Fréttatíminn - 07.10.2011, Qupperneq 24
KR
Bestur: Hanns Þór Halldórsson
Mikilvægastur: Bjarni Guðjónsson
Hver kom mest á óvart? Viktor Bjarki
Arnarsson
Efnilegastur: Egill Jónsson
Hvað næst? Verja báða titla og komast
lengra í Evrópukeppninni en í fyrra.
FH
FH-ingar urðu fyrir miklum vonbrigðum
í sumar enda óásættanlegt að vinna ekki
titil í Hafnarfirðinum. Ömurleg byrjun gerði
titilvonir Hafnfirðinga að engu og það
dugði ekki til að liðið ynni níu af síðustu
ellefu leikjum sínum í deildinni. Varnar-
leikur liðsins var slakur í nær allt sumar en
frammistaða manna eins og Matthíasar Vil-
hjálmssonar og Björns Daníels Sverrissonar
gefur góð fyrirheit.
Bestur: Matthías Vilhjálmsson
Mikilvægastur: Gunnleifur Gunnleifsson
Hver kom mest á óvart: Hákon Atli Hall-
freðsson
Efnilegastur: Emil Pálsson
Hvað næst? Gera atlögu að öllum titlum
sem í boði eru og stokka upp liðið sem þarf
á endurnýjun að halda.
ÍBV
Þegar á reyndi höfðu Eyjamenn ekki hópinn
til að halda út heilt tímabil í baráttunni um
meistaratitilinn. Brotthvarf leikmanna á
borð við Eið Aron Sigurbjörnsson og Kelvin
Mellor hafði mikil áhrif á liðið og þegar
meiðsl og leikbönn lykilmanna brustu á
kom í ljós hversu þunnur hópurinn var.
Eyjamenn geta þó verið stoltir af tímabilinu
sem skilaði þeim þriðja sæti og undanúrslit-
um í bikar.
Bestur: Eiður Aron Sigurbjörnsson
Mikilvægastur: Tryggvi Guðmundsson
Hver kom mest á óvart: Arnór Eyfar Ólafs-
son
Efnilegastur: Guðmundur Þórarinsson
Hvað næst? Finna almennilegan framherja
og gera enn eina atlöguna að titli á næsta
ári.
Stjarnan
Án nokkurs vafa skemmtilegasta lið deildar-
innar. Sóknarleikurinn var frábær stærstan
hluta mótsins en varnarleikur alls liðsins oft
og tíðum slakur. Stjörnuliðið fullorðnaðist
eftir því sem leið á sumarið og sýndi undir
lokin að það er orðið mjög öflugt lið. Nú
vantar stöðugleikann til að berjast við hin
toppliðin allt til loka tímabils.
Bestur: Daníel Laxdal
Mikilvægastur: Garðar Jóhannsson
Hver kom mest á óvart? Hörður Árnason
Efnilegastur: Jóhann Laxdal
Hvað næst? Læra að spila varnarleik sem
lið, fá stöðugleika og gera áhlaup á titilinn
á næsta ári.
Valur
Valsmenn byrjuðu mótið frábærlega en
þegar leið á tímabilið komu veikleikar liðs-
ins í ljós. Einhæfur sóknarleikur án alvöru
framherja og hægir varnarmenn voru ekki
til þess fallnir að liðið héldi út eitt stykki Ís-
landsmót. Fá lið sýndu þó meiri karakter en
Valsmenn í sumar og fengu þeir mörg stig
með dugnaði og ódrepandi baráttuvilja.
Bestur: Guðjón Pétur Lýðsson
Mikilvægastur: Haukur Páll Sigurðsson
Hver kom mest á óvart? Halldór Kristinn
Halldórsson
Efnilegastur: Kolbeinn Kárason
Hvað næst? Finna framherja og smíða
sóknarleik í kringum hann. Sníða sér stakk
eftir vexti fjárhagslega.
Breiðablik
Ömurlegt tímabil fyrir Blikana þar sem allir
leikmenn, að Kristni Steindórssyni undan-
skildum, léku langt undir getur. Ekkert
sjálfstraust var í liðinu, enginn karakter
og algjört andleysi. Sumar sem Blikar vilja
gleyma sem fyrst.
Bestur: Kristinn Steindórsson
Mikilvægastur: Kristinn Steindórsson
Hver kom mest á óvart? Sigmar Sigurðarson
Efnilegastur: Tómas Óli Garðarsson
Hvað næst? Gyrða sig í brók, nota veturinn
vel til að styrkja leikmannahópinn og efla
sjálfstraust. Finna tvo miðverði. Þá getur
liðið komist aftur í toppbaráttuna.
Sumar KR-inga
Lokaumferðin í Pepsi-deildinni fór fram um helgina. Fyrir umferðina var KR búið að tryggja sér
Íslandsmeistaratitilinn og Víkingar fallnir en Grindavík hélt sæti sínu í deildinni á kostnað Þórs
með ævintýralegum sigri á ÍBV. Fréttatíminn birtir hér lokauppgjör sitt fyrir Pepsi-deildina 2011.
