Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 30
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
fyrir íslenskt vísindasamfélag
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og
framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda-
og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s.
Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og
miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins.
Siðareglur
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Rannís óskar eftir samstarfi við vísindamenn, rannsakendur og fræðimenn til að
skapa íslensku vísinda- og rannsóknarsamfélagi sterka siðferðilega umgjörð.
Rannís hefur að beiðni Vísinda- og tækniráðs sett fram tillögur sem er ætlað að vera
leiðbeinandi fyrir vönduð vinnubrögð í vísindum.
Allir sem telja sér málið skylt eru hvattir til að kynna sér það nánar á heimasíðu
Rannís, www.rannis.is/sidareglur og koma á framfæri athugasemdum
á netfangið sidareglur@rannis.is fyrir 15. október 2011.
farin að verða minn akkilesarhæll
ætlaði ég að kenna eftir hádegi en
þá voru skólarnir tvískiptir en ég
fékk síður flog seinnipartinn ef ég
hafði sofið vel. Skólarnir urðu hins
vegar einsetnir tveimur árum eftir
að ég útskrifaðist. Ég reyndi að
kenna í fjögur ár en gafst þá upp.
Ég vissi að minn tími var liðinn
þegar ég var að vakna úr flogi og
heyrði skólastjóra dæsa yfir mér.
Ég fann að ég var ekki velkomin –
og sennilega var ég ekki heppileg-
ur starfskraftur.“
Myndi ekki segja satt
Nú voru góð ráð dýr, að sögn
Unnar.
„Eftir þetta sótti ég um eitt starf
og þar var spurt um heilsufar. Ég
velti því fyrir mér um stund hverju
ég ætti að svara ...“
Og hverju svaraðir þú?
„Að það væri allt í þessu fína frá
Kína! Ég var nefnilega að sækja
um starf hjá sjálfri mér og ég hef
komist að því að ég er langumburð-
arlyndasti vinnuveitandinn sem
ég get fundið. En ég er samt algjör
harðstjóri.“
En svona almennt, hvernig
myndirðu ráðleggja fólki, sem er
til dæmis með geðröskun, að svara
slíkri spurningu þegar það er í
atvinnuleit?
„Ég skil vel að starfsmanna-
stjórar skoði vandlega eyður í fer-
ilskrám og spyrji út í heilsufar því
þeir eru að leita að hagkvæmasta
starfsmanninum. Þeir sem eru með
geðraskanir eru fæstir stanslaust
veikir, þeir eiga sín góðu tímabil
inn á milli og það er ef til vill á þeim
tíma sem þeir eru að sækja um
störf. Ég er á því að með því að gefa
upp geðröskun væri viðkomandi að
minnka möguleika sína, sérstak-
lega ef hann hefur ekki verið veikur
í langan tíma. Þannig að margir
sem segja sannleikann fá bara ekki
starf. Það verður hver og einn að
eiga það við sína samvisku hvort
hann ætlar að segja sannleikann
eða ekki.“
Hvað myndir þú gera?
„Ég myndi segja ósatt!“ segir
hún og brosir „En reyndar verð
ég að geta þess að mér var sýndur
mikill skilningur á Morgunblaðinu,
þar sem ég starfaði í föstu starfi
í tæp tvö ár, þannig að maður má
aldrei alhæfa.“
Bókarskrif og blaðamennska
En hvernig kom það til að þú varðst
blaðamaður?
„Ári eftir að kennslu var hætt
hjá hinum dæsandi skólastjóra
eignuðumst við hjónin son. Þegar
fæðingarorlofinu var lokið fór ég
hana leiðinlega. Þrátt fyrir slæma
ritdóma ákvað ég engu að síður,
eftir að hafa sótt um starf hjá sjálfri
mér, að sækja um hjá tímaritaútgáf-
unni Fróða og var þar í nokkur ár
og síðan hef ég skrifað fyrir hina og
þessa.“
Og þar sem hún var nú á annað
borð byrjuð að skrifa ákvað hún að
læra blaðamennsku.
„Já, það var svo kvenlegt;
konum finnst þær þurfa að læra og
kunna alla hluti, þetta var svona
týpískt. En mér fannst leiðinlegt í
Musterinu við Suðurgötu, eins og
ég kalla Háskóla Íslands, og var
ekkert að fara í grafgötur með það.
Ég hélt alltaf að hann væri flottari
og betri en Kennaraháskóli Íslands
en það reyndist langt í frá. Það
var miklu meiri skapandi hugsun
í KHÍ en Musterinu þótt það hafi
skánað þegar á leið. Mér tókst þó á
endanum að klára þrjár gráður þar,
eina meistara og tvær diplómur,
en það gerði mig líka næstum
þunglynda,“ segir hún og hlær.
