Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 12
F
átt er eins skemmandi og einelti.
Skaðsemi langvinns eineltis getur
varað alla ævi,“ segir meðal ann-
ars á vef Kolbrúnar Baldursdóttur
sálfræðings. Þar kemur fram að
sjálfsmat barns sem orðið hefur fyrir ítrek-
uðum árásum eða hunsun og fyrirlitningu
annarra barna í langan tíma verður fljótt eins
og rjúkandi rúst. „Þeir sem þetta hafa þolað,
án þess að tekist hafi að grípa inn í og stöðva,
leggja iðulega af stað út í lífið með skadd-
aða sjálfsvirðingu,“ segir enn fremur en til-
finningar eins og reiði, vanmáttur og höfn-
un fylgir þessum einstaklingum ævilangt.
Líðan geranda eineltis er heldur ekki góð en
ein helsta orsök þess að einstaklingur meiðir
annan, telur Kolbrún vera, lágt sjálfsmat og
vanlíðan.
Þegar rætt er um einelti er um að ræða
ámælisverða eða endurtekna ótilhlýðilega
háttsemi, það er athöfn eða hegðun sem er til
þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga,
særa, sniðganga, mismuna eða ógna og valda
vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.
Það er því að vonum að leitað sé allra leiða
til að fyrirbyggja einelti og stöðva það sem er
í gangi. „Hagsmunir allra barna í eineltismál-
um eru í húfi hvort heldur þolanda, geranda
eða fylgismanna,“ segir Kolbrún.
Í nýrri reglugerð um ábyrgð og skyldur að-
ila skólasamfélagsins í grunnskólum kemur
meðal annars fram að allir skólar skulu setja
sér heildstæða stefnu til að fyrirbyggja og
bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu
ofbeldi og félagslegri einangrun. Skólar skulu
setja aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri
viðbragðsáætlun til að takast á við eineltis-
mál í skólanum.
Kostnaði þarf að fylgja árangur
Tugir skóla taka þátt í Olweusaráætluninni
gegn einelti og andfélagslegu atferli en aðrir
nota aðrar aðferðir. Áætlunin er kennd við
norska prófessorinn Dan Olweus en á síðu
þess verkefnisins kemur fram að það sé rekið
á fjárhagslega sjálfstæðum grunni með styrk
frá menntamálaráðuneytinu og með stuðningi
Háskóla Íslands og Námsgagnastofnunar.
Út er komin skýrsla eða greining eftir Al-
mar Miðvík Halldórsson, hjá Skólapúlsinum:
„Einelti og líðan nemenda í grunnskólum sem
vinna samkvæmt Olweus áætluninni gegn
einelti skólaárið 2010-2011“. Greiningin var
unnin að beiðni Kolbrúnar Baldursdóttur en
staða í skólunum var metin eftir því hvort þar
var unnið eftir Olweusaráætluninni gegn ein-
elti eður ei.
Kolbrún sagði í viðtali við Fréttatímann að
Olweusarverkefnið kostaði skólana og hið
opinbera umtalsverða fjármuni. „Í skýrslunni
koma fram upplýsingar fyrir skólastjóra til að
moða úr, hvort heldur þeir fylgja Olweusar-
áætluninni eða ekki. Um leið bendi ég á að til
eru aðrir valmöguleikar til að koma sér upp
aðgerðum gegn einelti sem eru ekki kostn-
aðarsamir. Þegar verið er að borga mikið fyrir
eitthvað þarf að fylgja árangur yfir heildina.
Í skýrslunni kemur fram að 7. bekkur grunn-
skóla nýtur góðs af þátttöku í verkefninu og
það virðist einnig skila sér til yngri barnanna
en unglingarnir, það er 8. og 9. bekkur, eru,
samkvæmt þessari greiningu, ekki að njóta
neins sérstaks góðs af þessu verkefni ef borið
er saman við aðra skóla sem ekki styðjast við
Olweus. Það þarf þá að gera eitthvað annað
fyrir þann aldurshóp ef marka má þessar nið-
urstöður. Með þessar upplýsingar getur hver
og einn skólastjóri metið stöðuna hjá sér og
athugað leiðir til að mæta þörfum allra ár-
ganga,” segir Kolbrún.