K nattspyrnusumarið 2011 er sumar KR-inga og Rúnars Kristinssonar – svo einfalt er það. Rúnar varð, á sínu fyrsta heila tíma-
bili sem þjálfari, fjórði þjálfarinn í sögu
KR til að vinna tvöfalt. Áður höfðu Óli
B. Jónsson (1961), Sigurgeir Guð-
mannsson (1963) og Atli Eðvalds-
son (1999) stýrt KR til sigurs í Ís-
landmóti og bikarkeppni á sama
árinu. Óhætt er að segja að KR-
ingar hafi verið í forystusæt-
inu í allt sumar og leitt
deildina nánast allan tím-
ann. Byrjunin var góð,
miðkaflinn enn betri
og þótt liðið hafi
hikstað á tímabili
í ágúst tryggði
það sér sigur
í deildinni í
næstsíðustu
umferð. Eftir
sjö titlalaus
ár í Vestur-
bænum
komu tveir
titlar.
Hannes Þór Halldórsson, markvörður
KR, er besti leikmaður Pepsi-deildar-
innar 2011 að mati Fréttatímans.
Hannes Þór átti frábært tímabil og var
lykilmaður í tvöföldu meistaraliði KR.
Hannes varði meðal annars vítaspyrnur
gegn FH og Fram á KR-vellinum sem
breyttu gangi þeirra leikja. Fréttatíminn
valdi einnig lið ársins en í því voru
fimm KR-ingar, þrír Stjörnumenn, tveir
Eyjamenn og einn FH-ingur.
Fylkir
Skrýtið tímabil hjá Fylki. Í góðum
málum og spiluðu fínan bolta allt
þar til Andrés Már Jóhannesson
var seldur til Haugesund og
Ingimundur Níels Óskarsson fór
til Ulf/Sandnes. Þá var liðið úr
fallhættu og endaði tímabilið með
unga stráka liðinu, brokkgengri
spilamennsku þar sem að engu var
að keppa.
Bestur: Andrés Már Jóhannesson
Mikilvægastur: Albert Brynjar
Ingason
Hver kom mest á óvart? Fjalar Þor-
geirsson
Efnilegastur: Hjörtur Hermannsson
Hvað næst? Notfæra sér þá reynslu
sem ungir og efnilegir leikmenn
liðsins fengu í sumar og byggja í
kringum þá með reynslumiklum
mönnum.
Keflavík
Eflaust var ekki hægt að búast
við miklu meira af Keflvíkingum.
Treystu alltof mikið á Guðmund
Steinarsson í sókninni, réðu ör-
sjaldan miðjunni í leikjum og voru
með hæga vörn. Ómar Jóhannsson,
markvörður liðsins, bjargaði þeim
sennilega frá falli.
Bestur: Ómar Jóhannsson
Mikilvægastur: Guðmundur
Steinarsson
Hver kom mest á óvart? Einar Orri
Einarsson
Efnilegastur: Frans Elvarsson
Hvað næst? Vona að Guðmundur
Steinarsson hætti ekki og reyni að
búa til lið með ungum leikmönnum
í bland við reynslubolta. Þurfa að
bæta miðjuspilið.
Fram
Einhver ótrúlegasti viðsnúningur
sem sést hefur. Framarar voru
fallnir í fimmtándu umferð en rifu
sig heldur betur upp og lönduðu
sextán stigum í síðustu sjö leikj-
unum. Koma Bretanna Stevens
Lennon og Samuels Hewson breytti
öllu því þá varð liðið allt einu
ógnandi auk þess sem tilfærsla
Allans Loving úr bakverði í miðja
vörn þétti vörnina verulega.
Bestur: Steven Lennon
Mikilvægastur: Ögmundur Krist-
insson
Hver kom mest á óvart? Kristinn
Ingi Halldórsson
Efnilegastur: Hlynur Atli Magn-
ússon
Hvað næst? Byggja ofan á
frábæran endasprett.
Grindavík
Grindavík náði aldrei flugi þetta
tímabilið og bjargaði sér á mark-
vörslu Óskars Péturssonar. Virkuðu
oft stefnulausir og andlausir.
Bestur: Óskar Pétursson
Mikilvægastur: Óskar Pétursson
Hver kom mest á óvart? Alexander
Magnússon
Efnilegastur: Óli Baldur Bjarnason
Hvað næst? Uppgötva baráttuand-
ann sem er eitt það mikilvægasta
fyrir Grindavíkurliðið til að halda
sér í deildinni.
Þór
Bestur: Sveinn Elías Jónsson
Mikilvægastur: Sveinn Elías
Jónsson
Hver kom mest á óvart? Sveinn
Elías Jónsson
Efnilegastur: Gísli Páll Helgason
Hvað næst? Halda öllum leik-
mönnum og komast aftur upp.
Víkingur
Bestur: Mark Rutgers
Mikilvægastur: Mark Rutgers
Hver kom mest á óvart? Arnór
Eyvar Ólafsson
Efnilegastur: Viktor Jónsson
Hvað næst? Öðlast stöðugleika og
frið og komast upp aftur.
Lið ársins í PePsi-deiLdinni 2011
Hannes Þór Halldórsson, KR
Skúli Jón
Friðgeirsson, KR
Eiður Aron
Sigurbjörnsson, ÍBV
Daníel Laxdal,
Stjörnunni
Guðmundur Reynir
Gunnarsson, KR
Tryggvi
Guðmundsson, ÍBV
Bjarni
Guðjónsson, KR
Halldór Orri Björns-
son, Stjörnunni
Matthías
Vilhjálmsson, FH
Kjartan Henry
Finnbogason, KR
Garðar Jóhannsson,
Stjörnunni
24 fótbolti Helgin 7.-9. október 2011