Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 6
Grænt ljós á Þorláksbúð Ísland þokast í átt að olíuríki Nýjar rannsóknir styrkja kenningar um að olía kunni að finnast á svokölluðu Drekasvæði, að því er segir í tilkynningu iðnaðarráðuneytisins. Sýnum var safnað með fjarstýrðum kafbáti í júlí síðastliðnum innan lögsögu Íslands og Noregs. „Lykilforsenda fyrir myndun olíu eða gas er að móðurberg sé að finna á svæðinu, en olía eða gas myndast úr því við réttar aðstæður í jarðlögunum. Jafnframt þarf að vera til staðar geymsluberg þar sem olían eða gasið safnast í. Sýnin sem nú hafa verið rannsökuð staðfesta til- vist móður- og geymslubergs. Þessar niðurstöður eru jákvæðari heldur en Olíustofnunin þorði að vona. Ýmsir aðrir óvissuþættir eru fyrir hendi um það hvort olía eða gas hafi myndast og varð- veist á svæðinu eins og til að mynda hitastigull í jarðlögum og tilvist þakbergs,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. - jh Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að synja að svo stöddu tillögu húsafriðunarnefndar um friðun Skálholtsskóla, Skálholtskirkju og nánasta umhverfis. Ráðherrann hefur farið þess á leit við nefndina, að því er fram kemur í tilkynn- ingu ráðuneytisins, að hún taki málið til efnislegrar með- ferðar með hefðbundnum hætti áður en afstaða verður tekin til tillögu um friðun. Gripið var til skyndifriðunar vegna umdeildrar byggingar Þorláksbúðar sem ýmsum þykir rísa heldur nærri Skálholtskirkju. Í framhaldi af ákvörðun ráðherrans hefur verið haft eftir lögfræðingi Þorláksbúðarfélagsins að ekkert sé því til fyrirstöðu að framkvæmdir geti hafist að nýju við byggingu búðarinnar. - jh  LaunagreiðsLur ÞróunarféLag KefLavíKurfLugvaLLar 100 milljónir í þóknanir og hlunnindi á fjórum árum Stjórnendur félagsins sem sér um rekstur eignanna sem bandaríski herinn skildi eftir fengu sam- tals 100 milljónir í þóknanir og hlunnindi á fjögurra ára tímabili. Stjórnarformaðurinn kannast ekki við að hafa tekjur umfram laun sín þar. Laun framkvæmdastjóra lækkuðu um helming þegar þau voru sett undir kjararáð. L aunakostnaður Þróunarfélags Keflavík­urflugvallar jókst um 75 prósent á fjór­um árum. Ökutækjastyrkir þrefölduðust á sama tíma og þóknun og hlunnindi stjórn­ enda hafa á fjórum árum numið um 100 milljónum króna, samkvæmt ársreikn­ ingum félagsins eða frá 24 til rúmlega 27 milljónum frá árunum 2007 til 2010. Þróunarfélagið, oft kallað Kadeco, var stofnað utan um húseignir sem bandaríski herinn skildi eftir þegar hann fór 2006. Það sér um þróun og rekstur svæðisins. Kjararáð lækkaði launin Laun framkvæmdastjórans lækkuðu um 50 prósent að hans eigin mati þegar starfið var sett undir kjararáð í fyrra. Það var gert vegna nýrra laga um hlutafélög í meirihlutaeigu ríkis­ ins. Kjararáð ákvað að laun hans yrðu samtals 884 þúsund krónur. Hann fengi 682.032 krónur í mánaðarlaun auk rétt rúmlega 202 þúsund krónum á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag sem starfinu fylgi. Bifreiðarhlunnindi voru af­ numin nema að hann kysi að halda þeim, en þá yrði verðmæti þeirra dregin frá heildarlaun­ um. Greiðslur fyrir heimasíma drægjust einnig frá launum. Þá ákvað kjararáð að seta hans í stjórnum Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og Heilsufélags Reykjaness ehf. teldust hluti af aðalstarfi og yrðu ekki launuð sérstaklega, eins og áður hafi verið gert. Þetta má sjá í úrskurði kjararáðs. Í úrskurðinum sést að Kartan var ósáttur með launalækkunina og að ekki ætti að virða hálfs árs uppsagnarfrest. Hann benti á í and­ svari við ákvörðun kjararáðs að launin hefðu þegar verið lækkuð um 10% í kjölfar í kjölfar hrunsins. Sitja á upplýsingum Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri félagsins, vildi í fyrstu ekki greina frá því hvernig hlunnindi og þóknanir síðasta árs skiptust á milli stjórnenda félagsins. Hann vís­ aði til kjararáðs þegar spurt var um launin. Síð­ ustu daga hefur Fréttatíminn beðið upplýsinga um skiptingu greiðslnanna í fyrra. