deildar- innar 2011 að mati Fréttatímans. Hannes Þór átti frábært tímabil og var lykilmaður í tvöföldu meistaraliði KR. Hannes varði meðal annars vítaspyrnur gegn FH og Fram á KR-vellinum sem breyttu gangi þeirra leikja. Fréttatíminn valdi einnig lið ársins en í því voru fimm KR-ingar, þrír Stjörnumenn, tveir Eyjamenn og einn FH-ingur. Fylkir Skrýtið tímabil hjá Fylki. Í góðum málum og spiluðu fínan bolta allt þar til Andrés Már Jóhannesson var seldur til Haugesund og Ingimundur Níels Óskarsson fór til Ulf/Sandnes. Þá var liðið úr fallhættu og endaði tímabilið með unga stráka liðinu, brokkgengri spilamennsku þar sem að engu var að keppa. Bestur: Andrés Már Jóhannesson Mikilvægastur: Albert Brynjar Ingason Hver kom mest á óvart? Fjalar Þor- geirsson Efnilegastur: Hjörtur Hermannsson Hvað næst? Notfæra sér þá reynslu sem ungir og efnilegir leikmenn liðsins fengu í sumar og byggja í kringum þá með reynslumiklum mönnum. Keflavík Eflaust var ekki hægt að búast við miklu meira af Keflvíkingum. Treystu alltof mikið á Guðmund Steinarsson í sókninni, réðu ör- sjaldan miðjunni í leikjum og voru með hæga vörn. Ómar Jóhannsson, markvörður liðsins, bjargaði þeim sennilega frá falli. Bestur: Ómar Jóhannsson Mikilvægastur: Guðmundur Steinarsson Hver kom mest á óvart? Einar Orri Einarsson Efnilegastur: Frans Elvarsson Hvað næst? Vona að Guðmundur Steinarsson hætti ekki og reyni að búa til lið með ungum leikmönnum í bland við reynslubolta. Þurfa að bæta miðjuspilið. Fram Einhver ótrúlegasti viðsnúningur sem sést hefur. Framarar voru fallnir í fimmtándu umferð en rifu sig heldur betur upp og lönduðu sextán stigum í síðustu sjö leikj- unum. Koma Bretanna Stevens Lennon og Samuels Hewson breytti öllu því þá varð liðið allt einu ógnandi auk þess sem tilfærsla Allans Loving úr bakverði í miðja vörn þétti vörnina verulega. Bestur: Steven Lennon Mikilvægastur: Ögmundur Krist- insson Hver kom mest á óvart? Kristinn Ingi Halldórsson Efnilegastur: Hlynur Atli Magn- ússon Hvað næst? Byggja ofan á frábæran endasprett. Grindavík Grindavík náði aldrei flugi þetta tímabilið og bjargaði sér á mark- vörslu Óskars Péturssonar. Virkuðu oft stefnulausir og andlausir. Bestur: Óskar Pétursson Mikilvægastur: Óskar Pétursson Hver kom mest á óvart? Alexander Magnússon Efnilegastur: Óli Baldur Bjarnason Hvað næst? Uppgötva baráttuand- ann sem er eitt það mikilvægasta fyrir Grindavíkurliðið til að halda sér í deildinni. Þór Bestur: Sveinn Elías Jónsson Mikilvægastur: Sveinn Elías Jónsson Hver kom mest á óvart? Sveinn Elías Jónsson Efnilegastur: Gísli Páll Helgason Hvað næst? Halda öllum leik- mönnum og komast aftur upp. Víkingur Bestur: Mark Rutgers Mikilvægastur: Mark Rutgers Hver kom mest á óvart? Arnór Eyvar Ólafsson Efnilegastur: Viktor Jónsson Hvað næst? Öðlast stöðugleika og frið og komast upp aftur. Lið ársins í PePsi-deiLdinni 2011 Hannes Þór Halldórsson, KR Skúli Jón Friðgeirsson, KR Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV Daníel Laxdal, Stjörnunni Guðmundur Reynir Gunnarsson, KR Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Bjarni Guðjónsson, KR Halldór Orri Björns- son, Stjörnunni Matthías Vilhjálmsson, FH Kjartan Henry Finnbogason, KR Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 24 fótbolti Helgin 7.-9. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.