Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 4
1 1 -0 5 6 8 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur Hrísmjólkin frá MS fæst í þremur ljúffengum bragðtegundum; rifsberja- og hindberja, karamellu- og gömlu góðu kanilsósunni. ms.is Útgjaldaliður fjárlaga vegna bóta til brotaþola óbreyttur 20 milljónir Upphæð vegna bótaþola Fjárlög næsta árs Fjármálaráðuneytið enn ferðamet- mánuður alls fóru um 51.600 erlendir gestir frá landinu um leifs- stöð í september, að því er Ferðamálastofa greinir frá. það er rúmlega 26% aukning frá því í fyrra. er þetta jafn- framt fjölmennasti septem- bermánuður frá upphafi hvað erlenda ferðamenn varðar og þar með níundi mánuðurinn í röð sem slíkt met er uppi á borðinu, þ.e. í öllum mánuðum ársins. Stærsta ferðamannaárið frá upphafi er augljóslega í uppsiglingu, en um 458.100 ferðamenn hafa farið um leifsstöð frá ármótum, sem er nánast sami fjöldi og á öllu árinu í fyrra. þá voru ferðamenn- irnir 459.300. Sé tekið mið af fyrstu níu mánuðum ársins og borið saman við sama tímabil í fyrra eru þeir 19% fleiri nú en þá. 30.800 Íslendingar fóru frá landinu um leifsstöð í september, sem er um 11% aukning frá því í september í fyrra. -jh Útgjaldaliður vegna bóta til brotaþola er óbreyttur að krónutölu í fjárlögum næsta árs frá fjárlögum yfirstand- andi árs, eða 20 milljónir króna. niðurstaða ríkisreiknings fyrir árið 2010 var hins vegar önnur; útgjöldin voru 103,5 milljónir króna. Í Fréttatímanum í síðustu viku kom fram samdóma álit þeirra þingmanna sem við var rætt að hækka bæri ábyrgðargreiðslur brotasjóðs. Sjóðurinn ábyrgist að greiða þolendum, einkum þolendum kyn- ferðisbrota, að hámarki 600 þúsund krónur en sú upp- hæð hefur ekki hækkað frá árinu 1995. Fæstir dæmdir kynferðisbrotamenn eru eignamenn og algengt er að þeir borgi ekki miskabætur. Í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í Fréttatímanum síðastliðið sumar kom fram að ástæða væri til að endurskoða löggjöf um bætur. -jh Raungengi krónunnar hækkar Raungengi íslensku krónunnar hækkaði um 1,6% á milli ágúst og september síðastliðins á mælikvarða hlut- fallslegs verðlags, að því er fram kemur hjá greiningu Íslandsbanka en þar er byggt á tölum Seðlabankans. þetta er í annað sinn sem það hækkar á milli mánaða síðan í nóvember í fyrra. þessi hækkun er fyrst og fremst vegna hækkunar á nafngengi krónunnar sem hækkaði um 1,5% í september frá fyrri mán- uði miðað við vísitölu meðalgeng- is en þó hækkaði verðlag einnig um 0,6% miðað við vísitölu neysluverðs á sama tíma sem er aðeins meiri hækkun en í helstu viðskiptalöndum. er raungengi íslensku krónunnar nú 75,6 stig á þennan kvarða og hefur það ekki verið svo hátt síðan í árslok í fyrra. - jh 5,4 milljarða lán vegna véla búðarhálsvirkjunar landsvirkjun hefur undirritað lánasamning vegna verksamnings sem fyrirtækið gerði um framleiðslu og uppsetningu véla- og rafbúnaðar búðarhálsvirkjunar. Samkvæmt kauphallartilkynningu landsvirkjunar er lánasamningurinn gerður við Seb í þýskalandi. lánið er til 21 árs að fjárhæð um 45 milljónir bandaríkjadoll- ara eða að jafnvirði 5,4 milljarða króna. landsvirkjun segir lánið vera á hagstæðum kjörum. greiðslur jafnra afborgana höfuðstóls hefjast árið 2014. - jh  Mengun PCB-Mengun Mælist víða pCb-mengun mældist í málningu bæði utan á háskóla Íslands og Söngskólanum í Reykjavík. þá mældist húsnæði við Súðarvog ekki langt frá hættumörkum. ekkert hefur verið gert til að upp- ræta pCb-mengun hér á landi eins og annars staðar á norðurlöndunum. efnin veðrast af húsum og skolast í sjóinn og geta valdið krabbameini, vansköpun og haft áhrif á kynfæri fólks. R annsaka þarf íbúa húsa sem mælast menguð af PCB-efnum, kortleggja hvar PCB-menguð hús standa og vinna að því að uppræta mengunina, segir efnafræðingurinn Hrönn Ólína Jörundsdótt- ir, verkefnastjóri hjá Matís. Í nýrri rannsókn kemur fram að eiturefnið PCB fannst í fjórðungi þeirra 142 bygginga í Reykjavík sem rannsakaðar voru