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er stjórnarformaður félagsins. Hann sagðist ekki í aðstöðu til að upplýsa um þóknanir og hlunnindi stjórnenda þegar Fréttatíminn náði í hann. „En laun stjórnarformanns eru 270 þúsund krónur á mánuði og laun annarra stjórnarmanna helmingurinn af því. Þau hafa verið óbreytt frá upphafi.“ Hann kannaðist ekki við önnur hlunnindi stjórnarinnar en launin. Þegar Fréttatíminn leitaði aftur til hans vegna þóknunar­ og hlunnindagreiðslna vísaði hann á framkvæmdastjórann. Launagreiðslur úr 50 í 90 milljónir Þóknunar­ og hlunnindagreiðslur stjórnenda hækkuðu um tvær milljónir króna milli áranna 2009 og 2009 samkvæmt ársreikningum við það að tveimur konum var bætt við stjórnina. Upphæðin fór úr 25,1 í 27,1 milljónir króna. En búast má við því að hvor um sig hafi fengið 1.620 þúsund í árslaun. Launakostnaður hjá Þróunarfélaginu, sem sér um fyrrum eignir bandaríska hersins, þró­ ar og selur, var 51 milljón króna árið 2007 en starfsmenn voru fimm en rétt tæpar 90 millj­ ónir í fyrra og starfsmenn þá níu, samkvæmt ársreikningum félagsins. Launakostnaður milli áranna 2010 og 2009 jókst um sextán milljónir. Starfsmönnum fjölgaði um þrjá. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 75% hækkun launa- greiðslna á fjórum árum. Laun fjölmargra framkvæmda- og forstjórar félaga og stofnana í meiri- hlutaeigu ríksins voru ákveðin af kjararáði í fyrra eftir lagabreyt- ingu. Meðal þeirra voru laun forstjóra Fjármálaeftirlitisins og Samkeppniseftirlitsins, Isavia, Íslandspósts, Landspítalans, Lands- virkjunar, allra annarra orkufyrirtækja í eigu ríkisins svo dæmi séu nefnd. Einnig útvarps- stjóra, umboðsmanns skuldara og fleirri. Anna Hermannsdóttir lögmaður kjararáðs segir flesta hafa lækkað í launum. Sá sem hæstu launin fær af þeim sem settir voru undir kjararáð í fyrra er forstjóri Land- spítalans. Hann hefur um 8,2 prósent af áætluðum útgjöldum ríkisins til umráða og er yfir 5.000 starfs- mönnum. Laun hans frá 1. mars á síðasta ári eru 833.752 fyrir dag- vinnu og 100 einingar í yfirvinnu eða tæp 506 þúsund krónur. Sam- tals tæp 1.340 þúsund krónur. Framkvæmda- stjóri Samskipta fær lægstu laun þeirra sem kjararáð mat í fyrra og er með 586 þúsund í heildarlaun. Lesa má úrskurði kjararáðs um launin á vefnum: http://www. kjararad.is/urskurdir/ allir/ Kjararáð Kjartan Þór Eiríksson fram- kvæmdastjóri hefur lækkað um helming, að eigin mati, í launum frá því í fyrra. Flugtengd starFsemi Verslun og þjónusta Háskólagarðar menntun og þekking ný íbúðasVæði miðstöð grænnar orku kVikmyndaVer atVinnuþróun og nýsköpun Heilsuþorp gagnaVer Draumurinn um svæðið sem bandaríski herinn skildi eftir. Þetta eru áætlanir Þróunafélagsins. Neðri myndin sýnir svæðið eins og það er, með hjálp Google earth. auglýsingadeild Fréttatímans í síma: 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Spennandi sérblað með Fréttatímanum um jólamatinn 2. desember Jólamaturinn Ef þú vilt koma að skilaboðum þá hikaðu ekki við að hafa samband við: 6 fréttir Helgin 25.-27. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.