Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 44

Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 44
Kreppufréttir fyrstu þingvikunnar Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL V Vikan sem er að líða er mikilvæg og tíðinda að vænta enda kom nýtt þing saman þótt því væri ekki fagnað af öllum. Þingheimur fekk yfir sig skæðadrífu eggja og tómata, jafnvel svo að einn féll við eftir að hafa fengið egg í höfuðið. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með niðurskurði á flestum vígstöðvum og forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína.Fréttavefir fylgjast með atburðum líðandi stundar og sýna jafnframt hvað mest er lesið og vinsælast hverju sinni. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, er mest lesinn allra slíkra miðla og heldur uppi prýðilegri þjónustu, eins og Visir.is og vefur Ríkisútvarpsins gera raunar líka. Fróðlegt var því að fylgjast með því á netmiðlunum hvað vinsælast var og mest lesið í upphafi þessarar merkilegu viku, hinnar fyrstu í október, eftir að Árni Þór var rotaður við þingsetninguna, flokksbróðir hans lagði fram niðurskurðarfrumvarpið og daginn sem landsmóðirin flutti stefnuræðu sína. Var ekki öruggt að hin kreppuhrjáða þjóð fylgdist af athygli með því sem stjórnvöld höfðu fram að færa? Hafði hin íslenska þjóð ekki áhyggjur af skuldum heimilanna, verðbólgunni, verðtryggingunni og stöðu forsetaembættisins? Til þess að spara pláss í rannsóknarvinnunni látum við vinsælustu fréttir mbl.is á mánu- daginn duga. Af mest lesnu fréttinni, hvort heldur var á forsíðunni eða þættinum um fólk, var ekki að sjá að þeir sem væntanlega eru að kikna undan skuldabyrði, verðbólgu og verð- tryggingu hefðu sérstakar áhyggjur af þeim þáttum, eða biðu með öndina í hálsinum eftir stefnuræðu forsætisráðherra. Áhugi kreppuþjóðarinnar þann drottins dag var nefnilega bundinn við frásögn af breskri konu sem komst að því að kærasti hennar til langs tíma reyndist vera kona. Hin grunlausa kona var að vonum í áfalli en sambýlingurinn hafði hulið kynferði sitt með því að hátta sig í myrkri og vefja á sér brjóstin. Saklausir Frónbúar slógu sér á lær og hugsuðu með sér að aldrei hefði þetta gengið hér á landi þar sem björt sumar- nóttin leynir engu þegar til ástalífsins kemur, hvorki reyrðum brjóstum né átakanlegu limleysi. Vefur Morgunblaðsins sá enn fremur til þess að fræða kreppuhrjáða Íslendinga enn betur með því að veita beina aðgöngu að vef breska blaðsins Daily Mail þaðan sem fréttin var upphaflega komin. Þar komust stautfærir í engilsaxnesku að því að hinn meinti kærasti hafði ekki látið limleysið hindra sig heldur bundið á sig miðjan tréstaut úr klósett- rúlluhaldara. Nýtnina ber vissulega að virða á erfiðum tímum og víst er að rúllustatívið var eftir atvikum vandað því ekki kvartaði ástkonan undan því að hafa fengið í sig flís. Hafi menn með samfélagsáhyggjur búist við því að þessi frétt væri undantekning og að næstmest lesna fréttin hlyti að vera um niðurskurð fjárlaga var því ekki að heilsa. Þar sagði nefnilega af eiginkonu þekkts bandarísks kvikmyndaleikara sem leigt hafði vændiskonu handa bónda sínum. Sú tók þátt í samlífi þeirra sem ku hafa verið orðið tilbreytingarlítið. Ódýrara hefði auðvitað verið að sækja klósettrúlluhaldara heimilisins en ekki er víst að þessi bandarísku leikarahjón hafi haft hugmyndaflug til slíks. Trúlega hafa byltingarmenn af Austurvelli reiknað með því að þriðja mest lesna fréttin væri um vanda heimilanna, kvótafrumvarpið