fyrr á þessu ári. Efnið fannst í sjúkrahúsum, skólum og veitingastöðum svo dæmi séu tekin. PCB getur haft áhrif á efnaskipti líkamans, valdið krabbameini, haft áhrif á móðurlíf, þroska og æxlunarfæri, s.s. skert sæðismyndun og valdið vansköpun, og minnkað mótstöðu gegn sjúkdómum. Rannsóknin var unnin sem meistararitgerð hinnar finnsku Söru Björkqvist í umhverfis- verkfræði við Tækniháskólann í Danmörku. Samkvæmt merkingum á korti í ritgerðinni má sjá að mikil mengun mælist í Söngskól- anum í Reykjavík og gömlu byggingunum við hlið aðalbyggingar Háskóla Íslands. PCB hvergi verið fjarlægt Hrönn Ólína segir niðurstöðu þessarar fyrstu rannsóknar á PCB í byggingum hér á landi ekki koma á óvart. „Það er vitað að PCB var notað hér á landi,“ segir hún, en bætir við að því hafi verið hætt í kringum 1980. „Við höfum ekkert gert til að fjarlægja þessi hættulegu efni eins og gert hefur verið bæði í Noregi og Svíþjóð.“ Hrönn Ólína bendir á að PCB-mengunin í málningu hér hafi mælst um 95% meiri en fannst í málningu í Noregi. Mesta magnið sem fannst í rannsókninni hafi þó verið í þéttiefni, alls 56.400 mg/kg. Sjá má á korti í skýrslunni að það fannst í húsi í iðnaðarhverf- inu við Súðarvog. Mengun í Súðarvogi Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri holl- ustuverndar hjá Umhverfisstofnun, segir magnið sem mældist í rannsókninni ekki það mikið að það skaði fólk í húsunum. Mengun- in þurfi, samkvæmt dönskum rannnsóknum, að vera yfir 10% eða yfir 100.000 mg/kg til að svo sé. „Þó mældist eitt sýnið um 6% í iðnaðar- hverfinu í Vogahverfi. Það mældist utanhúss og er því ekki hættulegt fólki þótt það hafi langtímaáhrif á umhverfið,“ segir hún en upplýsir jafnframt að við háþrýstiþvott eða endurbætur á PCB-menguðum húsum geti efnin skolast í hafið, mengað fisk sem fólk neytir og þannig skaðað það. „Við höfum nýlega fengið skýrsluna í hend- urnar og höfum áhuga á að rýna betur í hana til að átta okkur á því hvernig við bregðumst við þessum niðurstöðum.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Háskólinn og Söngskólinn eru báðir PCB-mengaðir pCb fannst í málningu utan á Söngskólanum og hliðarbyggingum við aðalbyggingu háskólans. veðrist húsin mengast umhverfið í kring. Komist mengunin í fæðukeðjuna getur hún valdið vansköpun, krabbameini og skemmt ónæmiskerfið. Ljósmyndir/Hari hliðarbyggingar við aðalbyggingu háskóla Íslands þar sem pCb mengun hefur mælst. Ljósmyndir/Hari Við höfum ekkert gert til að fjarlægja þessi hættulegu efni eins og gert hefur verið bæði í Noregi og Sví- þjóð. veðuR FöstudaguR laugaRdaguR sunnudaguR Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is Léttir tiL uM LAnd ALLt. FreMur SVALt í Veðri oG hæGur Vindur. ÞykknAr uPP SunnAntiL í kVöLd. höFuðBorGArSVæðið: SólRÍKt og Stillt. hiti allt að 7 til 9 Stig yFiR hádaginn. VíðA SA-StorMur Með riGninGu FrAMAn AF deGi, SLyddA eðA SnjókoMA tiL Að ByrjA Með norðAn- oG AuStAnLAndS. höFuðBorGArSVæðið: StoRmUR og áKÖF Rigning, en SnýSt Í Sv-StReKKing með SKÚRUm Um hádegiSbil. V- oG nV-StrekkinGur oG AFtur kóLn- Andi Veður. SLyddA á VeStFjörðuM oG VeStAntiL á norðurLAndi oG SkÚrir VeStAn- oG SuðVeStAnLAndS. höFuðBorGArSVæðið: bláStUR aF haFi og KalSaSKÚRiR en með Sól á milli. Mikil rigning á laugardag landsmenn eru farnir að aðlagast snöggum umskiptum í veðri síðustu daga. ekkert lát er á því. að loknum sólríkum og hægviðra- sömum föstudegi, nálgast skil frá nýrri lægð í kvöld. Útlit er fyrir mikla rigningu á landinu snemma á morgun laugardag og víða stormur af suðaustri á meðan skilin fara norðaustur yfir. norðan- og austanlands jafnvel snjókoma, en hlýnar síðan. þessari lægð er síðan spáð að vera á ferð fyrir vestan og norðan landið. v- og nv-átt og kólnandi á sunnudag. þá snjóar líklega á fjallvegum vestfjarða og eins vestantil á norðurlandi. 7 4 3 2 8 8 6 2 1 7 5 3 4 4 6 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir helgin 7.-9. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.