Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 34
Slæm vika fyrir Björgólf Thor Björgólfsson Góð vika fyrir Skúla Mogensen Wow á flugi Skúli Mogensen kynnti nýtt flugfélag sitt, Wow, á blaðamannafundi í vikunni. Einstaklega létt var yfir sam- komunni þar sem Skúli naut meðal annars aðstoðar norðlenska vaxtar- ræktarprestsins Jónu Lovísu Jónsdóttur við kynninguna á félaginu. Jónína Lovísa er nýkrýndur Íslandsmeist- ari í vaxtarrækt og tók að sér að vígja nýja vefsíðu Wow við hátíðlega at- höfn. Skúli hefur látið víða til sín taka eftir að hann sneri aftur til Íslands og hefur greinilega tröllatrú á að hér sé allt á uppleið. Mega það teljast uppörvandi skilaboð fyrir athafnalíf landins í heild. Skellur á skell ofan Orðstír Björgólfsfeðga heldur áfram á leið sinni niður fyrir sjávarmál. Athafnamaðurinn Ingimar H. Ingimarsson, fyrrum viðskiptafélagi þeirra í Rússlandi, sagði í vikunni frá því hvernig þeir höfðu af honum gosdrykkjaverksmiðju í Pétursborg, sem þeir höfðu ekki lagt krónu í til að byrja með. Varð þessi verksmiðja undirstaða viðskiptaveldis þeirra feðga. Vikan var enn verri fyrir yngri Björg- ólfinn en þann eldri þar sem hann hefur einnig verið hafður að háði og spotti fyrir framgöngu sína í sjónvarpsmyndinni Thors saga, sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudag. 0 vikan í tölum kalt stríð Hannesar Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson kann að kveikja elda og hefur nú með bók sinni Íslenskir kommúnistar 1918-1998 tendrað mikið reiðibál. Reykinn leggur að sjálfsögðu yfir Facebook, ekki síst og þar er meðal annars er tekist hart á um meintar rangfærslur Hannesar í ritinu og ýmislegt annað, ekki síst tengt persónu Hannesar. Andri Þór Sturluson Það að Hannes Hólmsteinn gefi út sögu íslenskra kommúnista er jafn eðlilegt og að Steingrímur J. Sigfússon tæki upp á því að skrifa sögu Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri Thors- son Hvað gerir maður þegar hug- myndafræði manns hefur sett heilt land á hausinn? Maður endurvekur Kalda stríðið. Baldur Hermannsson Meistari Hannes lætur ekki afdankaðar kommalufsur vaða yfir sig á forugum útiskónum. Þorsteinn frá Hamri hefði betur látið ógert að þræta fyrir hinar fornu syndir. Armur meistarans er langur og ekkert, ekkert fer fram hjá hans haukfránu sjónum. ættfaðirinn og drengurinn með rússagullið Ríkisútvarpið sýndi á sunnudaginn heimildarmyndina Thors Saga sem fjallar um athafnamanninn Thor Jensen og langafabarn hans Björgólf Thor Björgólfsson. Myndin vakti litla kátínu en þeim mun meiri reiði vegna þess hversu Björgólfur Thor var frekur til fjörsins og hvernig atorka hans og dirfska var spegluð í Thor Jensen. Ekki tók betra við hjá Björgólfs- feðgum þegar leið á vikuna og bók Ingimars Ingimarssonar um viðskipti hans við feðgana í Pétursborg kom út. Hallgrímur Helgason fékk hjartslátt í miðri mynd um Thorsveldið, þegar Oddsson & Haarde gáfu þeim Landsbank- ann, og Valgerður brosti gírug hjá, með með þankann í augum: „og svo fá okkar menn hinn bankann“. Var þetta ekki fyrsti í aðventu Hruns? Heiðar Ingi Svans- son Algerlega óskiljanlegt að kaupa þessa mynd til sýningar. Eitt stærsta PR stunt BTB og félaga ever. Thorfinnur Omarsson þakkar Björgólfi Thor fyrir að hafa látið gera þessa