eða að minnsta kosti líðan þingmannsins sem fékk eggið í höfuðið. Svo var ekki. Þar sagði hins vegar af stúlkunni Holly Madison sem tryggði sína verðmætustu eign, eigin brjóst. Vefur Morgunblaðsins fræddi áhyggjufulla alþýðu líka um það að Holly þessi væri þekktust fyrir að vera fyrrverandi kærasta Hughs Hefner, eiganda Playboy-veldisins. Miðað við frásagnir af ástalífi þess gamla hefði honum sennilega ekki veitt af svipaðri styrkingu og limlausa konan breska greip til þegar húma tók. Vefur Morgunblaðsins klykkti út með því í frásögninni af ungfrú Madison að hún starfaði nú í sýningunni Peepshow í Las Vegas en greindi ekki frekar frá því hvað þar færi fram. Í fyrirsögn þeirrar fréttar sem sat í fjórða sæti þeirra mest lesnu var milljarðamæringur nefndur í fyrirsögn. Loks mátti vænta frásagnar af hrundu samfélagi þar sem milljarða- mæringar spruttu upp eins og gorkúlur á haug en hurfu um leið og Geir bað Guð að blessa Ísland. Við lestur þessarar vinsælu fréttar sást hins vegar fljótt að ekki var skrifað um ís- lenskan útrásarvíking heldur sjónvarpskappann Simon Cowell sem hvað grimmastur er við falska söngvara sem vilja verða heimsstjörnur. Af Símoni voru þau tíðindi helst að hann fær morgunmatinn í rúmið, nýkreistan papaya-safa með sítrónu út í – og að hann fer í bað þrisvar á dag. Söngkonan Paula Abdul, meðdómandi yfir fölsku söngvurunum, segir enda að Símon sé alltaf fínn og vel ilmandi. Hafi einhver átt von á frétt um tillögur stjórnarandstöðunnar í önugri tíð í þingbyrjun þá brást hún því Ashton Kutcher hafði betur en Bjarni Ben. í Moggafréttinni, hvort heldur var á forsíðunni sjálfri eða fréttunum um fólkið. Ashton þykir vel af Guði gerður en frægastur þó fyrir að vera giftur gamalli konu, Demi nokkurri Moore, sem áður átti kappann Bruce Willis og með honum nokkur börn. Ef marka má netmiðilinn stríða þau Ashton og Demi við hjónabandsörðugleika en meiri áhersla var þó lögð á það í fréttum í byrjun þessarar fyrstu þingviku að pilturinn föngulegi væri að striplast á tökustað sjónvarpsþáttanna Two and a Half Men en þar tók hann við hlutverki Charlies Sheen sem flippaði á vordögum. Moggi sagði Ashton alls ófeiminn við að striplast og að hann notaði ekki neinar hlífar eins og margir leikarar gera. Af frásögninni að dæma er ósennilegt að hann þurfi að styrkja sig með statívi. Te ik ni ng /H ar i Alltaf gott úrval - Alltaf gott verð SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410 GÆSAGALLAR Vindheldir, vatnsheldir gallar með útöndun. Jakki og smekkbuxur. RJÚPNAVESTI Vel hönnuð vesti sem hafa reynst vel á Íslandi árum saman. VERÐ AÐEINS 29.900,- VE RÐ AÐEINS 8.995,- VEIÐIBÚÐ ALLRA LANDSMANNA VEIDIMADURINN.IS Rjúpnaskot - 25 skot í pakka Rio 36 gr. Haglastærðir 4 og 5. Aðeins 1.595,- Rio 42 gr. Haglastærðir 4 og 5. Aðeins 1.895,- Sellier & Bellot 36 gr. Haglastærðir 4, 5 og 6. Aðeins 1.695,- Sellier & Bellot 42,5 gr. Haglastærðir 4 og 5. Aðeins 2.195,- Federal Premium 36 gr. Haglastærðir 4 og 5. Aðeins 3.995,- Gæsaskot - 25 skot í pakka Rio 42 gr. Haglastærðir 3 og 4. Aðeins 1.895,- Rio 50 gr. Haglastærðir 2 og 4. Aðeins 2.395,- Sellier & Bellot 42,5 gr. Haglastærðir BB, 2 og 4. Aðeins 2.195,- Sellier & Bellot 53 gr. Haglastærðir BB, 2 og 4. Aðeins 2.595,- – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 63 31 0 9/ 11 15% afsláttur Panodil hot, Nezeril og Zovir Lægra verð í Lyfju Gildir til 14. október 40 viðhorf Helgin 7.-9. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.