Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 8
Jólahlaðborð
Iðusala
hefjast þann 18. nóv.
Tilboð
jólahlaðborð,
fordrykkur og vín
ásamt kaffi
verð frá kr.8.000.-
Bókanir í síma 561-1111
eða idusalir@idusalir.is
Þ að verður söguleg stund þegar þess-ir tveir menn hittast í fyrsta sinn, horfast í augu og takast í hendur 67
árum eftir þennan sorglega atburð,“ segir
Óttar Sveinsson rithöfundur en næst-
komandi miðvikudag verður fundur þeirra
Sigurðar Guðmundssonar, sem var háseti á
Goðafossi þegar skipið var skotið niður af
þýskum kafbáti, U 300, út af Garðskaga 10.
nóvember 1944 og Horst Koske, sem var
loftskeytamaður á þýska kafbátnum í þess-
ari örlagaríku för. Sigurður er 85 ára en
auk hans lifa enn fjórir úr áhöfn Goðafoss.
Horst Koske er 84 ára en ekki er vitað til
þess að aðrir úr áhöfn kafbátsins séu á lífi.
Óttar, sem er höfundur Útkalls-bók-
anna, skrifaði árið 2003 um örlög Goðafoss
og þeirra tuga manna sem voru um borð,
komnir upp undir landsteina eftir för í
skipalest frá Bandaríkjunum þegar hilla
var farið undir stríðslok. 25 Íslendingar
fórust en 19 björguðust eftir margra
klukkustunda hrakninga á björgun-
arflekum í miklum kulda á Faxa-
flóa. Auk þess töpuðu lífinu breskir
skipbrotsmenn sem skipverjar á
Goðafossi höfðu bjargað eftir árás
sama kafbáts. Harmleikurinn, nán-
ast við bæjardyr Reykjavíkur, var
mesta áfall Íslendinga í allri heims-
styrjöldinni.
Bókin, sem upphaflega hét Útkall
– árásin á Goðafoss, er nýkomin
út í Þýskalandi og verður kynnt
í íslenska sýningarskálanum á
bókasýningunni í Frankfurt þar
sem Ísland er heiðursgestur. Óttar
segir að þýsk útgáfa bókarinnar sé
mjög vel endurunnin og komi út í tilefni
sýningarinnar í Frankfurt. Sigurður Guð-
mundsson fer utan með Óttari þar sem
hann hittir loftskeytamann kafbátsins.
„Þessi atburður hefur auðvitað fylgt báð-
um þessum mönnum allt þeirra líf,“ segir
Óttar. „Sigurður hélt á ungum dreng þegar
skipið hvarf í hafið. Horst Koske hefur
vaknað upp með martröðum svo áratugum
skiptir. Þegar hann minnist þessa atburðar
við Íslandsstrendur hefur hann sagt, með
tárin í augunum, að þeir hafi ekki ætlað
að drepa konur og börn.“ Kafbátsmenn
áttuðu sig ekki á því fyrr en of seint að um
farþegaskip var að ræða. Óttar segir að
Sigurður hafi aldrei borið kala til kafbáts-
mannanna. Þeir hafi verið að sinna því sem
þeim var gert að gera. Í mörg ár eftir stríð
fór Sigurður í frí til Þýskalands og naut
gestrisni Þjóðverja.
