Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 46
12 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011 É g hef þá sögu frá mömmu að afi hennar hafi smíðað jólatré handa dóttur sinni, sem var amma mín. Þá var ekki hægt að nálgast lif- andi tré og fólk notaðist við handsmíðuð tré í staðinn. Amma skreytti það með grænum kreppappír og setti á það kerti. Hún átti fimm óþekka krakka og skreytti tréð alltaf þegar þeir sáu ekki til og mamma segir að það hafi verið svo fallegt,“ segir Rut Ingólfsdóttir, grafískur hönnuður og íslenskufræðingur, sem hafði gengið með þá hugmynd lengi í maganum að smíða sitt eigið jólatré í anda ömmu sinnar sem féll frá fyrir nokkrum árum. „Það er orðið svo mikið af öllu og hugmyndin um að fara aftur til baka og skoða grunngildi jólanna og notast við hið einfalda heillaði mig.“ Tréð hafði Rut einfalt í sniðum og með fáum greinum svo auðvelt væri að hengja á það misstóra hluti. „Í jólamatarboðinu þar sem allir koma saman getur svo hver og einn komið með hluti og hengt á tréð. Svo segja allir sögu sem tengist þeim hlut við matar- borðið, og þá hafa allir eitthvað að segja, börnin líka sem þurfa þá ekki að sitja undir tali fullorðinna um hluti sem þau hafa ekki áhuga á. Sögurnar þurfa alls ekki að vera langar, og nægir jafnvel að segja hvaðan hluturinn kom og af hverju hann var valinn.“ Rut segir til dæmis að sonur hennar og tvö stjúp- börn séu mjög hrifin af trénu og þeim þyki gaman að sjá sína hluti á því. “Það er gaman að sjá hluti sem manni þykir vænt um verða að stofustássi um jól.” Rut segir hefðirnar vera ríkjandi um jólin í hennar fjölskyldu og öllum jólum hafi hún eytt fyrir norð- an hjá foreldrum sínum. „Fjölskylduhefðirnar eru sterkar og hafa jólin verið í föstum skorðum frá því ég man eftir mér. Fyrst er maturinn borðaður og svo vaskað upp. Þar sem ég er yngsta barnið fékk ég alltaf að opna einn pakka á meðan uppvaskinu stóð. Svo setjumst við öll saman niður og aðeins einn pakki var opnaður í einu og allir fylgdust með. Að því loknu fengum við möndlugraut og svo las mamma jólakortin fyrir okkur og aðalsportið var að giska á, út frá hand- skriftinni, utan á kortinu frá hverjum það var,“ segir Rut sem mun í fyrsta sinn á ævinni eyða jólunum án foreldra sinna fyrir norðan. „Jólafríið er svo stutt í ár þannig að við höldum okkur heima, en mamma og pabbi koma til okkar fyrir jólin og þá höldum við litlu jólin og tréð verður prófað.“  Sögutré á jólum Það er orðið svo mikið af öllu og hugmyndin um að fara aftur til baka og skoða grunngildi jólanna og notast við hið einfalda heillaði mig. Í anda ömmu Í minningu ömmu sinnar smíðaði Rut Ingólfs- dóttir gamaldags jólatré og býður ástvinum að hengja persónulega muni á tréð og gefur hverjum og einum tækifæri til að segja söguna sem þeim fylgir. „Í stað glingurs sem sumir hverjir kasta eftir eina notkun, hanga hlutir sem eru hjartanu kærir. Ég var alin upp þar sem hver einasti hlutur á jólatrénu, skipti máli, átti sér sögu.” Á jólum á að deila með öðrum, gefa af sér og njóta samvista með ástvinum. Ég var alin upp þar sem hver einasti hlutur á jólatrénu skipti máli. Amma, sem elskaði sögur, átti eitt sinn smíðað tré sem hún af ást skreytti fyrir börnin sín. Á myndinni er pabbi Rutar með barnabarnið . Mikið úrval af handtöskum, skjalatöskum, dömuveskjum, seðla-og leðurveskjum, ferðatöskum að ógleymdu hinu landsfræga úrvali af dömu- og herrahönskum. Líttu við í verslun okkar eða skoðaðu vöruúrvalið á www.th.is Tösku og hanskabúðin Skólavörðustíg 7 101 Reykjavík Sími 551 1814 www.th.is Gódarjólagjafahugmyndir Dömutaska 12.200 Lítil dömutaska úr ledri 10.200 Skjalataska 32.500 Herraledurhanskar 6.800 Dömuledurhanskar 5.200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.