Munur en þó lítill
Í könnun Almars eru 70 skólar, 32 þeirra voru
í Olweusaráætluninni en 38 skólar ekki skráð-
ir í hana. Kynjahlutfall var jafnt en skólarnir
misstórir, frá 25 nemendum til 349 nemenda.
Í samantekt greiningarinnar kemur fram að
í heild sýnir rannsóknin að einelti er mark-
tækt minna í skólum sem vinna eftir Olweus-
aráætluninni en í skólum sem gera það ekki
en munurinn er þó lítill. Hann tengist aldri
nemenda og aldurskiptingu skólans. Svo virð-
ist sem jákvæðari áhrifa áætlunarinnar njóti
ekki við í 6. og 7. bekk ef eldri nemendur eru
í skólanum. „Áberandi mest áhrif eru af áætl-
uninni í 7. bekk í skólum án unglingastigs en
mun minni í 7. bekk skóla með unglingastig.
Hafa ber í huga að í þessum skólum eru nem-
endur í 7. bekk elstir í skólanum og einelti þar
eingöngu bundið við jafnaldra, en í skólum
með unglingadeild geta nemendur í 7. bekk
orðið fyrir einelti bæði af hendi jafnaldra og
eldri nemenda í skólanum. Í Olweus skólum
eru tengsl eineltis við líðan nemenda ekki frá-
brugðin því sem gerist í öðrum skólum,“ segir
í samantekt Almars. Hann segir niðurstöð-
urnar benda til þess að með Olweusaráætl-
uninni takist að draga úr neikvæðum áhrif-
um eineltis á líðan í 7. bekk en ekki í öðrum
bekkjum.
Kolbrún segir að miðað við þetta megi vel
spyrja hvort Olweusaráætlunin hafi verið að
gefa nógu góða raun þótt hún sé viss um að
það hafi gert okkur gott að innleiða hana á
sínum tíma. „Það hjálpaði okkur að kortleggja
þessa hluti en síðan má benda fólki á að aðrir
valmöguleikar eru fyrir hendi sem eru ekki
eins kostnaðarsamir. Þetta er vissulega allt
spurning um forgangsröðun og nýtingu pen-
inga. Við erum svo glöð þegar við byrjum á
einhverju, borgum og borgum en skoðum
ekki hvernig fjármagnið nýtist. Ég hefði viljað
sjá að skólar með Olweusaráætlunina væru að
koma verulega betur út til að réttlæta kostn-
aðinn en skýrslan er gagnleg fyrir Olweusar-
skólana til þess að sjá hvar eru styrkleikar og
hvar eru veikleikar með notkun Olweusar-
áætlunarinnar.
Það þarf því svona rýningu, helst árlega, til
þess að skólarnir og ríkið viti í hvað pening-
arnir fara. Ég bendi á mikilvægi þess að gera
svona úttekt, sérstaklega þegar verið er að
leggja fé í eitthvað, að ekki sé bara skrúfað frá
krana og látið renna án þess að skoða áhrifin.“
Tíðni eineltis tengist skólabrag
Kolbún bendir á að hún sé með upplýsinga-
vef um einelti og fleiri hafi komið með góðar
ábendingar fyrir skóla. Á vef Kolbúnar, kol-
brunbaldurs.is, „Höldum saman gegn einelti“
er aðgangur frjáls og frír. „Skólar geta tekið
af vefnum upplýsingar, meðal annars hug-
myndafræði, hvernig hægt er að byggja upp
og viðhalda jákvæðum skólabrag, verklag og
viðbragðsáætlanir sem og aðra fræðslu um
aðgerðir gegn einelti. Við þekkjum afleiðingar
eineltis og því er til mikils að vinna. Á þennan
vef hef ég sett inn atriði sem skiptir máli að
gera þegar svona mál koma upp og hvað þarf
að varast ef þessi mál eiga ekki eftir að verða
að martröð. Þarna fær fólk aðferðafræðina
og leiðbeiningar um verkferla. Á síðunni er
efni flokkað, hvort um er að ræða vinnustaði,
skóla, íþrótta- og æskulýðshreyfingar og einn-
ig efni sérstaklega ætlað foreldrum.