dönsku glansmynd um sjálfan sig. Honum tókst jafnvel að fá dönsku blaðakonuna til að ljúga fyrir sig, það er nú nokkuð vel af sér vikið, hún hlýtur að vera á grænni grein fjárhagslega eftir þetta... Illugi Jökulsson Björgólfs Thors-kaflinn í myndinni um þá Thor Jensen var eflaust ágæt upprifjun fyrir alla þá sem hylltu Davíð Oddsson „farsælasta forsætisráðherra Íslands á seinni tímum“. Þórunn Hrefna Ég verð að segja það enn og aftur. Mér finnst sterkasta táknið um fullkomna klikkun Íslendinga á „2007 tímanum“ að Björgólfur Thor skyldi hvað eftir annað hafa verið talinn með kynþokkafyllstu karlmönnum þjóðarinnar. HeituStu kolin á Jakkafataklæddur mót- mælandi sést hér forða sér undan táragasmekki í hliðargötu við Tahrir-torg í miðborg Kairó í Egypt- landi á þriðjudag þar sem tugþúsundir mótmælenda komu saman í þeim til- gangi að knýja á um að herforingjastjórnin, sem er við völd í landinu til bráðabirgða, standi við gefin loforð um þingkosn- ingar á næstu vikum og forsetakosningar í júní á næsta ári. Nordic Photos/ Getty Images Upphæðin sem Björgólfur Guð- mundsson greiddi fyrir bjórverk- smiðjuna í St. Pétursborg þegar hann „keypti“ hana árið 1995. 34 fréttir vikunnar Helgin 25.-27. nóvember 2011 12 Áfangastaðir sem hið nýstofnaða íslenska flug- félag Wow flýgur til frá og með næsta sumri. 360 Milljarðarnir sem Donald Trump telur virði hans helsta vörumerkis, nafnsins Donald Trump, vera. 87,7 Prósentuhlutfall þeirra Íslendinga sem eru andvígir lögleiðingu kannabis sam- kvæmt könnun MMR sem birt var í vikunni. 190 Fjöldi gjaldþrota fyrirtækja í október 2011 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í sama mánuði í fyrra voru gjaldþrotin 96. Segir af sér vegna Skálholts Hjörleifur Stefánsson hefur sagt af sér sem formaður húsafriðunarnefndar. Ástæða afsagnarinnar er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra um að fara ekki að tillögu húsafriðunarnefndar um friðun Skálholtskirkju og Skálholtsskóla. Litháískt flugfélag flýgur fyrir WOW Litháískt flugfélag, Avion Express, sér um allar flugferðir hins nýja flugfélags Wow Air. Flogið verður til tólf borga í Evrópu frá og með næsta sumri. Avion Express á eina Airbus A320-vél og þarf aðra til að sinna þörfum Wow. Fyrsta nýskráningin eftir hrun Almenningi gefst kostur á að eignast hlut í Högum í desember. Í framhaldi verður ráðist í fyrstu nýskráninguna í íslensku Kauphöllina eftir hrun. Hagar reka Bónus og Hagkaup, auk fjölmargra sérverslana. Skotvopn í lögreglubílum Nokkur lögregluembætti hafi komið fyrir skotvopnum í lögreglubílum til að bregðast við auknum vopnaburði glæpamanna. Ákvörðun um Grímsstaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stefnir að því að kynna ríkisstjórninni í dag, föstudag, hvort Kínverjanum Huang verði heimilað að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. www.tk.is ERUM EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178 Laugavegi 178 - Sími. 568 9955 FÖSTUDAG & LAUGARDAG AFSLÁTTUR AF ÖLLUM IITTALA VÖRUM vertu vinur á Facebook Í TÉKK-KRISTAL MATAR & KAFFISTELLUM SÖFNUNARHNÍFAPÖRUM ÍTÖLSKUM HITAFÖTUM HNÍFAPARATÖSKUR TILBOÐ MÖRG GÓÐ GLASATILBOÐ MÖRG FLEIRI TILBOÐ NÝTT KORTATÍMABIL BOMBA AFMÆLIS 41 árs Fallegar Jólagjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.