Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 60
26 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011 É g sat eftir með 35 aukakíló eftir meðgönguna sem ég vildi að sjálf-sögðu losna við sem varð til þess að ég fór að lesa mig til um heilsufæði og hvaða áhrif matur hefur á líkamann. Þá komst ég að því að sykur er eina mat- varan sem við höfum í raun enga þörf fyrir. Uppfrá því fór ég að útbúa allan mat frá grunni til að komast hjá því að borða sykur, salt eða rotvarnarefni. En það er mjög mikilvægt að hugsa um hvað við erum að borða og því hef ég vanið mig á að lesa alltaf innihaldslýsingar á öllum matvörum,“ segir Þórunn María Hólm sem er búsett í Osló ásamt norskum eiginmanni sínum og eins árs gamalli dóttur þeirra. Vefsíðuskrifin á littlettere.blogs- pot.com eru áhugamál Þórunnar, upphaflega hugsuð til að hvetja aðra til að feta í fótspor hennar og vekja áhuga á hollari lífsmáta. En fljótlega náði síðan miklu flugi og er með vinsælli matarsíðum í Noregi. „Mig langaði til að vekja fólk til vitundar um hvað það er að borða og láta ekki mat- vöruframleiðendur slá ryki í augu fólks hvað varðar hollustu og mataröryggi.“ Þórunn María eldar sjálf allan þann mat sem er að finna á vefsíð- unni hennar og birtir myndir ásamt upp- skriftum, auk þess sem hún ráðleggur fólki hvaða hráefni þurfa að vera í eld- hússkápunum til að útbúa holla rétti. En jólin eru sá tími ársins þar sem hollustan verður oft útundan og því er forvitnilegt að vita hvernig jólin verða hjá Þórunni Maríu? „Jólin verða eflaust öðruvísi en áður þar sem nú er ég komin með eigin fjöl- skyldu og þarf að skapa nýjar hefðir, frekar en að halda í gamlar. Dóttir mín fær ekki súkkulaðidagatal, heldur dagatal með lögum til að syngja og leikjum sem við leikum saman. Svo verður eflaust mikið af fjölskyldu- heimsóknum en ég ætla mér ekki að baka mikið, frekar að bjóða upp á eitt- hvað gott þegar ein- Vefsíðuskrifin á litt- lettere.blogspot. com eru áhugamál Þórunnar, upp- haflega hugsuð til að hvetja aðra til að feta í fótspor hennar og vekja áhuga á hollari lífsmáta. En fljótlega náði síðan miklu flugi og er með vinsælli matarsíðum í Noregi. Ráð við jólastRessi Hollur jólamatuR Óþarfi að borða á sig gat Vel er hægt að viðhalda hollu mataræði yfir jólin, að mati Þórunnar Maríu Hólm, sem heldur úti vinsælli matarvefsíðu í Noregi sem byggir á lífrænum lífsstíl. Hún gefur upp nokkrar uppskriftir að sætum jólamat með hollu ívafi. Ávextir eru til dæmis alveg jafngóðir og kökur. Súkkulaðibitakökur 100 gr léttristaðar valhnetur 50 gr kókóssykur 1 tks vanillusykur 1/8 tsk matarsódi 1/2 tsk salt Allt sett í blandara eða mat- vinnsluvél þar til hneturnar eru fínhakkaðar. 