Það er fullt af skólum sem vinna ekki eftir
Olweusaráætluninni sem eru með fyrirmynd-
arvinnubrögð. Sama má segja um marga skóla
sem starfa eftir Olweusaráætluninni. Víða má
nú sjá samskiptareglur, tilkynningareyðublöð
um einelti og viðbragðsáætlanir, allt aðgengi-
legt á heimasíðum skóla,” segir Kolbrún.
Hún segir það meðal annars tengjast skóla-
brag hvort eineltismál séu tíð eða ekki. „Þar
sem er góður skólabragur og ef skólinn er
góður vinnustaður þar sem kennurum og
starfsfólki líður vel og þar sem reglur eru
skýrar og börnin upplýst um þær með reglu-
legu millibili tel ég að eineltismálum hafi
fækkað,“ segir Kolbrún um leið og hún leggur
áherslu á að kallað sé eftir góðum tengslum
foreldra og skóla og samvinnu við nemendur.
„Hver og einn verður að taka ábyrgð á þeim
þætti sem að honum snýr. Samvinna og sam-
hugur er það eina sem gildir í þessu sem svo
mörgu öðru sem lýtur að manneskjunni og
velferð hennar.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Birtingarform:
Hroki (valdhroki), fyrirlitning.
Ókurteisi.
Óljós eða tvíræð skilaboð.
Óraunsæjar eða ósanngjarnar
kröfur um markmið eða tíma-
áætlanir.
Upplýsingastreymi takmarkað
markvisst til starfsmanns.
Birtingarform
eineltis geta verið
dulin:
Slúður.
Undirróður.
Baktal.
Neikvætt tal eða níð sem er
til þess fallið að kasta rýrð á
manneskju, bæði persónulega
og faglega, í augum samstarfs-
manna.
Athugasemdir um:
Klæðaburð.
Mataræði.
Líkamsburð, stíl, venjur, siði
eða hátt.
Húðlit, menningu eða trúarbrögð.
Gróf stríðni,
hæðni.
Kerfisbundin útskúfun, hunsun,
horfa ekki í augu (þolandi upplifir
sig ósýnilegan).
Aðili markvisst einangraður frá
félagslegum samskiptum.
Endurteknar skammir sem
beinast meðal annars að
frammistöðu.
Óréttmæt gagnrýni á
faglega hæfni.
Rafrænt einelti
Þegar neikvæð skilaboð eru send
rafrænt/á Netinu eða farsíminn
notaður til að senda neikvæðar
upplýsingar um einhvern.
Þegar Facebook, spjallsíður eða
aðrar rafrænar leiðir eru notaðir
til að tala illa um eða níða skóinn
af einhverjum einum einstaklingi.
Birtingarmyndir eineltis Samantekt Kolbrúnar Baldursdóttur
Hefði viljað sjá að skólar með Olweusaráætlunina væru að
koma verulega betur út til að réttlæta kostnaðinn.
Einelti minna ef skólabragur er góður
Ný greining sýnir að einelti er marktækt minna í skólum sem vinna eftir
Olweusaráætluninni gegn einelti en í skólum sem gera það ekki. En munurinn er
lítill. Kolbrún Baldursdóttur sálfræðingur bendir á aðra möguleika sem ekki
eru dýrir. Hún segir málið snúast um forgangsröðun og nýtingu peninganna.
Jónas Haraldsson gluggaði í nýja skýrslu og kynnti sér skoðanir Kolbrúnar.
Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. Hún segir að hver og einn skólastjóri verði að meta stöðuna gagn-
vart einelti, hvort sem skólinn styðst við Olweusaráætlunina eða ekki. Ný greining sýnir að 7. bekkur
grunnskóla nýtur góðs af þátttöku í Olweusaráætluninni en ekki 8. og 9. bekkur. Ljósmynd Hari
12 fréttaskýring Helgin 25.-27. nóvember 2011