Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 70

Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 70
 Sjónvarp Gillz á Benidorm j á, Stóri G-maðurinn er að fara til Beni-dorm á laugardaginn í sex daga vinnu-ferð. Það er ömurleg tilviljun að við skulum lenda þarna á laugardagskvöldi á sama tíma og froðudiskótekin eru að keyra sig í gang!“ segir Egill Gillz Einarsson um væntanlegar upptökur á nýrri þáttaröð af Mannasiðum Gillz á Benidorm sem verður sýnd eftir áramót á Stöð 2. Fyrsta þáttaröðin gerði mikla lukku á Stöð 2 í fyrra og Egill á ekki von á öðru en að sömu örlög bíði þessarar. „Ég held ekkert um það. Ég veit það. Þetta verður besta sjónvarpsefnið þennan veturinn, það er klárt.“ Ástæðan fyrir því að farið er til Benidorm er að sögn Egils sú að þar ætlar hann að kenna Íslending- um hvernig á að hegða sér eins og sannur heimsborgari á sólarströnd. „Ég þarf að skottast með rasshaus- inn Þorstein Guðmundsson og sýna honum hvernig menn hegða sér á sólarströnd. Rasshausinn er svona týpískur Íslendingur. Alltaf fullur með allt lóðrétt niður um sig á sund- laugarbakkanum, í spilavítinu og á ströndinni! Eftir næstu seríu munu Íslendingar ekki lengur verða sér til skammar þegar þeir henda sér á sólarströnd heldur haga sér eins og sannir heimsborgarar,“ segir Egill. Egill og Þorsteinn verða ekki ein- ir á sólarströndinni því með í för verða tólf manns sem koma að gerð þáttarins og gull- fallegar stúlkur – bikiníbombur eins og ein- hver orðaði það. „Já, Hugi framleiðandi vildi ekki taka sénsinn á því að það væru gullfal- legar stelpur á Benidorm í október; þær eru meira að skottast þarna um í júlí og ágúst. Þegar Stóri G-maðurinn fer yfir hegðun á ströndinni verða að vera þar myndarlegar stelpur sem stara á hann í því atriði, það er bara þannig,“ segir Egill. oskar@frettatiminn.is Egill Gillz Einarsson tuskar rasshausinn Þor- stein til á sólarströnd í nýrri þáttaröð af Mannasiðum. Þær Hildur María og Svava Guðrún eiga að lífga upp á strandlífið á Benidorm. Ljósmynd/Hari Með Þorsteini og bikiníbombum Ég þarf að skottast með rass- hausinn Þorstein Guðmunds- son og sýna honum hvernig menn hegða sér á sólarströnd. Kári fangar villuráfandi ferðamenn Kári Sturluson tónleikahaldari með meiru kemur út úr skápnum sem ljósmyndari þegar hann opnar sína fyrstu sýningu á mánudag. Kári fór lo-fi leiðina við ljósmyndasköpunina og notaði BlackBerry-símann sinn til að grípa augnablik sem urðu á vegi hans. Alls eru þau 21 á sýningunni og viðfangsefnið kemur fram í heiti hennar: Lausaganga ferðamanna í borgarlandinu. Sýningarstaðurinn er Gym & Tonic á Kex Hostel og opnunarhófið verður haldið síðdegis á mánudag. Guðrún Ebba hjá Þórhalli Bókar Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur Ólafs Skúlasonar biskups, sem Elín Hirst skrifar er beðið með mikilli eftir- væntingu. Í bókinni lyftir Guðrún Ebba lokinu af fortíðinni og lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns. Guðrún Ebba hefur aldrei tjáð sig opinberlega um föður sinn en mun gera það í fyrsta sinn í sérstökum viðtals- þætti hjá Þórhalli Gunnarssyni á RÚV á sunnudagskvöldið. Búast má við miklu áhorfi enda Þórhallur alvanur spyrill og umræðuefnið, kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga, verið mikið í umræðunni á þessu ári. Stóri G-maðurinn tuskar til rasshausinn Þorstein Guðmunds- son í nýrri þáttaröð af Mannasiðum Gillz. Ljósmynd/Hari F yrir síðustu Airwaves-hátíð kynnti Síminn tæknibyltingu sem tengd-ist Airwaves en nú hefur tæknin verið tekin skrefinu lengra og hægt er að nálgast Iceland Airwaves-smáforrit endurgjaldslaust í snjallsíma sem er 360º upplýsingaveita um hátíðina. Appið býður notandanum t.d. upp á að skipuleggja sína eigin tónleikadagskrá, deila henni með vinum á Facebook, gefa tónleikum einkunn og skoða glæný myndbönd með íslenskum tónlistarmönnum. Margrét Stefánsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir í samtali við Frétta- tímann að Síminn hafi ákveðið að búa til smáforrit sem gæti auðveldað tónlistar- gestum á Airwaves að njóta hátíðarinnar. „Smáforritið heldur utan um alla tón- listarviðburði Airwaves, einnig þá sem boðið er upp á ókeypis víðs vegar um borgina, svokallaða „off venues“. Þannig er hægt að búa sér til dagskrá sem gerir það að verkum að tónleikagestir ná yfirsýn og fá sem mest út úr hátíðinni og geta með því fengið áminningu í símann fimmtán mínútum áður en tónleikarnir hefjast. Smáforritið er einfalt og þar er hægt að fylgjast með biðröðum í gegnum farsímann en netmyndavélar hafa verið settar upp til þess að gera þetta kleift svo að tónleikagestir eyði sem minnstum tíma í biðröðum. Mikið magn upplýsinga um hljómsveitir má finna á upplýsinga- veitunni og eftir tónleika er hægt að gefa þeim einkunn og fylgjast með einkunn götunnar. Enn fremur hafa verið fram- leidd um 60 myndbönd um íslensku hljómsveitirnar sem hægt er að sækja í gegnum smáforritið,“ segir Margrét. Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin stendur frá 12. til 16. október. -óhþ Sérstakt smáforrit helgað Iceland Airwaves.  airwaveS TækninýjunG 360º Airwaves-smáforrit frá Símanum Hannes Þór á ferð og flugi Það er í mörg horn að líta hjá markverð- inum Hannesi Þór Halldórssyni. Eftir frábært sumar, þar sem hann hefur rakað saman verðlaunum bæði með KR og sem einstaklingur, fór hann til Portúgals þar sem hann mætir Portúgölum í dag, föstu- dag, í síðasta leik Ólafs Jóhannessonar. Hann heldur ekki heim eftir leik því næst bíður hans Benidorm þar sem hann mun leikstýra Stóra G-manninum og Þor- steini Guðmundssyni í nýrri þáttaröð af Mannasiðum Gillz eins og fram kemur hér við hliðina. Ferðanuddbekkur • Stillanlegur höfuðpúði • Stuðningur fyrir handleggi • Hæðarstilling 59-86 cm • Burðargeta 250 kg • Þyngd 16 kg Verð aðeins 59.890 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 66 dægurmál Helgin 7.-9. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.