Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 4
Michelsen_255x50_A_0811.indd 1 04.08.11 15:46
E lle með svörtum stöfum á hvítum fleti. Ella með hvítum stöfum á svörtum fleti. Elle eða Ella. Er
munur? Það finnst for-
svarsmönnum heims-
fræga tískutímaritsins
Elle ekki og hafa lög-
menn þess gert athuga-
semdir við að Elínrós
Líndal öðlist einkarétt
á merkinu Ella. Elínrós
er kölluð Ella og hannar
ásamt fleirum fata-, skart-
gripa- og ilmvatn undir
þessu merki.
Elínrós segir engar sér-
stakar tilfinningar hafa
myndast þegar
hún frétti af at-
hugasemd Elle.
„Ekki aðrar en
þær að ég
yrði að vernda og berjast fyrir
eigin vörumerki sem er sjálfsagt
viðbúið þegar þú reynir að ná
árangri og eftir þér er tekið.“
Ásdís Kristmundsdóttir, sviðs-
stjóri vörumerkja- og hönnunar-
sviðs Einkaleyfastofu, segir
stofnunina hafa skráð
vörumerki Ellu eftir
eigin skoðun og
auglýst í Els
tíðindum í
janúar. Þá
hafi öðrum
gefist tveir
mánuðir til and-
mæla. „Þau bárust
15. mars frá lögmönnum
Elle,“ segir hún.
Tíu úrskurðir af svip-
uðum toga hafa fallið hjá
Einkaleyfastofu það sem
af er ári.
„Umboðsskrifstofur
sjá um að vakta merki
erlendra og láta vita ef
þeir telja að eitthvað gæti
skarast á við önnur vörumerkið,“ segir
hún. „Þeim þykir merki Ellu einfaldlega
of líkt merkinu sínu.“ Málið sé í ferli, at-
hugasemdir berist fram og til baka og
ljóst að engin niðurstaða fæst fyrir ára-
mót og óljóst um frekari fresti þá. Elínrós
getur notað merkið sitt þar til úrskurður
falli og áfram falli hann henni í vil. Verði
annar hvor deilenda ósáttur geti hann
áfrýjað úrskurðinum til Áfrýjunarnefnd-
ar hugverkaréttinda hjá efnhags- og við-
skiptaráðuneytinu.
Fréttatíminn náði ekki á Valborgu
Kjartansdóttur hjá lögmannsstofunni
Sigurjónsson og Thor, sem fer með mál
Elle.
Í viðtali Fréttatímans við Elínrós í
byrjun apríl segir að hönnun hennar sé
í anda „slow-fashion“-hreyfingarinnar.
Þar sem fötin séu vönduð, endingargóð,
uppruninn auðkenndur og aðbúnaður
starfsmanna góður.
Ella hefur vakið mikla athygli
og kallar hönnun sína Ella by El
úti í löndum, til aðgreiningar frá
allt annarri Ellu. Spurð hve við-
brögð hennar verði fái hún ekki
að nota nafnið segir hún: „Við
skoðum það þegar úrskurð-
að verður í málinu. Ég
hef engar áhyggjur af
þessu máli enda er
Elle fornafn sem
merkir hún, en
Ella gælunafn
mitt.“
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Aflaverðmæti eykst
milli ára
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 98,8
milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins
2011 samanborið við 92,4 milljarða á sama
tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist
um 6,4 milljarða króna eða 6,9 prósent á
milli ára, að því er Hagstofa Íslands greinir
frá. Aflaverðmæti botnfisks fyrstu átta
mánuði ársins nam 60,5 milljörðum króna
og dróst saman um 5,8 prósent sé miðað
við sama tímabili árið 2010. Verðmæti
þorskafla var um 28,9 milljarðar og dróst
saman um 4 prósent. Aflaverðmæti ýsu
nam 7,6 milljörðum og dróst saman um 31,8
prósent, en verðmæti karfaaflans nam 8,4
milljörðum, sem er 9,9 prósenta aukning.
Verðmæti ufsaaflans jókst um 1,9 prósent
milli ára í 5,7 milljarða. Verðmæti flatfiskafla
nam tæpum 6,8 milljörðum króna fyrstu
átta mánuði ársins sem er 2,9 prósenta
samdráttur frá fyrra ári. Aflaverðmæti upp-
sjávarafla jókst um 48,2 prósent milli ára og
nam 28,5 milljörðum króna. - jh
VörumErki ÁgrEiningur Á tískumarkaði
Tískutímaritið Elle
reynir að stöðva Ellu
Hönnuðurinn Elínrós Líndal gæti þurft að skipta um nafn á vörulínu sinni því hið heims-
þekkta tískutímarit Elle er ekki par sátt við að hún kalli línuna sína Ellu. Málið er í meðferð hjá
Einkaleyfastofunni.
Vert er fyrir forsvarsmenn
fyrirtækja að fylgjast með Els-
tíðindum, segir Ásdís Kristmunds-
dóttir, sviðsstjóri vörumerkja og
hönnunarsviðs Einkaleyfastofu.