„Merkilegt nokk þá hefur enginn
vinnuveitandi spurt um geðslag
mitt frekar en gráðurnar mínar,
bara flogin, þau fara heldur ekki
fram hjá neinum. En fólk hefur allt-
af tekið því vel og brugðist rétt við
og sýnt mér mikla tillitssemi. Og
ég hef alltaf gætt þess vel að skila
efni innan tilskilins tíma!“ segir
hún kankvís. „Ég hef alltaf verið
ákveðin í að láta geðröskunina
ekki sigra mig heldur ætla ég að
sigra geðröskunina.“
Kraftmikil í uppsveiflum
En það er líka önnur hlið á geð-
hvörfunum og það eru uppsveifl-
urnar.
„Það er þó ekki þannig að einn
daginn sé ég grenjandi uppi í rúmi
og þann næsta í verslunarleiðangri
að innrétta stofuna mína upp á nýtt
fyrir sjö hundruð þúsund krónur!“
Fyrirgefðu, hvað sagðirðu? Inn-
rétta stofu fyrir sjö hundruð þús-
und krónur?!
„Já, ég gerði það í einni uppsveifl-
unni!“ segir hún skellihlæjandi.
„Það tók tvo daga. Ég átti fyrir
þessu og er alsæl með útkomuna.
Það þurfti sko ekkert að skipta um
allt í stofunni en mér fannst það
meira en bráðnauðsynlegt í þessari
uppsveiflu. Ég fór hamförum í tvo
daga. Ég tek það fram að ég á engin
kreditkort. Þau eru stórhættuleg
fólki með geðhvörf.“
Hún segir uppsveiflurnar and-
stæðu niðursveiflnanna.
„Í uppsveiflunum er lífið sko
í lit og manni finnst alveg stór-
merkilegt hvað fólk getur hugsað
hægt! Á uppleiðinni er ofsalega
skemmtilegt, hugurinn er svo
frjór, orkan í líkamanum svo mikil,
framkvæmdagleðin fram úr hófi en
svo kemur að því að allt fer á yfir-
snúning ef ekki er gripið í taumana,
en oft er hægt að þekkja einkennin
og grípa til viðeigandi ráðstafana
áður en gamanið kárnar um of.
Uppsveiflurnar geta nefnilega ekki
síður haft neikvæðar afleiðingar en
þunglyndið, þótt það sé í eðli sínu
skemmtilegra tímabil meðan á því
Geðraskanir eru margs konar
og tengjast einni af hverjum
þremur fjölskyldum á Íslandi.
Geðraskanir geta verið erfiðir
sjúkdómar og margir þurfa
að leggjast inn á geðdeildir
Landspítalans vegna þeirra og
fá þar þjónustu til lengri eða
skemmri tíma.
Þjónusta starfsfólksins þykir
mjög góð, en aðbúnaður hefur
því miður ekki verið endur
nýjaður sem skyldi og ljóst að
svo mun ekki verða í náinni
framtíð, miðað við fjárhag
ríkisins.
Geðdeildir Landspítala eru
orðnar áratuga gamlar og
nauðsynlegt að endurnýja
bæði innréttingar og hús
búnað.
Umhverfi hefur mikil áhrif á líð
an fólks og það er þess vegna
sem starfsfólk geðdeildanna
ákvað að grípa til eigin ráða og
stofnaði félagið Brospinna.
Tilgangurinn með sölu Bros
pinnans er að bæta aðbúnað á
geðdeildum svo að auka megi
vellíðan og lífsgæði þeirra sem
þurfa að dvelja á deildunum.
Fjórar tegundir Brospinna
verða seldar frá og með
deginum í dag, 7. október, fram
að kvöldi mánudagsins 10.
október: Konubros, karlabros,
strákabros og stelpubros.
Hvert bros kostar aðeins 1.000
krónur og fer allur ágóði í
að bæta aðbúnað á þeim níu
legudeildum sem heyra undir
geðsvið Landspítala.
Brospinnar verða seldir víða
fyrir utan verslunarmiðstöðvar
og á fleiri stöðum á höfuð
borgarsvæðinu og einnig er
hægt að kaupa Brospinna með
því að smella á einn slíkan á
vefborðum hjá visir.is, dv.is,
frettatiminn.is og mbl.is.
að líta í kringum mig en það var
fátt um fína drætti, sérstaklega þar
sem heilsan var ekki upp sitt besta.
Þá datt mér í hug hvort ég gæti
ekki skrifað. Það var ekki alveg úr
lausu lofti gripið því við Jenný B.
Olsen, vinkona mín og fyrrverandi
samstarfskennari, skrifuðum bók
sem heitir „Stríðsárin á Íslandi
1939-1945“ og sú bók er kennd í 9.
bekk í grunnskóla og ég hef heyrt
að hún þyki gasalega skemmti-
leg – eða ekki. Frændsystkin mín
sem hafa þurft að lesa hana segja
30 viðtal Helgin 7.9. október 2011