Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 31
HOT FITNESS
Heitt djúpvöðva fitness er 6-vikna námskeið sem hefur slegið rækileg í gegn!
Æfingakerfið fer fram í heitum sal og byggist á rólegum styrktaræfingum ásamt djúpum teygjum.
Eingöngu er unnið með eigin líkamsþyngd. HD fitness-kerfið er byggt á æfingum sem stjörnur á borð
við Jennifer Aniston og Gwyneth Palthrow stunda. Sérstakar áherslur eru á styrkingu djúpvöðva í kvið
og baki og djúpar teygjuæfingar sem lengja og styrkja alla vöðva líkamans. Hitinn í salnum auðveldar
að ná djúpum teygjum og líkaminn hitnar fljótt og vel.
NÝTT - fyrir lengra komna!
Hot fitness er glænýtt 6-vikna námskeið fyrir þær sem vilja gott alhliða krefjandi æfingakerfi með
áherslu á styrktarþjálfun, teygjuæfingar og slökun. Einnig er í boði fræðsla, upplýsingar og aðstoð
við að breyta yfir í hreinna og heilnæmara mataræði.
Lifandi markaður er samstarfsaðili Hreyfingar á þessu námskeiði og mun veita ítarlega
fræðslu um fæðuþáttinn á námskeiðinu.
Æfingarnar fara fram í heitum sal og æft er með litla bolta sem virka eins og létt lóð.
Ólíkt átaksnámskeiðunum er ekki áhersla á vigtun og mælingar heldur er lögð áhersla
á vellíðunarþáttinn bæði hvað varðar æfingar og mataræði.
HD fitness 32°C
Hot fitness 35°C
Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu, verð og skráningu
finnur þú á www.hreyfing.is
Fáðu fría uppskriftabók!
Farðu á www.hreyfing.is/betrikostur og náðu í fría uppskriftabók með léttum kjúklingaréttum.
Skráðu þig núna í vefverslun Hreyfingar eða í síma 414 4000
stendur. Hvort tímabil stendur yfir
leitt yfir í langan tíma en það getur
komið jafnvægi á milli. Geðhvörf
hafa mjög margar og mismunandi
birtingarmyndir.“
Enn þora margir ekki að koma
fram
Unnur segir að vissulega hafi
dregið úr fordómum en enn megi
gera betur.
„Það var síðast í dag sem ég
spurði manneskju með geðröskun
hvort hún myndi treysta sér í viðtal
við dagblað og hún kvað já við en
treysti sér ekki til þess með mynd
birtingu. En á þessum 22 árum
sem ég hef lifað með geðröskun
hafa breytingarnar verið gífurlegar.
Það er ekki sama þöggunin í kring
um þennan sjúkdóm og áður. Það
verður ekki sigrast á þessum for
dómum nema með fræðslu og sem
betur fer hafa hugrakkar hetjur
stigið fram og sagt sína sögu. Fyrir
tíu árum kom út fyrsta og eina bók
fyrrum samstarfskonu minnar og
hetju, Þórunnar Stefánsdóttur, þar
sem hún lýsir baráttunni við eigin
þunglyndi. Sú bók hlaut tilnefn
ingu til Íslensku bókmenntaverð
launanna og ég veit að hún er biblía
margra sem glíma við þau veikindi.
Það var aðdáunarvert af Þórunni
að stíga þetta skref. Þetta er ennþá
sjúkdómur sem fólki finnst niður
lægjandi að vera með og því þarf að
breyta. Oft er það einnig svo að við
sem erum veik erum með mestu
fordómana gagnvart sjálfum okkur.
Þá eru ættingjar oft hræddir um
að við verðum fyrir aðkasti ef við
segjum frá því eða að það minnki
möguleika okkar í lífinu. Þannig að
það er sagt: „Passaðu þig – segðu
ekki of mikið!“ Það myndi hins veg
ar aldrei vera sagt við krabbameins
sjúkling: „Passaðu þig – segðu
ekki of mikið um krabbameinið
sem þú ert með. Það gæti minnkað
möguleika þína í lífinu.“ Þetta eru
fordómar sem við eigum enn eftir
að vinna á. Geðraskanir eru eins og
hver annar sjúkdómur. Vissulega
eru engir tveir eins en sjúkdómar
fara ekki í manngreinarálit og for
dómar eins og þessir íþyngja og
gera þeirri manneskju sem er með
gerðröskun lífið enn erfiðara. Það á
ekki að vera þannig.“
Er eitthvert viðhorf sem fer í
taugarnar á þér við heilræði sem
þér eru gefin?
„Já, þegar fólk segir mér að rífa
mig nú upp úr þessu og fara í lík
amsrækt. Og þegar ég var eitt sinn
í viðtölum hjá deildarlækni sem
fór að segja mér frá sínum eigin
líkamsræktarplönum – þá var ég
nú ekki lengi að skipta um lækni!“
segir hún og hlær sínum glaðværa
hlátri.