80 gr. eplamauk (sjá uppskrift að neðan) 2 msk brætt kókósolía Eplamauk 2 epli soðin í 1/2 dl af vatni þar til vatnið er gufað upp. Smá van- illusykri og kardemommukryddi bætt saman við. Þessu er blandað saman í skál ásamt: 100 gr hafraflögur 80 gr speltmjöl Öllu blandað vel saman. Valhnetu- blöndunni er hrært saman og 90 g af dökku súkkulaði (að minnsta kosti 70 prósent) er skorið í litla bita og sett saman við. Úr þessu eru mótaðar 14 kúlur og þeim þrýst niður til að fletja örlítið út. Hitað í ofni við 200 gráður í um það bil 12 mínútur. Jólabiscotti með hvítu súkkulaði 200 g möndluhveiti 75 g hrásykur 2 msk psyllium husk (trefjar sem fást í heilsuvöruverslunum) 2 tsk lyftiduft 1/2 tsk vanilluduft 1 tsk kanill 1/4 tsk negull 1/4 tsk engifer 1/4 tsk kardemomma Hýði af 1/2 appelsínu Blandað saman ásamt 2 eggjum. Deigið er hnoðað í eina langa pylsu sem er flött örlítið út, þannig að hún sé um 2 sm þykk. Bakað við 175 gráður í 20 mínútur og svo er hún tekin út úr ofninum og skorin í aflangar sneiðar. Sneiðarnar eru þurrkaðar í ofni við 75 gráðu hita á C í 3 klukkustund. Mikilvægt er hafa ofnhurðina opna. Þegar sneiðarnar eru tilbúnar eru þær skreyttar með hvítu súkkulaði. Creme catalana Hýði af 1/2 appelsínu 4 dl rjómi 2 dl mjólk 25 g hrásykur 2 kanelstangir Hitað að suðu og látið standa i 30 mínútur. Saman við blönduna er hrært 5 eggjarauðum og 25 g hrásykri þannig að rauðan verður næstum hvít. Rjómablandan er aftur hituð að suðu og hellt í gegnum sigti. Loks er henni blandað saman við eggin og sett í form. Hitað í ofni við 95 gráður í 50 mínútur. Skreytt með psyllium husk. hver kemur, ávextir eru til dæmis alveg jafngóðir og kökur.“ Þórunn lumar á nokkrum góðum ráðum um hvernig eigi að halda aftur að sér í mat. „Eftirréttinn er til dæmis hægt að bera fram í litlum skálum og láta það ekki eftir sér að borða eins mikið og maður getur. Við lifum í vellystingum og þurfum ekki að borða á okkur gat um jólin því við erum svo heppin að eiga nóg af mat á hverjum degi.“ Kristín Eva Þórhallsdóttir heimili@frettatiminn.is l éttsveit Reykjavíkur, sem er 130 kvenna kór, verður með tónleika í Eldborg í Hörpu 27. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu. Undirbúningur fyrir tónleikana hefur staðið yfir í allt haust og hefur kórinn æft þrisvar í viku fyrir þennan mikla viðburð. Að sögn Margrétar Þorvalds- dóttur, tónleikastjóra Léttsveit- arinnar, stendur kórinn einn og óstuddur að tónleikunum. „Ég tel það til nokkurra tíðinda að áhugamannakór taki sig til og leigi Eldborgina til tónleikahalds en þessir tónleikar verða fyrstu kórtónleikarnir í Eldborginni og líka fyrstu jólatónleikarnir þar,“ segir Margrét. Þrír einsöngvarar syngja með kórnum á tónleikunum: Valgerður Guðnadóttir, Hildigunnur Einars- dóttir og Ívar Helgason en hljóm- sveitin sem verður með þeim á sviðinu er skipuð Aðalheiði Þor- steinsdóttur, Tómasi R. Einars- syni, Kjartani Guðnasyni og Grétu Salóme Stefánsdóttur. Öllu stjórnar svo Jóhanna V. Þórhalls- dóttir.  léttsvEit ReykjavíkuR jólatónleikaR 130 kvenna kór í Hörpu Rakel Hafberg Laugavegi 37 Sími: 578 1720 www.rakelhafberg.is Rakel Hafberg Ullarslá með loðkraga 59.900 Irregular Choice skór frá 16.900 Klútar úr bómull og silki frá 9.900 Toppar og kjólar frá 16.900 Leðurkragar frá 7.900 Leðurarmbönd 4.900 Stakur loðkragi 17.900 Rakel Hafberg collection 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.