„Fundur þessara tveggja manna verður
á mannlegum nótum,“ segir Óttar. „Hann
mun skipta þá miklu máli, ekki síst þýska
kafbátsmanninn. Þetta verður erfitt fyrir
hann en hann getur þá dáið sáttari eftir
að hafa hitt mann af Goðafossi sem sýnir
honum vináttu. Sigurður er tilbúinn til
fararinnar.“
Útkallsbækur Óttars Sveinssonar eru
orðnar átján á jafnmörgum árum. Ný bók
í flokknum, sem kemur út í fyrri hluta
nóvember næstkomandi, fjallar um flug-
slys í Ljósufjöllum í apríl árið 1986. „Frá-
sögnin þar byggist á þeim sem komust lífs
af og aðstandendum þeirra og ekki síst frá-
sögn björgunarsveitarmanna en í bókinni
er komið mikið inn á starf þeirra. Það liðu
hátt í ellefu klukkustundir frá því að vélin
hvarf þar til flakið fannst,“ segir Óttar. Í
bókinni er einnig fjallað um lífshættulegt
fallhlífarstökk tíu karla og kvenna yfir
Grímsey árið 1983, þremur árum fyrir
slysið í Ljósufjöllum, en sá atburður tengist
björgunarsveitarmanni sem kom fyrstur
á vettvang flugslyssins og raunar fleiri
björgunarsveitarmönnum. Stokkið var
úr fimm kílómetra hæð yfir Grímsey en
háloftavindar báru fallhlífarstökkvarana af
leið. Margir lentu því í sjónum og ein kona
fórst. Þessu stökki er lýst nákvæmlega og
baráttu upp á líf og dauða við að ná landi.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Hagfræðistofnun metur
áhrif krafnanna
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur
ákveðið að fela Hagfræðistofnun HÍ að meta
áhrif krafna Hagsmunasamtaka heimilanna
á þjóðarhag, en einnig á afkomu og efnahag
heimila, lífeyrisþega í nútíð og framtíð, hins
opinbera, fyrirtækja og fjármálastofnana, að
því er fram kemur í tilkynningu forsætisráðu-
neytisins. Formaður hagsmunasamtakanna
afhenti forsætisráðherra undirskriftalista með
nöfnum 33.525 einstaklinga þar sem krafist
er afnáms verðtryggingar og leiðréttingar
á stökkbreyttum lánum til heimilanna. Með
þessum kröfum fylgja fjórar mismunandi leiðir
til leiðréttingar á lánum. Reiknað er með því að
greinargerð Hagfræðistofnunar geti legið fyrir
í næsta mánuði. - jh
Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 217.600
samanborið við 190.500 í ágúst 2010, að því er fram
kemur hjá Hagstofu Íslands. Gistinætur erlendra gesta
voru um 86% af heildarfjölda þeirra á hótelum í ágúst
og fjölgaði gistinóttum þeirra um 12% frá fyrra ári.
Gistinóttum Íslendinga fjölgaði einnig, voru 30.850
samanborið við 24.150 í ágúst 2010. Gistinóttum á hótel-
um í ágúst fjölgaði á öllum landsvæðum samanborið
við ágúst 2010. Á Norðurlandi voru 23.500 gistinætur í
ágúst sem er um 21% aukning frá fyrra ári. Á Suður-
nesjum voru 10.150 gistinætur sem er 17% fjölgun. Á
höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur 133.600 í ágúst
sem er aukning um 15% og á Suðurlandi voru gistinætur
30.000 sem eru 12% fleiri gistinætur en í ágúst 2010. Á
Austurlandi voru 11.200 gistinætur í ágúst, fjölgaði um
9%, og á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða
voru gistinætur 9.300 sem er 2% aukning. - jh
Gistinóttum fjölgaði á öllum landsvæðum
12%
FJölGuN
GiStiNóttA Á
HóteluM
Milli ágústmánaða
2010 og 2011
Hagstofa
Íslands
Atburðurinn
hefur fylgt
báðum
þessum
mönnum allt
þeirra líf.
árás Háseti af Goðafossi oG loftskeytamaður Þýsks kafbáts
Horfast í augu í fyrsta sinn
67 árum eftir harmleikinn
Horst Koske er
nú 84 ára, sá eini
sem eftir lifir af
áhöfn þýska kaf-
bátsins u300 sem
skaut Goðafoss
niður.
Goðafoss-
bók óttars
Sveinssonar
kynnt á bóka-
sýningunni
í Frankfurt.
Söguleg
stund á
miðvikudaginn
þegar eftirlif-
andi skipverji
Goðafoss hittir
eina eftirlif-
andi kafbáts-
mann u-300
sem skaut
íslenska skipið
niður nánast
við bæjardyr
Reykjavíkur.
Sigurður Guðmundsson, sem var háseti á Goðafossi þegar hann var skotinn niður af þýskum kafbáti
árið 1944, hittir á miðvikudaginn loftskeytamann þýska kafbátsins, þann eina sem vitað er að sé á lífi
úr áhöfn bátsins. Hér er hann með óttari Sveinssyni rithöfundi en Goðafossbók hans er nýkomin út í
Þýskalandi og verður kynnt á bókasýningunni í Frankfurt – en þar er Ísland heiðursgestur. Ljósmynd/Hari
8 fréttir Helgin 7.-9. október 2011