Fréttatíminn - 07.10.2011, Síða 4
1
1
-0
5
6
8
/
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
...hvert er
þitt eftirlæti?
...endilega fáið ykkur
Hrísmjólkin frá MS fæst í þremur
ljúffengum bragðtegundum;
rifsberja- og hindberja, karamellu-
og gömlu góðu kanilsósunni.
ms.is
Útgjaldaliður fjárlaga vegna
bóta til brotaþola óbreyttur
20
milljónir
Upphæð vegna
bótaþola
Fjárlög næsta árs
Fjármálaráðuneytið
enn ferðamet-
mánuður
alls fóru um 51.600 erlendir
gestir frá landinu um leifs-
stöð í september, að því er
Ferðamálastofa greinir frá.
það er rúmlega 26% aukning
frá því í fyrra. er þetta jafn-
framt fjölmennasti septem-
bermánuður frá upphafi hvað
erlenda ferðamenn varðar og
þar með níundi mánuðurinn
í röð sem slíkt met er uppi
á borðinu, þ.e. í öllum
mánuðum ársins. Stærsta
ferðamannaárið frá upphafi
er augljóslega í uppsiglingu,
en um 458.100 ferðamenn
hafa farið um leifsstöð frá
ármótum, sem er nánast
sami fjöldi og á öllu árinu í
fyrra. þá voru ferðamenn-
irnir 459.300. Sé tekið mið af
fyrstu níu mánuðum ársins og
borið saman við sama tímabil
í fyrra eru þeir 19% fleiri nú
en þá. 30.800 Íslendingar
fóru frá landinu um leifsstöð
í september, sem er um 11%
aukning frá því í september í
fyrra. -jh
Útgjaldaliður vegna bóta til brotaþola er óbreyttur að
krónutölu í fjárlögum næsta árs frá fjárlögum yfirstand-
andi árs, eða 20 milljónir króna. niðurstaða ríkisreiknings
fyrir árið 2010 var hins vegar önnur; útgjöldin voru 103,5
milljónir króna. Í Fréttatímanum í síðustu viku kom fram
samdóma álit þeirra þingmanna sem við var rætt að
hækka bæri ábyrgðargreiðslur brotasjóðs. Sjóðurinn
ábyrgist að greiða þolendum, einkum þolendum kyn-
ferðisbrota, að hámarki 600 þúsund krónur en sú upp-
hæð hefur ekki hækkað frá árinu 1995. Fæstir dæmdir
kynferðisbrotamenn eru eignamenn og algengt er að þeir borgi ekki miskabætur. Í
máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í Fréttatímanum síðastliðið sumar kom
fram að ástæða væri til að endurskoða löggjöf um bætur. -jh
Raungengi krónunnar hækkar
Raungengi íslensku krónunnar hækkaði um 1,6% á milli
ágúst og september síðastliðins á mælikvarða hlut-
fallslegs verðlags, að því er fram kemur hjá greiningu
Íslandsbanka en þar er byggt á tölum
Seðlabankans. þetta er í annað sinn
sem það hækkar á milli mánaða
síðan í nóvember í fyrra. þessi
hækkun er fyrst og fremst
vegna hækkunar á nafngengi
krónunnar sem hækkaði um
1,5% í september frá fyrri mán-
uði miðað við vísitölu meðalgeng-
is en þó hækkaði verðlag einnig um
0,6% miðað við vísitölu neysluverðs
á sama tíma sem er aðeins meiri hækkun
en í helstu viðskiptalöndum. er raungengi íslensku
krónunnar nú 75,6 stig á þennan kvarða og hefur það
ekki verið svo hátt síðan í árslok í fyrra. - jh
5,4 milljarða lán vegna véla
búðarhálsvirkjunar
landsvirkjun hefur undirritað lánasamning vegna
verksamnings sem fyrirtækið gerði um framleiðslu og
uppsetningu véla- og rafbúnaðar búðarhálsvirkjunar.
Samkvæmt kauphallartilkynningu landsvirkjunar er
lánasamningurinn gerður við Seb í þýskalandi. lánið
er til 21 árs að fjárhæð um 45 milljónir bandaríkjadoll-
ara eða að jafnvirði 5,4 milljarða króna. landsvirkjun
segir lánið vera á hagstæðum kjörum. greiðslur jafnra
afborgana höfuðstóls hefjast árið 2014. - jh
Mengun PCB-Mengun Mælist víða
pCb-mengun mældist í málningu bæði utan á háskóla Íslands og Söngskólanum í Reykjavík. þá
mældist húsnæði við Súðarvog ekki langt frá hættumörkum. ekkert hefur verið gert til að upp-
ræta pCb-mengun hér á landi eins og annars staðar á norðurlöndunum. efnin veðrast af húsum
og skolast í sjóinn og geta valdið krabbameini, vansköpun og haft áhrif á kynfæri fólks.
R annsaka þarf íbúa húsa sem mælast menguð af PCB-efnum, kortleggja hvar PCB-menguð hús standa og
vinna að því að uppræta mengunina, segir
efnafræðingurinn Hrönn Ólína Jörundsdótt-
ir, verkefnastjóri hjá Matís.
Í nýrri rannsókn kemur fram að eiturefnið
PCB fannst í fjórðungi þeirra 142 bygginga í
Reykjavík sem rannsakaðar voru fyrr á þessu
ári. Efnið fannst í sjúkrahúsum, skólum og
veitingastöðum svo dæmi séu tekin. PCB
getur haft áhrif á efnaskipti líkamans, valdið
krabbameini, haft áhrif á móðurlíf, þroska
og æxlunarfæri, s.s. skert sæðismyndun og
valdið vansköpun, og minnkað mótstöðu
gegn sjúkdómum.