Blaðið er rafrænt og kemur út 15.
hvers mánaðar. „Vörumerki er eign
og það getur verið dýrt að fylgjast
ekki með eign sinni,“ segir hún og vísar
í virði orðspors fyrirtækja. Slóð vefsíðu
Einkaleyfastofu er www.els.is
Elínrós Líndal á í stappi við Elle
sem vill ekki að hún kalli hönnun
sína Ellu.
Dæmi um úr-
skurði á árinu
Skráning vörkumerkis
veitingastaðarins Santa
María var felld úr gildi
eftir að sænska Santa
María kvartaði vegna
ruglingshættu - með að-
stoð Sigurjónson & Thor
ehf.
Sautján ehf. sótti um að
skrá nafnið Karakter.
Sigurjónson & Thor ehf.
andmælti því fyrir
hönd ítalska tískufyrir-
tækisins Miroglio sem
á CARACTÉRE vegna
ruglingshættu. En Sautján
fékk að halda nafninu.
Flugstoðir skiptu um nafn
og kalla sig Isavia. Því
andmælti eigandi Iceavia
vegna ruglingshættu en
fékk ekki í gegn.
Tískutíma-
ritið Elle
er heims-
þekkt.
Hér má sjá vörumerkin
Ellu og Elle. Lík?
Aukinn kaupmáttur launa
0,7%
HæKKun LAunAVÍSITöLu
Milli september og október 2011
Hagstofa Íslands
Launavísitala í október hækkaði um 0,7
prósent frá september. Síðastliðna tólf mánuði
hefur launavísitalan hækkað um 8,9 prósent,
að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Þar
kemur einnig fram að kaupmáttur launa hefur
aukist um 3,4 prósent síðustu 12 mánuði.
Vísitala kaupmáttar launa í október hækkaði
um 0,4 prósent frá fyrri mánuði. - jh
Fundað um börn
flóttamanna
Börn flóttamanna, sem hafa fengið
skjól á Íslandi, munu lýsa reynslu sinni
á fundi í Odda í næstu viku. Í áranna
rás hafa flóttamenn frá ýmsum löndum
sest að hér á landi og síðar eignast
börn sem sum eru uppkomin í dag.
Hvernig var flótti foreldranna og koma
þeirra til landsins og hvaða áhrif hafði
þetta á næstu kynslóð fyrir neðan?
Þetta er meðal spurninga sem verður
leitast við að svara. Tvær dætur flótta-
manna sitja fyrir svör. Anna Kristine
Magnúsdóttir-Mikulcaková, er þekkt
blaðakona en færri vita að hún er dóttir
flóttamanns frá fyrrum Tékkóslóvakíu.
Foreldrar Tinnu Davíðsdóttir, lyfja-
fræðings, flúðu hins vegar til Íslands
frá Víetnam. Fundurinn verður í Odda,
stofu 101, miðvikudaginn 30. nóvember
milli klukkan 12.25 og 13.20. Fundar-
stjóri: Guðni Th. Jóhannesson, sagn-
fræðingur.
VEður Föstudagur laugardagur sunnudagur
HæGlátt veður, él suðvestAnlAnds
oG eins norðAustAntil frAmAn Af
deGi, en AnnArs léttskýjAð. Hiti um
eðA undir frostmArki.
HöfuðborGArsvæðið: SMÁ ÉL
AnnAð VEIFIð, En BJART Á MILLI. HITI uM
FROSTMARK.
n-átt, strekkinGur AustAntil. él við
norður- oG AusturströndinA, en
AnnArs bjArt. frost um lAnd Allt.
HöfuðborGArsvæðið: nORðAn KuL OG
nÁnAST HEIðRÍKT MEð FROSTI.
él oG jAfnvel snjókomA vestAntil
á lAndinu frAmAn Af deGi í HæGum
vindi. AnnArs HæGlátt en Hvessir með
úrkomu um kvöldið.
HöfuðborGArsvæðið: HæG V-ÁTT OG
ÉLJABAKKAR AF HAFI, En VAxAnDI SA-ÁTT uM
KVöLDIð OG HLýnAR.
kólnandi og með frosti um helgina
Við megum teljast heppin þessa dagana á
meðan óveðurslægðir renna sér hér fram hjá
fyrir austan land. Þær ná vart að hafa hér
áhrif annars staðar en allra austast. Hérlendis
kólnar með tiltölulega hæglátu og björtu
veðri. Fyrirtaks útivistarveður og vel lítur út
með veður “síðasta í rjúpu”. Él verða þó víða með
ströndinni og á stöku stað gæti jafnvel
snjóað nokkuð. Almennt verður
þó léttskýjað og hægt og bítandi
vex frostið. Á sunnudag er síðan
spáð lægð upp að landinu með
versnandi veðri um kvöldið,
fyrst suðvestanlands.
1
2 1
0
2
3
3 7
5
4
1
4 5
8
5
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
miðborgin okkar!
Hundruð verslana og
veitingahúsa bjóða vörur
og þjónustu.
Sjá nánar auglýsingu
á bls. 28-29 og á
www.miðborgin.is
Gefðu góða gjöf
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16
Mediflow
heilsukoddinn
Einstakur heilsukoddi með
mjúku yfirlagi og vatnsfyllingu.
Stillanlegur vatnspúði sem veitir
fullkominn stuðning
Minnkar verki í hálsi.
Eykur svefngæði
9.750 kr.
4 fréttir Helgin 25.-27. nóvember 2011