„En það er annað sem hefur
hjálpað gífurlega í baráttunni gegn
fordómum og í að efla sjálfsmynd
og sjálfstraust fólks með geðrask
anir. Það eru notendahreyfingar
eins og Hugarafl, Geysir og Hlut
verkasetur. Sjálf var ég rög við að
„koma út úr skápnum“, svo að ég
fái lánað þetta orðalag frá samkyn
hneigðum, en þetta er ákveðið ferli.
Ég tíndi til fjölmargar ástæður, og
fólkið í kringum mig ekki síður,
fyrir því að koma ekki út úr skápn
um. Fólk gæti talið að dómgreind
mín væri ekki í lagi, það gæti efast
um skynsemi mína, spurt sig hvort
það gæti treyst manneskju með
geðröskun til að vinna fyrir sig og
annað í þessum dúr. Ég segi já, það
er allt í lagi með þetta allt hjá mér
og ef ég er ekki viss þá fæ ég bara,
eins og aðrir, ráð frá öðrum. Það er
ekki bara fólk með geðröskun sem
stundum þarf að fá að láni dóm
greind hjá öðrum. Svo er annað
sem fólk verður að muna: Fólk með
geðröskun er ekki alltaf stanslaust
veikt, það getur verið hresst í tíu ár
á milli veikindakasta. Ég hef ekki
verið sjúklingur í 22 ár; ég hef átt
mjög góð tímabil inn á milli. Þannig
að – eins og við vitum – ekkert er
einfalt, og við verðum að taka ýmis
sjónarhorn inn í umræðuna.“
Brospinni til að bæta aðbúnað
á geðdeildum
Hún segir að veikindin hafi þroskað
sig mikið og hún hafi lært heil
mikið.
„Ég hef lært að heilsan er ekki
sjálfsögð, ég hef lært þolinmæði og
ég hef lært að það er ekki sjálfsagt
að hafa vinnu. Ég hef líka lært hvað
vinnan er mikilvæg í lífi sérhvers
manns og að við, sem samfélag, eig
um að leggja áherslu á að allir geti
unnið eitthvað, hvort sem þeir eru
með einhvers konar skerðingu eða
ekki. Samfélagið tapar hæfileikum
og færni þessa fólks og fólkið tapar
tengslum við samfélagið ef það er
ekki í vinnu.“
Eins og sagði hér í upphafi var
það ekki ætlun Unnar að koma í
viðtal, heldur eingöngu að kynna
átakið Brospinnann með því að láta
fjölmiðla vita, skipuleggja sölustaði
og annað.
„Brospinninn varð til í fyrra
þegar starfsmaður á geðdeild var
að róa sjúkling og segja honum að
lífið yrði fljótlega betra. Hann teikn
aði broskarl á blað, klippti út og
límdi á tunguspaða. Upp úr þessu
var stofnað félagið Brospinnar –
áhugafélag um bættan aðbúnað á
geðdeildum Landspítalans og salan
í fyrra gekk svo vel, miðað við hinn
stutta undirbúning, að hægt var að
kaupa langþráða flatskjái og sófa
á nokkrar deildir. Það er starfs
fólk geðsviðs Landspítalans sem
stendur að baki þessari söfnun
fyrir skjólstæðinga sína en það er
misjafnt eftir deildunum níu hvað
vantar helst. Það vantar húsgögn
eins og borð, skrifborð, stóla, sófa,
flatskjái og fleira. Páll Matthíasson,
framkvæmdastjóri geðsviðs Land
spítalans, hefur verið okkur mikill
stuðningur í þessu átaki – eins og
hann er reyndar við alla sjúklinga
og starfsmenn deildanna – en hann
hefur sko verið yfiryfirlesari Bros
pinnanna. Ég verð að fá að segja
þér eina virkilega brossögu í lokin.
Þannig var að ég var að hringja á
sölustaði og kanna hvort við gætum
fengið leyfi til að selja og það gekk
svona bærilega. Svo hringi ég í
IKEA með þá mjög óbroslegu hugs
un í höfðinu: „Við megum áreiðan
lega ekki selja í anddyrinu þar, þeir
leyfa aldrei svoleiðis.“ Þá svarar
Þórarinn Ævarsson, framkvæmda
stjóri IKEA: „Já, þið eruð velkomin
og ég ætla líka að gefa ykkur tíu
sófa.“ Ég verð ekki oft orðlaus en
ég tafsaði bara í símann og sá fyrir
mér nýja sófa á hverri einustu deild
og hljóp um alla sjö hundruð þús
und króna stofuna mína tafsandi
þakklæti í símann. Ég var svo fegin
að þetta var ekki myndsími. Og
verði draumurinn um tíu milljónirn
ar að veruleika mun ég ekki hugsa
mig lengi um ef svo færi að ég
þyrfti að leggjast inn aftur. Mikið
hlýtur allt að verða huggulegra! Ég
er bara að spá í hvort ég fengi að
fara með í kaupleiðangrana.“
viðtal 31 Helgin 7.-9. október 2011