Rannsóknin var unnin sem meistararitgerð
hinnar finnsku Söru Björkqvist í umhverfis-
verkfræði við Tækniháskólann í Danmörku.
Samkvæmt merkingum á korti í ritgerðinni
má sjá að mikil mengun mælist í Söngskól-
anum í Reykjavík og gömlu byggingunum við
hlið aðalbyggingar Háskóla Íslands.
PCB hvergi verið fjarlægt
Hrönn Ólína segir niðurstöðu þessarar
fyrstu rannsóknar á PCB í byggingum hér á
landi ekki koma á óvart. „Það er vitað að PCB
var notað hér á landi,“ segir hún, en bætir
við að því hafi verið hætt í kringum 1980.
„Við höfum ekkert gert til að fjarlægja þessi
hættulegu efni eins og gert hefur verið bæði í
Noregi og Svíþjóð.“
Hrönn Ólína bendir á að PCB-mengunin
í málningu hér hafi mælst um 95% meiri en
fannst í málningu í Noregi. Mesta magnið
sem fannst í rannsókninni hafi þó verið í
þéttiefni, alls 56.400 mg/kg. Sjá má á korti í
skýrslunni að það fannst í húsi í iðnaðarhverf-
inu við Súðarvog.
Mengun í Súðarvogi
Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri holl-
ustuverndar hjá Umhverfisstofnun, segir
magnið sem mældist í rannsókninni ekki það
mikið að það skaði fólk í húsunum. Mengun-
in þurfi, samkvæmt dönskum rannnsóknum,
að vera yfir 10% eða yfir 100.000 mg/kg til að
svo sé.
„Þó mældist eitt sýnið um 6% í iðnaðar-
hverfinu í Vogahverfi. Það mældist utanhúss
og er því ekki hættulegt fólki þótt það hafi
langtímaáhrif á umhverfið,“ segir hún en
upplýsir jafnframt að við háþrýstiþvott eða
endurbætur á PCB-menguðum húsum geti
efnin skolast í hafið, mengað fisk sem fólk
neytir og þannig skaðað það.
„Við höfum nýlega fengið skýrsluna í hend-
urnar og höfum áhuga á að rýna betur í hana
til að átta okkur á því hvernig við bregðumst
við þessum niðurstöðum.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Háskólinn og Söngskólinn
eru báðir PCB-mengaðir
pCb fannst í málningu utan á Söngskólanum og hliðarbyggingum við aðalbyggingu háskólans. veðrist húsin mengast umhverfið
í kring. Komist mengunin í fæðukeðjuna getur hún valdið vansköpun, krabbameini og skemmt ónæmiskerfið. Ljósmyndir/Hari
hliðarbyggingar við aðalbyggingu háskóla Íslands þar sem pCb mengun hefur mælst. Ljósmyndir/Hari
Við höfum
ekkert
gert til að
fjarlægja
þessi
hættulegu
efni eins
og gert
hefur
verið bæði
í Noregi
og Sví-
þjóð.
veðuR FöstudaguR laugaRdaguR sunnudaguR
Veðurvaktin ehf
Ráðgjafafyrirtæki í eigu
einars Sveinbjörnssonar
veðurfræðings. veður-
vaktin býður upp á veður-
þjónustu fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og opinbera
aðila í ráðgjöf og úrvinnslu
flestu því sem viðkemur
veðri og veðurfari.
Veðurvaktin ehf
Eikarási 8, 210 Garðabæ
Sími: 857 1799
www.vedurvaktin.is
Léttir tiL uM LAnd ALLt. FreMur
SVALt í Veðri oG hæGur Vindur.
ÞykknAr uPP SunnAntiL í kVöLd.
höFuðBorGArSVæðið: SólRÍKt og
Stillt. hiti allt að 7 til 9 Stig yFiR
hádaginn.
VíðA SA-StorMur Með riGninGu FrAMAn
AF deGi, SLyddA eðA SnjókoMA tiL Að
ByrjA Með norðAn- oG AuStAnLAndS.
höFuðBorGArSVæðið: StoRmUR og áKÖF
Rigning, en SnýSt Í Sv-StReKKing með
SKÚRUm Um hádegiSbil.
V- oG nV-StrekkinGur oG AFtur kóLn-
Andi Veður. SLyddA á VeStFjörðuM oG
VeStAntiL á norðurLAndi oG SkÚrir
VeStAn- oG SuðVeStAnLAndS.
höFuðBorGArSVæðið: bláStUR aF haFi
og KalSaSKÚRiR en með Sól á milli.
Mikil rigning á laugardag
landsmenn eru farnir að aðlagast snöggum
umskiptum í veðri síðustu daga. ekkert lát
er á því. að loknum sólríkum og hægviðra-
sömum föstudegi, nálgast skil frá nýrri lægð
í kvöld. Útlit er fyrir mikla rigningu á landinu
snemma á morgun laugardag og víða stormur
af suðaustri á meðan skilin fara norðaustur yfir.
norðan- og austanlands jafnvel snjókoma,
en hlýnar síðan. þessari lægð er
síðan spáð að vera á ferð fyrir vestan
og norðan landið. v- og nv-átt og
kólnandi á sunnudag. þá snjóar
líklega á fjallvegum vestfjarða og
eins vestantil á norðurlandi.
7
4 3
2
8
8
6 2
1
7
5
3 4
4
6
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
4 fréttir helgin 7.-9. október 2011