Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 62
58 tíska Helgin 7.-9. október 2011
Melissa hannar fatnað
í stórum númerum
Melissa McCarthy, sem hlaut Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt í
kvikmyndinni Bridesmaids á dögunum, mun frumsýna nýja fatalínu
einhvern tíma í byrjun næsta árs undir sínu eigin nafni. Hugmyndin
fæddist í byrjun síðasta mánaðar þegar hún gafst upp á að leita
sér að flottum kjól sem passaði við hennar líkamsvöxt og hannaði
sjálf fallegan kjól sem hún klæddist á
Emmy-hátíðinni. „Það er ómögulegt
að finna kjól sem passar við mig.
Annaðhvort lít ég út eins og 98 ára
kelling eða fjórtán ára hóra,“ sagði
leikkonan í viðtali við sjónvarps-
stöðina Hollywood Reporter. Hún
vinnur nú hörðum höndum að nýju
fatalínunni, sem enn hefur ekki
hlotið nafn, og þetta er að sjálfsögðu
klæðnaður í stórum númerum.
Fagnar tíu ára afmæli
um helgina
Um helgina fagnar verslunin L’occitane, sem
staðsett er í Kringlunni, tíu ára afmæli sínu og
ætlar í tilefni þess að veita viðskiptavinum tíu
prósentna afslátt af öllum vörum. L’occitane
hreinsivörurnar koma upprunalega frá Miðjarð-
arhafinu og byggjast á jurta- og ilmolíumeðferðum sem sameina
náttúruna og rannsóknir. Nýja línan, Shea Butter, samanstendur af
fjölbreytilegum vörum sem skreyttar eru litríkum mynstrum, inn-
blásnum af Bogolan-vefnaði sem kemur frá Vestur-Afríku.
Í ellefu ár hefur L’occitane unnið með hjálparsamtökunum Orbis og
síðan 2006 hefur fyrirtækið selt sápur
til stuðnings þeim en allur ágóði rennur
til samtakanna sem starfrækja eina
fljúgandi augnlækningaspítalann í heim-
inum. Sápurnar eru litríkar, hrífandi
og frumlegar og eru í laginu eins og
flugvélar Orbis.
Leikarinn Kevin
James.
Söngkonan
Beyonce í
kápu með
mynstrinu
vinsæla.
Söngkonan Lady GaGa alklædd houndstooth-mynstrinu
í ágúst.
Leikkonan Gwyneth Paltrow.
Myndin var tekin 7. september
Anna Dello Russo á leið á tísku-
vikuna í Mílanó 24. september.
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
64
64
0
9/
1120%
afsláttur
af Flux flúormunnskoli
fyrir börn og fullorðna
Lægra
verð
í Lyfju
Flux: 0,2% Naf flúormunnskol
Flux Junior: 0,05% Naf flúormunnskol
Flux Klorhexidin: 0,12% klórhexidín og 0,2% Naf Gildir til 16. október
Tískusýning hönnuðarins Salvatore Ferragamo síðast-
liðið vor.
Tíska HoundsTooTH-Trend
Gamalt mynstur
slær í gegn
a lveg síðan hönnunarfyrirtæki Salvatores Ferra-gamo frumsýndi hausttískuna 2011 síðastliðið vor, þar sem fyrirsæturnar voru klæddar frá
toppi til táar í houndstooth-trendið, hafa stjörnurnar
verið vitlausar í þetta mynstur. Það sást fyrst hjá bresku
konungsfjölskyldunni um 1930 og hefur verið notað
síðan. Ferragamo hratt svo af stað mikilli tískubylgju í
vor og stjörnurnar keppast við að eignast flík af þessu
tagi.
YFIRHAFNARDAGAR!
15% AFSLÁTTUR
Vinsælu kuldaskórnir
með mannbroddunum
www.bleikaslaufan.is
H
:N
m
ar
ka
ðs
sa
m
sk
ip
ti
/ S
ÍA
Stuttu pilsin ...
... eru komin.
Margar gerðir.
Verð 5.900
til 15.900 kr.
Kíkið á heimasíðuna okkar www. rita.is
sendum í póstkröfu
Bæjarlind 6, s: 554-7030
Eddufell 2, s: 557-1730